Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 08:57 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stendur hér með hermönnunum fimm sem leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól. AP/Forsetaembætti Úkraínu Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum.
Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45