Varað við skorti á sykursýkislyfi sem er vinsælt til megrunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 10:29 Ozempic er stungulyf sem á að hjálpa sykursýkissjúklingum að lækka blóðsykur. Það er einnig gefið fullorðnum og börnum með offitu til þyngdarstjórnunar. Vísir/EPA Lyfjastofnun varað við því að skortur á sykursýkislyfinu Ozempic sé fyrirsjáanlegur út þetta ár. Aukin eftirspurn eftir lyfinu valdi því að litlar birgðir séu til af því á Íslandi og víðar. Lyfið er vinsælt í megrunarskyni. Ozempic er samþykkt til notkunar hjá fullorðnu fólki sem hefur ekki nægilega stjórn á sykursýki 2 og er gefið sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Þá hefur tugum barna með offitu verið gefið Ozempic til þyngdarstjórnunar. Gert er ráð fyrir að skortur á Ozempic vari út þetta ár á Íslandi. Í tilkynninu á vefsíðu sinni segir Lyfjastofnun að þó að framleiðsla lyfsins hafi verið aukin sé ekki víst hvenær framboð á því anni fyllilega núverandi eftirspurn. Notendum Ozempic þurfa að setja sig í samband við lækni til að fá nýtt lyf ef þeir reka sig á að það sé ófáanlegt í apótekum. Önnur blóðsykurlækkandi lyf í sama flokki og öðrum sé hægt að nota en mat á hvaða lyf hentar í stað Ozempic sé einstaklingsbundið og í höndum lækna. Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Annað lyf með hærri styrk virka efnisins semaglútíðs er markaðssett gegn offitu. Tryggvi Helgason, sérfræðingur í barnalækningum og offitu barna, sagði Fréttablaðinu í mars að tilgangur Ozempic sé ekki að hjálpa fólki að léttast lítillega. „Ef það er verið að beita þeim á fólk sem er ekki með offitu heldur nokkur aukakíló sem það vill losna við, þá er það misbeiting á þessum lyfjum, ef þú spyrð mig,“ sagði hann við Fréttablaðið sáluga. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Ozempic er samþykkt til notkunar hjá fullorðnu fólki sem hefur ekki nægilega stjórn á sykursýki 2 og er gefið sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Þá hefur tugum barna með offitu verið gefið Ozempic til þyngdarstjórnunar. Gert er ráð fyrir að skortur á Ozempic vari út þetta ár á Íslandi. Í tilkynninu á vefsíðu sinni segir Lyfjastofnun að þó að framleiðsla lyfsins hafi verið aukin sé ekki víst hvenær framboð á því anni fyllilega núverandi eftirspurn. Notendum Ozempic þurfa að setja sig í samband við lækni til að fá nýtt lyf ef þeir reka sig á að það sé ófáanlegt í apótekum. Önnur blóðsykurlækkandi lyf í sama flokki og öðrum sé hægt að nota en mat á hvaða lyf hentar í stað Ozempic sé einstaklingsbundið og í höndum lækna. Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Annað lyf með hærri styrk virka efnisins semaglútíðs er markaðssett gegn offitu. Tryggvi Helgason, sérfræðingur í barnalækningum og offitu barna, sagði Fréttablaðinu í mars að tilgangur Ozempic sé ekki að hjálpa fólki að léttast lítillega. „Ef það er verið að beita þeim á fólk sem er ekki með offitu heldur nokkur aukakíló sem það vill losna við, þá er það misbeiting á þessum lyfjum, ef þú spyrð mig,“ sagði hann við Fréttablaðið sáluga.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00