Fer óhrædd inn í framtíðina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júlí 2023 17:00 GDRN var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom inn á Íslenska listann á FM í dag. Vísir/Vilhelm „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag. Lagið er unnið í samvinnu við pródúserinn Þormóð en þau munu koma til að halda samvinnunni áfram við meira popp efni. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: GDRN - Parísarhjól Varð til á korteri „Parísarhjól varð til á einhverju korteri. Við vorum búin að vera að vinna að einhverju og svo þurftum við að fara þannig að Þormóður henti í þetta beat og ég skellti upp texta út einn tveir og bingó. Svo varð það eiginlega bara tilbúið strax. Þetta gerðist í mars en okkur fannst þetta án efa vera sumarlag sem yrði að koma út núna í júní.“ Þar sem lagið fæddist svo hratt segir GDRN að erfitt sé að vita nákvæmlega um hvað það fjallar og undirmeðvitundin hafi spilað hlutverk í textasmíðinni. „Svo hafa einhverjir spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé alveg að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir hún brosandi, en hún eignaðist frumburð sinn í fyrra. „Það gengur allt rosalega vel. Ég er að núna bara að fara á fullt að gera aftur tónlist, litli er að verða eins árs og tíminn bara flýgur. En ég er rosalega spennt að kafa aftur djúpt inn í tónlistina, koma fram á tónleikum og allt sem þessu fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Guðru n Ýr Eyfjo rð/GDRN (@eyfjord) Popp og performans Hún segir að markmiðið með laginu hafi verið að gera popp og það hafi heppnast. „Ég er búin að vera með mörg járn í eldinum að undanförnu og langaði rosalega mikið að gera popp lag. Ég er búin að vera að vinna í poppi með Þormóði en svo er ég líka búin að vera að prófa mig áfram á ýmsum tónlistarsviðum. Þar má nefna samvinnu við Magnús Jóhann, sem ég vann Sönglagaplötuna með og svo líka Halldór Eldjárn. Það er einhver róleg tónlist í bígerð, eitthvað experimental, raftónlist sem fer svolítið út í fyrstu plötuna mína og svo hef ég aðeins verið að dýfa tánum í kvikmyndatónlist. Þannig að það er nóg um að vera.“ Gott skref á sínum tíma Aðspurð hvort það sé plata væntanleg segist hún vona það. „Það er algjörlega í planinu. Það var ofboðslega gott skref hjá okkur Magga að gefa út Sönglaga plötu á nákvæmlega þessum tíma, í september í fyrra. Við tókum hana upp þegar ég var ólétt, sem var líka krefjandi af því að ég var bara ólétt,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Svo eignaðist ég barn og var í fæðingarorlofi en ég náði samt ágætlega vel að fylgja þessari rólegu plötu. Fólk var að bóka mann aðeins fyrr á kvöldin líka sem var mjög þægilegt,“ segir hún kímin. „Þannig að ég finn það alveg að þetta var dásamlegt tímabil en ég finn líka fyrir því að ég er tilbúin í smá breytingu. Nú er strákurinn minn að fara að byrja hjá dagmömmu og ég er allt í einu að fara að fá að hafa dagana mína lausa. Ég finn að það sem kraumar í mér er að nú langar mig að fara upp á svið og syngja eitthvað nýtt. Kannski er þetta líka bara sumarið, mig langar að gera taktföst lög og þetta er svona smá sumar gelluorka,“ segir hún brosandi. GDRN gaf út plötuna Hvað ef árið 2018 en fékk hana afhenta sem Gullplötu fyrr á árinu.Instagram @eyfjord Mikilvægt að gera þetta fyrir sjálfa sig Hún segist hafa lært ýmislegt á undanförnum árum. „Ég er búin að vera lengi í bransanum en á sama tíma líka rosalega stutt. Þegar ég byrja þá gerist allt rosalega hratt og ég fæ ekki tíma til að svona átta mig endilega á því hver ég væri eða hvað ég væri að gera. Ég gef út mína fyrstu plötu, Hvað ef, árið 2018 og hún verður rosa mikill hittari um leið. Svo gef ég út næstu 2020 og hún svona mallaði meira í gang. Ég er búin að vera smá stressuð að ég þurfi alltaf að vera að koma með eitthvað nýtt sem slær í gegn en ég hef áttað mig á því að það er ekkert stress. Ég þarf líka að leyfa mér að finna hvað mig langar að gera. Af því að ef ég er ekki að gera þetta fyrir sjálfa mig og fyrir einhvern vöxt í mínu tónlistarlega ferli þá í rauninni staðna ég bara. Þannig að mig langar að læra meira og mig langar að gera fleiri tilraunir en mig langar líka bara að tilraunastarfsemin færist líka í einfaldleikann, poppið eða hvað það er sem kallar hverju sinni. Þannig að ég er farin að setja aðeins minni pressu á mig að gera allt rosalega vel og vil bara gera það sem mig langar að gera með algjörri einlægni í því verkefni hverju sinni. Svo kemur bara eitthvað nýtt. Þannig að ég fer óhrædd inn í framtíðina,“ segir GDRN að lokum. Diljá á toppnum Íslenski listinn á FM957 var stútfullur af íslenskum lögum í dag og af efstu tíu lögum vikunnar eru fimm íslensk. Eurovision söngkonan Diljá situr á toppi listans með lagið sitt Crazy og Emmsjé Gauti í öðru sæti með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Þá sitja Daniil og Friðrik Dór í fimmta sæti með lagið Aleinn, Aron Can og Birnir í sjötta sæti með Bakka ekki út og Patrik í tíunda sæti með lagið Allar stelpurnar af smáskífunni PBT. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 16:00 og 18:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Tengdar fréttir Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. 24. júní 2023 17:00 Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lagið er unnið í samvinnu við pródúserinn Þormóð en þau munu koma til að halda samvinnunni áfram við meira popp efni. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: GDRN - Parísarhjól Varð til á korteri „Parísarhjól varð til á einhverju korteri. Við vorum búin að vera að vinna að einhverju og svo þurftum við að fara þannig að Þormóður henti í þetta beat og ég skellti upp texta út einn tveir og bingó. Svo varð það eiginlega bara tilbúið strax. Þetta gerðist í mars en okkur fannst þetta án efa vera sumarlag sem yrði að koma út núna í júní.“ Þar sem lagið fæddist svo hratt segir GDRN að erfitt sé að vita nákvæmlega um hvað það fjallar og undirmeðvitundin hafi spilað hlutverk í textasmíðinni. „Svo hafa einhverjir spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé alveg að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir hún brosandi, en hún eignaðist frumburð sinn í fyrra. „Það gengur allt rosalega vel. Ég er að núna bara að fara á fullt að gera aftur tónlist, litli er að verða eins árs og tíminn bara flýgur. En ég er rosalega spennt að kafa aftur djúpt inn í tónlistina, koma fram á tónleikum og allt sem þessu fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Guðru n Ýr Eyfjo rð/GDRN (@eyfjord) Popp og performans Hún segir að markmiðið með laginu hafi verið að gera popp og það hafi heppnast. „Ég er búin að vera með mörg járn í eldinum að undanförnu og langaði rosalega mikið að gera popp lag. Ég er búin að vera að vinna í poppi með Þormóði en svo er ég líka búin að vera að prófa mig áfram á ýmsum tónlistarsviðum. Þar má nefna samvinnu við Magnús Jóhann, sem ég vann Sönglagaplötuna með og svo líka Halldór Eldjárn. Það er einhver róleg tónlist í bígerð, eitthvað experimental, raftónlist sem fer svolítið út í fyrstu plötuna mína og svo hef ég aðeins verið að dýfa tánum í kvikmyndatónlist. Þannig að það er nóg um að vera.“ Gott skref á sínum tíma Aðspurð hvort það sé plata væntanleg segist hún vona það. „Það er algjörlega í planinu. Það var ofboðslega gott skref hjá okkur Magga að gefa út Sönglaga plötu á nákvæmlega þessum tíma, í september í fyrra. Við tókum hana upp þegar ég var ólétt, sem var líka krefjandi af því að ég var bara ólétt,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Svo eignaðist ég barn og var í fæðingarorlofi en ég náði samt ágætlega vel að fylgja þessari rólegu plötu. Fólk var að bóka mann aðeins fyrr á kvöldin líka sem var mjög þægilegt,“ segir hún kímin. „Þannig að ég finn það alveg að þetta var dásamlegt tímabil en ég finn líka fyrir því að ég er tilbúin í smá breytingu. Nú er strákurinn minn að fara að byrja hjá dagmömmu og ég er allt í einu að fara að fá að hafa dagana mína lausa. Ég finn að það sem kraumar í mér er að nú langar mig að fara upp á svið og syngja eitthvað nýtt. Kannski er þetta líka bara sumarið, mig langar að gera taktföst lög og þetta er svona smá sumar gelluorka,“ segir hún brosandi. GDRN gaf út plötuna Hvað ef árið 2018 en fékk hana afhenta sem Gullplötu fyrr á árinu.Instagram @eyfjord Mikilvægt að gera þetta fyrir sjálfa sig Hún segist hafa lært ýmislegt á undanförnum árum. „Ég er búin að vera lengi í bransanum en á sama tíma líka rosalega stutt. Þegar ég byrja þá gerist allt rosalega hratt og ég fæ ekki tíma til að svona átta mig endilega á því hver ég væri eða hvað ég væri að gera. Ég gef út mína fyrstu plötu, Hvað ef, árið 2018 og hún verður rosa mikill hittari um leið. Svo gef ég út næstu 2020 og hún svona mallaði meira í gang. Ég er búin að vera smá stressuð að ég þurfi alltaf að vera að koma með eitthvað nýtt sem slær í gegn en ég hef áttað mig á því að það er ekkert stress. Ég þarf líka að leyfa mér að finna hvað mig langar að gera. Af því að ef ég er ekki að gera þetta fyrir sjálfa mig og fyrir einhvern vöxt í mínu tónlistarlega ferli þá í rauninni staðna ég bara. Þannig að mig langar að læra meira og mig langar að gera fleiri tilraunir en mig langar líka bara að tilraunastarfsemin færist líka í einfaldleikann, poppið eða hvað það er sem kallar hverju sinni. Þannig að ég er farin að setja aðeins minni pressu á mig að gera allt rosalega vel og vil bara gera það sem mig langar að gera með algjörri einlægni í því verkefni hverju sinni. Svo kemur bara eitthvað nýtt. Þannig að ég fer óhrædd inn í framtíðina,“ segir GDRN að lokum. Diljá á toppnum Íslenski listinn á FM957 var stútfullur af íslenskum lögum í dag og af efstu tíu lögum vikunnar eru fimm íslensk. Eurovision söngkonan Diljá situr á toppi listans með lagið sitt Crazy og Emmsjé Gauti í öðru sæti með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Þá sitja Daniil og Friðrik Dór í fimmta sæti með lagið Aleinn, Aron Can og Birnir í sjötta sæti með Bakka ekki út og Patrik í tíunda sæti með lagið Allar stelpurnar af smáskífunni PBT. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 16:00 og 18:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Tengdar fréttir Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. 24. júní 2023 17:00 Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. 24. júní 2023 17:00
Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00
Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01
Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00