Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2023 00:14 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17