Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 11:16 Lady Gaga. EPA/CAROLINE BREHMAN Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35
Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36
Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14