Enn sé hrópandi þögn um tvo þætti hvalveiðibannsins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 11:51 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Verkalýðsfélag Akraness hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hrópandi þögn vera um tvo þætti málsins. Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún. Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún.
Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00