Atvinnumenn í kappáti kljást við íslenska hamborgara Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 19:51 Þau Katina og Randy eru stödd á Íslandi þessa stundina og ætla meðal annars að skófla svona hamborgaraturni í sig. Instagram/Aðsend Þau Randy Santel og Katina Dejarnett eru þessa stundina stödd á Íslandi en þau eru bæði atvinnumenn í kappáti. Í dag tóku þau mataráskorun á Gastrotruck í Mathöll Granda en á þriðjudaginn er stefnan sett á hamborgarastaðinn 2 Guys. „Ísland er að mig minnir fertugasta landið sem þau eru að heimsækja. Þau eru atvinnumenn í því að ferðast um heiminn og taka þessar mataráskoranir,“ segir Hjalti Vignisson, eigandi hamborgarastaðsins 2 Guys í samtali við fréttastofu. Hjalti ætlar að bjóða kappátsmeisturunum upp á hamborgaraturn og með því. „Ég hugsa að þetta verði sex borgarar sem verður bara staflað í turn. Svo verða ostafranskar og eitthvað meira meðlæti með þessu,“ segir hann. Hjalti Vignisson ætlar að taka á móti Katinu og Randy á þriðjudaginn.Aðsend „Þau eru að fara að taka einn af öllum borgurum á matseðli sem verður bara raðað upp í stóran turn. Þau hafa einhvern ákveðið langan tíma til að klára það ásamt meðlæti. Þetta er kannski eitt og hálft kíló af mat sem er helmingur af því sem maður hefur verið að sjá þau borða í myndböndum.“ Hjalti segir að þau muni fá stuttan tímaramma til að klára allan matinn, um tíu til fimmtán mínútur. Eftir þetta verði áskorunin svo í boði á staðnum fyrir þá sem vilja. Ef fólki tekst að klára allan matinn innan ákveðins tíma fái það máltíðina ókeypis. Máltíð fyrir sex manns kláruð á tuttugu mínútum Katina og Randy eru líklegast ekki hrædd við að skófla hamborgarturninum hans Hjalta í sig, enda eru þau atvinnumenn í faginu eins og fram hefur komið. Í dag fengu þau til að mynda hamborgara sem var 3,2 kíló að þyngd. „Í einu myndbandi sem ég horfði á voru þau með kíló af pönnukökum, 500 grömm af beikoni, tveir sjeikar og franskar með því. Maður horfir á þetta og hugsar að þetta sé máltíð fyrir sex manns og þetta er bara klárað á tuttugu mínútum,“ segir Hjalti. Svona lagað hefur þó ekki verið algengt á Íslandi og kom það þeim Katinu og Randy á óvart. „Þau voru hissa á því að þetta væri í raun og veru ekki til hérna,“ segir Hjalti. Þau hafi ekki lent í því áður að eiga erfitt með að finna mataráskoranir þar sem þau ferðast. Matur Veitingastaðir Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Ísland er að mig minnir fertugasta landið sem þau eru að heimsækja. Þau eru atvinnumenn í því að ferðast um heiminn og taka þessar mataráskoranir,“ segir Hjalti Vignisson, eigandi hamborgarastaðsins 2 Guys í samtali við fréttastofu. Hjalti ætlar að bjóða kappátsmeisturunum upp á hamborgaraturn og með því. „Ég hugsa að þetta verði sex borgarar sem verður bara staflað í turn. Svo verða ostafranskar og eitthvað meira meðlæti með þessu,“ segir hann. Hjalti Vignisson ætlar að taka á móti Katinu og Randy á þriðjudaginn.Aðsend „Þau eru að fara að taka einn af öllum borgurum á matseðli sem verður bara raðað upp í stóran turn. Þau hafa einhvern ákveðið langan tíma til að klára það ásamt meðlæti. Þetta er kannski eitt og hálft kíló af mat sem er helmingur af því sem maður hefur verið að sjá þau borða í myndböndum.“ Hjalti segir að þau muni fá stuttan tímaramma til að klára allan matinn, um tíu til fimmtán mínútur. Eftir þetta verði áskorunin svo í boði á staðnum fyrir þá sem vilja. Ef fólki tekst að klára allan matinn innan ákveðins tíma fái það máltíðina ókeypis. Máltíð fyrir sex manns kláruð á tuttugu mínútum Katina og Randy eru líklegast ekki hrædd við að skófla hamborgarturninum hans Hjalta í sig, enda eru þau atvinnumenn í faginu eins og fram hefur komið. Í dag fengu þau til að mynda hamborgara sem var 3,2 kíló að þyngd. „Í einu myndbandi sem ég horfði á voru þau með kíló af pönnukökum, 500 grömm af beikoni, tveir sjeikar og franskar með því. Maður horfir á þetta og hugsar að þetta sé máltíð fyrir sex manns og þetta er bara klárað á tuttugu mínútum,“ segir Hjalti. Svona lagað hefur þó ekki verið algengt á Íslandi og kom það þeim Katinu og Randy á óvart. „Þau voru hissa á því að þetta væri í raun og veru ekki til hérna,“ segir Hjalti. Þau hafi ekki lent í því áður að eiga erfitt með að finna mataráskoranir þar sem þau ferðast.
Matur Veitingastaðir Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira