Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 11:55 Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, stýrði aðgerðum í gær. Vísir/Sigurjón Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi. Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira