Pjattkrati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2023 11:00 Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna. Þessi búhnykkur formannsinns var reyndar nokkuð feimnismál því Jafnaðarmenn græða ekki líkt og harðsvíraðir hægri menn. Jafnaðarmenn hafa meira að segja sést mótmæla sínum eigin eignum á lágskattasvæðum bara til að sýna að þeir eru ekki af sama sauðahúsi og hægrigróðapungarnir. Reyndar er fullkomlega löglegt að eiga eignir á lágskattasvæðum en engu að síður eru menn feimnir. Sú var tíðin að Samfylkingin var hérumbil orðin úti í pólitískum brunagaddi en einn forystumaður á Norðausturlandi kom í veg fyrir það með því að bera eftirkomanda sinn á gullstól inná þing.Við þessa svaðilför varð Samfylkingin allvinstrisinnuð og töluvert til vinstri við VG sem sumir segja að eigi að heita Hreyfingin framboð því hún sé hvorki vinstri né græn. Jafnaðarmenn sáu fljótt að ekki mátti við svo búið standa því að stuðningsfólk Samfykingar eru að miklu leyti Pjattkratar. Margir búnir að hreiðra um sig hjá hinu opinbera ekki síst Reykjavíkurborg þar sem nokkur þúsund dyggðaskreyttir starfsmenn hafa bæst í hópinn á síðustu árum og fá enn útborgað þökk sé yfirdrætti í bönkum. Ekki er þessi hópur brennandi í andanum en er dyggðaskreytt fólk sem leggur sig fram um að vera gott fólk og frjálslynt svo af ber. Því var fundinn nýr formaður Samfylkingar. Alvöru Pjattkrati meira að segja vinnandi í banka þar sem menn fá kauprétti bónusa og ég veit ekki hvað. Farið var hljótt með þær staðreyndir enda kom í ljós að nýi formaðurinn hafði alltíeinu dottið í lukkupottinn og dvalið þar góða stund. Tíumilljónkall hluturinn sem hún hafði keypt á þrjár milljónir með peningum úr kökukrúsinni seldist alltíeinu á hundrað milljónir. Hvernig átti einn aðalhagfræðingur banka að átta sig á verðmæti þessa hlutar í bankanum sem hún vann hjá? Ekki eins og hún væri innherji eða hvað? Þetta varð nokkuð feimnismál svo stórt að fjölmiðlar sögðu helst ekki frá því. En þar með var ekki öll sagan sögð aðalhagfræðingurinn klúðraði nefnilega skattframtalinu líka og taldi fram fjármagnstekjur af lottóvinningnum í lukkupottinum. Skatturinn brást kurteislega við og sendi formanninum tilmæli um að borga helmingi meira í skatt en hún hafði hugsað sér. Nú hefur greinarhöfundur verið innheimtumaður ríkissjóðs í áraraðir en man helst eftir eftirá ákvörðunum skattyfirvalda og eða greiðsluáskorunum vegna rangt greiddra skatta en aldrei tilmælum. Gaman væri að fá að sjá tilmælin í ljósi þess að allt skal vera uppi á borðum og opið öllum þó feimnin hafi yfirtekið fólk í þessu tilfelli. Athyglisverðast er þó að sjá umfjöllun fjölmiðla um þessar vendingar eða skort á umfjöllunum. Þar ræður feimnin ríkjum annað en þegar jafnvel fjölskyldumeðlimir stjórnmálaforingja eiga í hlut. Þá er engu til sparað. RUV teppalagt með viðkomandi ,,frétt“. Fjögur fréttir sex fréttir sjónvarpsfréttir og Kastljós. Helga Vala kölluð út. Sama er að segja af netmiðlum nú. Þar eru birtar yfirlýsingar í tvídálki án túlkunar og búið. Svona getur feimnin leikið jafnvel harðsvíruðustu rannsóknarblaðamenn og konur. Pjattkratinn er þó búinn að gjalda Keisaranum það sem honum ber sem ber að fagna. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun