„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 06:45 Birgir furðar sig á því að lögregla nýti myndefni í tilviki vörubílstjóra Samskipa en geti ekki gert slíkt hið sama í tilviki hjólreiðafólks. Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Vísir ræddi í gær við lögregluna á Vesturlandi vegna stórhættulegs framúraksturs bílstjóra Samskipa á hringveginum sem náðist á myndband. Lögregla sagði myndbönd vera lykilsönnunargagn í málinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á svörum lögreglu til Vísis vegna málsins. Hann spyr sig hvers vegna svo auðvelt það reynist lögreglunni að bregðast við slíku innsendu myndefni, á meðan samskonar myndefni frá hjólreiðafólki, sem nær daglega upplifi samskonar ofsaakstur, fáist ekki einu sinni skoðað af rannsakendum. Það er augljóst að lögregla tekur ofsaaksturinn á vesturlandi alvarlega? „Já og að sjálfsögðu á hún að gera það. Það er full ástæða til, þarna hefðu fimm eða tíu manns getað misst lífið. En þegar hjólreiðafólk með myndefni af brotum ökumanna ætlar að kæra sín mál og vilja fá þau rannsökuð þá eru menn oft hálf partinn talaðir af því að reyna að kæra þau.“ Héldu að öryggi sitt væri tryggt með nýjum lögum Hann bendir á að umferðarlög hafi verið endurskoðuð í heild sinni árið 2019 og framúrakstur bíla úr reiðhjólum með minna en eins og hálfs metra bili gerður ólöglegur og þeir ökumenn sem það geri því brotlegir við lög. „Við fögnuðum þessu ægilega og héldum að öryggi okkar væri tryggt. Síðan gerist það merkilega að lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu.“ Birgir segir lögreglu oft fella niður rannsókn á ofsaakstri þar sem hjólreiðafólk á í hlut og bera fyrir sig dómafordæmi þar sem myndefni frá almenningi hefur ekki dugað til að ná fram sekt eða sakfellingu. Hann hafi aldrei fengið skýringar á því um hvaða dómafordæmi séu að ræða. „En ég hef fengið lögfróðar manneskjur til að hafa uppi á þessum fordæmum fyrir mig og í þeim málum sem fundist hafa er þetta oftast um það að ekki sé hægt að sanna með myndefni að ökumenn hafi stundað hraðakstur eða glæfralegan akstur. Þá hefur ekki dugað að nota myndefni öryggismyndavéla því það er ekki hægt að sanna hraða bíls. En þegar hjólreiðafólk lendir í lífshættulegum framúrakstri snýst þetta ekki um hraða bíls, þannig að ég skil ekki hvernig það eru haldbær rök.“ Hjólreiðafólki þyki því skjóta skökku við að ekki þurfi annað en myndband frá vegfarenda í máli vörubílstjóra Samskipa. „Sem er auðvitað sjálfsagt mál, og fínt að fólk sé með árvekni gagnvart því - en þá er lögregla búin að setja rannsókn í gang sólarhring seinna?! Þetta er innsent myndband rétt eins og okkar og það er tæplega komin fram formleg kæra þegar lögregla fer af stað.“ Hafi tekið myndband af eigin brotum Birgir nefnir sem dæmi að í ágúst í fyrra hafi ökumaður bíls sett inn á Facebook hópinn „Íslensk bílamyndbönd“ eigin upptöku af því þegar hann tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á einni mínútu í Garðabæ „Hann tók sjálfur upp sín brot. Þrettán talsins sem hefðu átt að kosta 260 þúsund krónur í sekt. Birtir það á samfélagsmiðlum klukkutíma síðar. Ég fór til lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem þetta er í þeirra umdæmi og bókaði kærumóttökutíma en það tók þá innan við tvær vikur að fella málið niður án rökstuðnings.“ Hann bætir því við að hann hafi sjálfur lent í hremmingum úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Þar hafi ökumaður sveigt fyrir hann, snöggbremsað og gert allt sem í hans valdi stóð til þess að valda slysi. „Málið er tveggja ára gamalt og ökumaðurinn hefur ekki einu sinni verið kallaður í skýrslutöku. Meðhöndlun þessara mála er út í hött og það er ekkert samræmi í því á milli embætta hvernig menn meðhöndla þau. Það vekur furðu,“ segir Birgir. Birgir hefur sjálfur birt myndbönd af því þegar hann hefur lent í tæpum framúrakstri ökumanna bíla. Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Vísir ræddi í gær við lögregluna á Vesturlandi vegna stórhættulegs framúraksturs bílstjóra Samskipa á hringveginum sem náðist á myndband. Lögregla sagði myndbönd vera lykilsönnunargagn í málinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á svörum lögreglu til Vísis vegna málsins. Hann spyr sig hvers vegna svo auðvelt það reynist lögreglunni að bregðast við slíku innsendu myndefni, á meðan samskonar myndefni frá hjólreiðafólki, sem nær daglega upplifi samskonar ofsaakstur, fáist ekki einu sinni skoðað af rannsakendum. Það er augljóst að lögregla tekur ofsaaksturinn á vesturlandi alvarlega? „Já og að sjálfsögðu á hún að gera það. Það er full ástæða til, þarna hefðu fimm eða tíu manns getað misst lífið. En þegar hjólreiðafólk með myndefni af brotum ökumanna ætlar að kæra sín mál og vilja fá þau rannsökuð þá eru menn oft hálf partinn talaðir af því að reyna að kæra þau.“ Héldu að öryggi sitt væri tryggt með nýjum lögum Hann bendir á að umferðarlög hafi verið endurskoðuð í heild sinni árið 2019 og framúrakstur bíla úr reiðhjólum með minna en eins og hálfs metra bili gerður ólöglegur og þeir ökumenn sem það geri því brotlegir við lög. „Við fögnuðum þessu ægilega og héldum að öryggi okkar væri tryggt. Síðan gerist það merkilega að lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu.“ Birgir segir lögreglu oft fella niður rannsókn á ofsaakstri þar sem hjólreiðafólk á í hlut og bera fyrir sig dómafordæmi þar sem myndefni frá almenningi hefur ekki dugað til að ná fram sekt eða sakfellingu. Hann hafi aldrei fengið skýringar á því um hvaða dómafordæmi séu að ræða. „En ég hef fengið lögfróðar manneskjur til að hafa uppi á þessum fordæmum fyrir mig og í þeim málum sem fundist hafa er þetta oftast um það að ekki sé hægt að sanna með myndefni að ökumenn hafi stundað hraðakstur eða glæfralegan akstur. Þá hefur ekki dugað að nota myndefni öryggismyndavéla því það er ekki hægt að sanna hraða bíls. En þegar hjólreiðafólk lendir í lífshættulegum framúrakstri snýst þetta ekki um hraða bíls, þannig að ég skil ekki hvernig það eru haldbær rök.“ Hjólreiðafólki þyki því skjóta skökku við að ekki þurfi annað en myndband frá vegfarenda í máli vörubílstjóra Samskipa. „Sem er auðvitað sjálfsagt mál, og fínt að fólk sé með árvekni gagnvart því - en þá er lögregla búin að setja rannsókn í gang sólarhring seinna?! Þetta er innsent myndband rétt eins og okkar og það er tæplega komin fram formleg kæra þegar lögregla fer af stað.“ Hafi tekið myndband af eigin brotum Birgir nefnir sem dæmi að í ágúst í fyrra hafi ökumaður bíls sett inn á Facebook hópinn „Íslensk bílamyndbönd“ eigin upptöku af því þegar hann tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á einni mínútu í Garðabæ „Hann tók sjálfur upp sín brot. Þrettán talsins sem hefðu átt að kosta 260 þúsund krónur í sekt. Birtir það á samfélagsmiðlum klukkutíma síðar. Ég fór til lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem þetta er í þeirra umdæmi og bókaði kærumóttökutíma en það tók þá innan við tvær vikur að fella málið niður án rökstuðnings.“ Hann bætir því við að hann hafi sjálfur lent í hremmingum úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Þar hafi ökumaður sveigt fyrir hann, snöggbremsað og gert allt sem í hans valdi stóð til þess að valda slysi. „Málið er tveggja ára gamalt og ökumaðurinn hefur ekki einu sinni verið kallaður í skýrslutöku. Meðhöndlun þessara mála er út í hött og það er ekkert samræmi í því á milli embætta hvernig menn meðhöndla þau. Það vekur furðu,“ segir Birgir. Birgir hefur sjálfur birt myndbönd af því þegar hann hefur lent í tæpum framúrakstri ökumanna bíla.
Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira