Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:10 Sigrún Árnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan 2019. aðsend Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“ Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“
Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36