Nafnið hans var skrifað í skýin Íris Hauksdóttir skrifar 27. júní 2023 07:00 Leikaraparið Ellen og Arnmundur gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn. aðsend Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman eignuðust sitt annað barn fyrr á þessu ári en fyrir eiga þau soninn Krumma. Barnið, sem er drengur fékk nafnið sitt við fallega athöfn nú um helgina. Drengurinn fékk nafnið Halldór Hólmar Bæhrenz Backman. Halldór er í höfuðið á ömmu Ellenar, Halldóru og afa Arnmundar, Halldóri. „Amma hefur alla tíð verið kölluð Lóa og því köllum við drenginn Lói,“ segir Ellen í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Það var einhvernveginn skrifað í skýin að Lói skyldi heita í höfuðið á ömmu Lóu þó við hefðum farið fram og til baka með hinar ýmsu samsetningar. Hólmars nafnið fannst okkur falleg viðbót og vísar einmitt í sterkar minningar með henni í hólmunum að týna æðardún.“ Von á fyrsta laginu fljótlega Þau Ellen og Arnmundur sáu sjálf um nafnavíglsuna og vildu að eigin sögn hafa hana svolítið heimalagaða. „Björn Ingi, annar afinn, leiddi athöfnina, ég fór með texta sem ég skrifaði og Arnmundur söng frumsamið lag. Fjölskyldan og verndarar barnsins við athöfnina.aðsend Hann er virkilega að finna sig í laga- og textasmíðum en það er von á fyrsta laginu hans út mjög fljótlega svo ég hvet öll til að fylgjast með. Ég er kannski svolítið hlutdræg, en ég er ekki frá því að það sé rosalega fallegt. Verndararnir hafa umvafið Lóa af ást og hlýju Svo tilnefndum við fjóra verndara, þau Unni Elísabetu, Nínu Dögg, Arnar Dan og Guðfinn Sigurvinsson. Verndararnir eru vinkonur okkar og vinir en þau hafa umvafið okkur og Lóa af ást og hlýju á fyrstu mánuðunum og koma í staðinn fyrir guðforeldra eða skírnarvotta. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar að gömlum sið, marengs, hjónabandssælu, vöfflur og rjúkandi kaffi. Finnst ég alltaf komin heim fyrir vestan Samhliða því að njóta fæðingarorlofsins frumsýndi Ellen verkið Til hamingju með að vera mannleg í Þjóðleikhúsinu, í apríl síðastliðnum. Fjórum mánuðum eftir fæðingu Lóa litla. Verkið er byggt á ljóðabók sem danshöfundurinn Sigga Soffía, skrifaði þegar hún var í krabbameinsmeðferð. Leikkonurnar og dansararnir sem komu að sýningunni Til hamingju með að vera mannleg fagna á frumsýningu. aðsend „Hún bað mig að vera með þegar hún skrifaði umsóknina fyrir Sviðslistasjóð sem er náttúrulega löngu áður en verkið var svo sett upp. Í millitíðinni varð ég ófrísk og æfingarferlinu var skipt upp í þrjú holl. Í fyrstu tveimur hollunum var ég ólétt. Þá fórum við í residensíu fyrir vestan sem var eins og draumur. Ég á ættir að rekja vestur og finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég er þar. Við vorum margar í hópnum að vinna saman í fyrsta skipti svo að sú ferð var frábær samhristingur fyrir hópinn áður en við fórum svo á fjalirnar. Ellen segir draumi líkast að vinna með listafólkinu sem kom að sýningunni sem verður tekin upp aftur í haust. aðsend Mættur á fyrstu æfinguna sjö vikna gamall Í lokaæfingatörninni var Lói litli kominn í heiminn. „Hann var sjö vikna þegar við byrjuðum eftir pásuna. Það er náttúrulega mjög snemmt að fara af stað en ég fann innra með mér að ég treysti mér og honum í þetta og það er svo verðmætt að hafa tækifæri til að fá að taka ákvörðun sjálf. Ég hefði ekki treyst mér til að fara svona snemma af stað þegar ég átti eldri strákinn minn en í þetta skiptið var það öðruvísi. Lærði af djúpvitrum leikkonum Arnmundur, gat verið með Lóa uppi í leikhúsi hjá mér daginn út og daginn inn og komið með hann inn og út af æfingum til að drekka. Annars hefði þetta ekki gengið upp. En ó, hvað ég er þakklát fyrir að þetta gekk upp. Þetta verkefni var mér svo gjöfult, lífsviðhorfið þróaðist og ég fékk að læra af ótrúlegum, djúpvitrum listakonum. Svo erum við Lói saman alla daga núna. Ellen var mætt aftur á æfingar þegar Lói litli var aðeins sjö vikna gamall. aðsend Þetta var allt eins og það átti að vera, og fór heilan hring því tengdamóðir mín heitin, Edda Heiðrún Backman var einmitt komin á svið tveimur vikum eftir að Arnmundur kom í heiminn. Og þá var hann þessi litli á kantinum sem fékk brjóst á milli sena.“ Í haust fer Til hamingju með að vera mannleg aftur upp í Þjóðleikhúsinu, bæði í tengslum við Bleiku slaufuna og Reykjavik Dance Festival. Ellen segir það yndislega tilfinningu. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Arnmundur og Ellen eignuðust dreng Leikaraparið Arnmundur Ernst Backman og Ellen Margrét Bæhrenz eignuðust dreng nú á dögunum. 17. janúar 2023 11:43 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 Krabbameinsbaráttan varð að dansverki Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu. 25. apríl 2023 10:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Drengurinn fékk nafnið Halldór Hólmar Bæhrenz Backman. Halldór er í höfuðið á ömmu Ellenar, Halldóru og afa Arnmundar, Halldóri. „Amma hefur alla tíð verið kölluð Lóa og því köllum við drenginn Lói,“ segir Ellen í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Það var einhvernveginn skrifað í skýin að Lói skyldi heita í höfuðið á ömmu Lóu þó við hefðum farið fram og til baka með hinar ýmsu samsetningar. Hólmars nafnið fannst okkur falleg viðbót og vísar einmitt í sterkar minningar með henni í hólmunum að týna æðardún.“ Von á fyrsta laginu fljótlega Þau Ellen og Arnmundur sáu sjálf um nafnavíglsuna og vildu að eigin sögn hafa hana svolítið heimalagaða. „Björn Ingi, annar afinn, leiddi athöfnina, ég fór með texta sem ég skrifaði og Arnmundur söng frumsamið lag. Fjölskyldan og verndarar barnsins við athöfnina.aðsend Hann er virkilega að finna sig í laga- og textasmíðum en það er von á fyrsta laginu hans út mjög fljótlega svo ég hvet öll til að fylgjast með. Ég er kannski svolítið hlutdræg, en ég er ekki frá því að það sé rosalega fallegt. Verndararnir hafa umvafið Lóa af ást og hlýju Svo tilnefndum við fjóra verndara, þau Unni Elísabetu, Nínu Dögg, Arnar Dan og Guðfinn Sigurvinsson. Verndararnir eru vinkonur okkar og vinir en þau hafa umvafið okkur og Lóa af ást og hlýju á fyrstu mánuðunum og koma í staðinn fyrir guðforeldra eða skírnarvotta. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar að gömlum sið, marengs, hjónabandssælu, vöfflur og rjúkandi kaffi. Finnst ég alltaf komin heim fyrir vestan Samhliða því að njóta fæðingarorlofsins frumsýndi Ellen verkið Til hamingju með að vera mannleg í Þjóðleikhúsinu, í apríl síðastliðnum. Fjórum mánuðum eftir fæðingu Lóa litla. Verkið er byggt á ljóðabók sem danshöfundurinn Sigga Soffía, skrifaði þegar hún var í krabbameinsmeðferð. Leikkonurnar og dansararnir sem komu að sýningunni Til hamingju með að vera mannleg fagna á frumsýningu. aðsend „Hún bað mig að vera með þegar hún skrifaði umsóknina fyrir Sviðslistasjóð sem er náttúrulega löngu áður en verkið var svo sett upp. Í millitíðinni varð ég ófrísk og æfingarferlinu var skipt upp í þrjú holl. Í fyrstu tveimur hollunum var ég ólétt. Þá fórum við í residensíu fyrir vestan sem var eins og draumur. Ég á ættir að rekja vestur og finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég er þar. Við vorum margar í hópnum að vinna saman í fyrsta skipti svo að sú ferð var frábær samhristingur fyrir hópinn áður en við fórum svo á fjalirnar. Ellen segir draumi líkast að vinna með listafólkinu sem kom að sýningunni sem verður tekin upp aftur í haust. aðsend Mættur á fyrstu æfinguna sjö vikna gamall Í lokaæfingatörninni var Lói litli kominn í heiminn. „Hann var sjö vikna þegar við byrjuðum eftir pásuna. Það er náttúrulega mjög snemmt að fara af stað en ég fann innra með mér að ég treysti mér og honum í þetta og það er svo verðmætt að hafa tækifæri til að fá að taka ákvörðun sjálf. Ég hefði ekki treyst mér til að fara svona snemma af stað þegar ég átti eldri strákinn minn en í þetta skiptið var það öðruvísi. Lærði af djúpvitrum leikkonum Arnmundur, gat verið með Lóa uppi í leikhúsi hjá mér daginn út og daginn inn og komið með hann inn og út af æfingum til að drekka. Annars hefði þetta ekki gengið upp. En ó, hvað ég er þakklát fyrir að þetta gekk upp. Þetta verkefni var mér svo gjöfult, lífsviðhorfið þróaðist og ég fékk að læra af ótrúlegum, djúpvitrum listakonum. Svo erum við Lói saman alla daga núna. Ellen var mætt aftur á æfingar þegar Lói litli var aðeins sjö vikna gamall. aðsend Þetta var allt eins og það átti að vera, og fór heilan hring því tengdamóðir mín heitin, Edda Heiðrún Backman var einmitt komin á svið tveimur vikum eftir að Arnmundur kom í heiminn. Og þá var hann þessi litli á kantinum sem fékk brjóst á milli sena.“ Í haust fer Til hamingju með að vera mannleg aftur upp í Þjóðleikhúsinu, bæði í tengslum við Bleiku slaufuna og Reykjavik Dance Festival. Ellen segir það yndislega tilfinningu.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Arnmundur og Ellen eignuðust dreng Leikaraparið Arnmundur Ernst Backman og Ellen Margrét Bæhrenz eignuðust dreng nú á dögunum. 17. janúar 2023 11:43 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 Krabbameinsbaráttan varð að dansverki Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu. 25. apríl 2023 10:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Arnmundur og Ellen eignuðust dreng Leikaraparið Arnmundur Ernst Backman og Ellen Margrét Bæhrenz eignuðust dreng nú á dögunum. 17. janúar 2023 11:43
Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00
Krabbameinsbaráttan varð að dansverki Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu. 25. apríl 2023 10:01