Paul T. Goldman: Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál Heiðar Sumarliðason skrifar 26. júlí 2023 08:19 Paul T. Goldman heitir í raun Paul Finkelman. Stöð 2 sýnir nú Peacock-framleiddu þáttaröðina Paul T. Goldman. Það er erfitt að henda reiður á hverslags þáttaröð þetta er, enda hef ég aldrei séð neitt henni líkt. Eru þetta heimildaþættir? Eru þetta leiknir þættir? Það var einmitt spurningin sem Emmy-verðlaunanefndin spurði þegar Peacock sendi þættina inn sem framlag í flokkinn besta heimildaþáttaröð. Eftir yfirlegu var innsendingunni hafnað og Paul T. Goldman sett í flokkinn besta leikna stuttþáttaröð (limited series). Ég skil vel að þessi furðulega sending páfuglsstreymisveitunnar hafi sett Emmy-fólk í klemmu. Hún er einstök. Viðlíka þáttaröð hefur aldrei áður verið framleidd og sé ég ekki fram á að önnur slík verði framleidd í framtíðinni. Það eru ekki menn með svona sögu á hverju strái. Hvað gerir hana þá svona einstaka? Best er að byrja á tilurð hennar. Svikinn af eiginkonunni Rótlaus sölumaður maður að nafni Paul Finkelman giftist Audrey Munson eftir aðeins þriggja mánaða kynni. Audrey setur hjónabandinu hins vegar ákveðnar skorður, hún getur aðeins verið hjá honum hálfa vikuna, þar sem hinn hlutann þarf hún að sinna veikri móður sinni, sem býr í nokkurri fjarlægð. Paul gengur að skilmálunum og til að byrja með ganga hlutirnir ágætlega. Tvær grímur fara hins vegar að renna á Paul þegar Audrey tekur upp á því að biðja hann um peninga, meiri og meiri peninga. Er hún að féfletta hann? Hverslag skrímsli féflettir þennan mann? Paul fer á stúfana og hefur rannsókn á eiginkonunni með aðstoð einkaspæjara. Hann kemst að allskyns hlutum um hana og margt sem hún tjáði honum um hagi sína reynist ósatt. Það sem meira er, þá benda símareikningar og tölvupóstar hennar til þess að hún hafi verið að halda framhjá honum og það versta af öllu: Hún rekur ásamt viðhaldi sínu stóran vændishring og virðist í þokkabót stunda mansal! Vildi koma bókinni á hvíta tjaldið Í kjölfar skilnaðar skrifaði Paul bókina Duplicity um hjónabandið sem fór vaskinn. Hann gaf hana út sjálfur undir nafninu Paul T. Goldman og er hægt að kaupa hana í gegnum Amazon.com. Það nægði þó Paul ekki og hóf hann að skrifa kvikmyndahandrit upp úr henni. Til að koma afrakstrinum á hvíta tjaldið sendi hann skilaboð til allra kvikmyndaleikstjóra sem hann fann á Twitter og þá meina ég ALLRA. Paul og Jason á tökustað. Sá eini sem bar kennsl á að hér væri áhugaverður efniviður var ungur maður á uppleið, sjónvarpsleikstjórinn Jason Woliner. Eftir að hafa hitt Paul ákvað hann að byrja að festa fundi þeirra á filmu. Ekkert gekk þó að koma kvikmyndinni á hvíta tjaldið, en þegar Woliner hóf að skapa sér nafn í Hollywood, eftir að hafa leikstýrt Borat Subsequent Moviefilm, fór boltinn að rúlla. Ákveðið var að gera sjónvarpsþáttaröð upp úr handritinu og öllu því efni sem Woliner hafði þá þegar fest á filmu. Úr varð samblanda af heimildamynd, þar sem saga Paul er rakin, svo eru valdar senur úr kvikmyndahandritinu festar á filmu. Þar leikur Paul sjálfan sig á móti hinum ýmsu leikurum sem túlka fólk sem á vegi hans varð. Fórnarlamb eigin velgengni Paul T. Goldman þáttaröðin hefst með hvelli og er fyrsti þáttur af sex feyki góður og skapar ákveðnar væntingar um framhaldið. Því miður ná næstu fjórir þættir ekki sömu hæðum. Þetta er sökum þess að efniviðurinn inniheldur ekki nægar vendingar og sögufléttur til að viðhalda drifkrafi upphafsþáttarins. Það er í raun ekki fyrr en í lokaþættinum sem nægilega grípandi vendingar koma upp á yfirborðið. Það sem hélt mér þó við efnið var Paul sjálfur, hann er í raun það óvenjulegur karakter að ég gat ekki hætt að horfa. Hann er það sem flest fólk myndi kalla lúða og afskrifa. Ég held það segi þó meira um samfélagið heldur en hann sjálfan. Það er illa komið fram við kauða, sem vill bara að allir séu glaðir. Hann er í raun stöðugt niðurlægður, m.a. af réttarkerfinu sem kallar hann trúgjarnan einfeldning í dómsorði. Einnig er hann kallaður kjáni, óheillandi, ómyndarlegur, ófyndinn og án persónutöfra af konu einni í úrtakshópi sem fenginn er til að horfa á þættina - og það í hans eyru (hann er hinum megin við gler og er að fylgjast með viðbrögðum áhorfenda). Það er áhugavert hversu mikið fólk í úrtakshópnum vildi fjarlægja sig frá því sem Paul stendur fyrir. Fyrir þeim eru þau heilbrigð en Paul á einhvern hátt óheilbrigður. Hvers vegna er þetta? Paul skortir bara hæfnina til að ritskoða sig til að tryggja að fólki þyki hann „kúl,“ það er líkt og þetta fólk hræðist ekkert jafn mikið og að þykja ekki töff. Ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra tár Utangarðsmenn sungu eitt sinn: Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál. Ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá? Undir hælinn verður troðinn, líkt og laufblöðin smá. Við hræðumst hjarta hans og augun blá. Sennilega eru viðbrögð þeirra í úrtakshópnum við Paul að einhverju leyti byggð á óttanum við að vera sett í sama hóp og hann, þau vilja ekki vera undir hælinn troðinn líkt og Paul. Þau vilja ekki verða utangarðsfólk. Þetta er sama sjálfsbjargarviðleitni og t.d. þegar barn er lagt í einelti og vinir þess fjarlægjast það af því þeir vilja sjálfir ekki lenda í hakkavélinni. Mér hryllir enn við þessu atriði þar sem úrtakshópurinn tjáir sig. Þau reyna að aðgreina sig frá því sem samfélagið er búið að ákveða að Paul standi fyrir, gera lítið úr honum og taka með því þátt í eineltinu og kúguninni. Afstaða þeirra er: Paul getur bara sjálfum sér um kennt að fólk notfæri sér hann og er því minna virði sem manneskja. Barney Stinson úr How I Met Your Mother lét sérhanna þessa veggmynd fyrir sig. Paul býr hins vegar yfir ótrúlega mörgum aðdáunarverðum og eftirsóttum mannkostum. Hann er ávallt í góðu skapi og kemur fram við fólk af jákvæðni og virðingu. Hann er samt sem áður jaðarsettur, utangarðsmaður sem getur vart fundið sér konu nema að panta hana á netinu frá Rússlandi - hann var áður giftur rússneskri „mail order bride“ og á með henni soninn Johnny. Hann er hins vegar ekkert annað en yndislegur náungi. Það er nefnilega merkilegt hve oft samfélag okkar hampar eitraðri hegðun frekar en uppbyggilegri. Það sést best á því að Audrey elskar ekki Paul, heldur er hún haldin þráhyggju gagnvart drullusokknum Royce Rocco sem vill ekki giftast henni. Er ég fíflið? Mér finnst grínistinn Pete Holmes kjarna þetta nokkuð vel um daginn. Ég rakst á Instagram-myndband þar sem hann segir fólk gera lítið úr honum af því hann er trúgjarn. Hann endaði á því að setja það forviða í þetta samhengi: You lie to me. I believe you, and I'm the asshole? Ég fann myndbandið því miður ekki en fann þó annað svipað myndband þar sem hann talar um að vera „an easy laugh.“ Hann kjarnar þarna þann yfirborðskennda karlmennsku kúltúr sem víðsvegar er í hávegum hafður, að það sé á einhvern hátt eftirsóknarverðara að vera svalur, kaldur, fjarlægur og gefa ekkert af sér. Það er víst ekki svalt að hlæja of mikið. Paul er opinn, mjúkur, hlýr; og líkt og Pete Holmes spurði: Er hann því fíflið? Gæti verið að eitthvað sé að samfélagi sem hampar mönnum á borð Royce Rocco og fretar á menn eins og Paul og Pete. Böggull fylgir skammrifi Það er ekki þar með sagt að Paul særi ekki annað fólk, því hann gerir það. Það er þó ávallt viðbragð við því að góðmennska hans er undir hælinn troðin og er það einmitt vegna þess sem hegðun Pauls verður á endanum eitruð. Hann fær ekkert út úr því að vera almennilegur náungi annað en svik eiginkonu sinnar, og viðskiptafélagi hans rænir hann aleigunni. Sálfræðingurinn Robert A. Glover hefur skrifað töluvert um hugtakið „nice guy syndrome“ sem Paul er einmitt haldinn. Öllu má ofgera. Hér er að finna dæmi um skrif hans og passar Paul inn í ansi mörg dæmi sem hann tekur. Eftirfarandi tvær klausur fannst mér passa best við Paul: „Nice Guys are secretive. Because they are so driven to seek approval, Nice Guys will hide anything that they believe might upset anyone. The Nice Guy motto is, “If at first you don’t succeed, hide the evidence.““ Og svo: „Nice Guys are manipulative. Nice Guys tend to have a hard time making their needs a priority and have difficulty asking for what they want in clear and direct ways. This creates a sense of powerlessness. Therefore, they frequently resort to manipulation when trying to get their needs met.“ Það er ekki hægt að segja annað en að Paul sé „manipulative“ og reyni að spila með fólk. Ég er þó með þá tilgátu að mjög margt af því sem Robert A. Glover skrifar um megi heimfæra á taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og einhverfu. Paul er svo sannarlega á því rófi. Undirritaður er ekki sálfræðimenntaðar en telur Paul þó 100% vera með Aspergers og sennilega ofvirkni í bland. Slíkt gerir lífið eilítið flóknara fyrir fólk eins og hetjuna okkar. Hann passar ekki inn í þann þversagnakennda heim sem við búum í, alinn upp við að góðmennska sé dyggð, kemur svo út í heiminn og er sagt að bros hans og hýrleiki geri hann að undirmálsmanni. Paul ætti að vera hampað en þess í stað er hann kallaður óheillandi kjáni, sem færir mig aftur að orðum Pete Holmes um þá sem taka niður fólk eins og Paul: Let some sunlight onto your god damn soul. Ég væri a.m.k. ánægðari með heiminn ef hann innhéldi fleira fólk eins og Paul og Pete Holmes, þá helst á kostnað Royce Rocco-a þessa heims. Og fyrst við erum að tala um Pete Holmes mæli ég með þáttum hans Crashing, sem HBO framleiddi á árunum 2017-2019. Þeir flugu því miður ekki nægilega hátt og áttu skilið fleiri en þær tvær þáttaraðir sem voru framleiddar. Kannski var Pete ekki nægilega mikill Royce Rocco til að fá þriðju þáttaröðina framleidda. Niðurstaða: Paul T. Goldman er líkt og viðfangsefnið gölluð en þó ekki án góðra kosta. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það var einmitt spurningin sem Emmy-verðlaunanefndin spurði þegar Peacock sendi þættina inn sem framlag í flokkinn besta heimildaþáttaröð. Eftir yfirlegu var innsendingunni hafnað og Paul T. Goldman sett í flokkinn besta leikna stuttþáttaröð (limited series). Ég skil vel að þessi furðulega sending páfuglsstreymisveitunnar hafi sett Emmy-fólk í klemmu. Hún er einstök. Viðlíka þáttaröð hefur aldrei áður verið framleidd og sé ég ekki fram á að önnur slík verði framleidd í framtíðinni. Það eru ekki menn með svona sögu á hverju strái. Hvað gerir hana þá svona einstaka? Best er að byrja á tilurð hennar. Svikinn af eiginkonunni Rótlaus sölumaður maður að nafni Paul Finkelman giftist Audrey Munson eftir aðeins þriggja mánaða kynni. Audrey setur hjónabandinu hins vegar ákveðnar skorður, hún getur aðeins verið hjá honum hálfa vikuna, þar sem hinn hlutann þarf hún að sinna veikri móður sinni, sem býr í nokkurri fjarlægð. Paul gengur að skilmálunum og til að byrja með ganga hlutirnir ágætlega. Tvær grímur fara hins vegar að renna á Paul þegar Audrey tekur upp á því að biðja hann um peninga, meiri og meiri peninga. Er hún að féfletta hann? Hverslag skrímsli féflettir þennan mann? Paul fer á stúfana og hefur rannsókn á eiginkonunni með aðstoð einkaspæjara. Hann kemst að allskyns hlutum um hana og margt sem hún tjáði honum um hagi sína reynist ósatt. Það sem meira er, þá benda símareikningar og tölvupóstar hennar til þess að hún hafi verið að halda framhjá honum og það versta af öllu: Hún rekur ásamt viðhaldi sínu stóran vændishring og virðist í þokkabót stunda mansal! Vildi koma bókinni á hvíta tjaldið Í kjölfar skilnaðar skrifaði Paul bókina Duplicity um hjónabandið sem fór vaskinn. Hann gaf hana út sjálfur undir nafninu Paul T. Goldman og er hægt að kaupa hana í gegnum Amazon.com. Það nægði þó Paul ekki og hóf hann að skrifa kvikmyndahandrit upp úr henni. Til að koma afrakstrinum á hvíta tjaldið sendi hann skilaboð til allra kvikmyndaleikstjóra sem hann fann á Twitter og þá meina ég ALLRA. Paul og Jason á tökustað. Sá eini sem bar kennsl á að hér væri áhugaverður efniviður var ungur maður á uppleið, sjónvarpsleikstjórinn Jason Woliner. Eftir að hafa hitt Paul ákvað hann að byrja að festa fundi þeirra á filmu. Ekkert gekk þó að koma kvikmyndinni á hvíta tjaldið, en þegar Woliner hóf að skapa sér nafn í Hollywood, eftir að hafa leikstýrt Borat Subsequent Moviefilm, fór boltinn að rúlla. Ákveðið var að gera sjónvarpsþáttaröð upp úr handritinu og öllu því efni sem Woliner hafði þá þegar fest á filmu. Úr varð samblanda af heimildamynd, þar sem saga Paul er rakin, svo eru valdar senur úr kvikmyndahandritinu festar á filmu. Þar leikur Paul sjálfan sig á móti hinum ýmsu leikurum sem túlka fólk sem á vegi hans varð. Fórnarlamb eigin velgengni Paul T. Goldman þáttaröðin hefst með hvelli og er fyrsti þáttur af sex feyki góður og skapar ákveðnar væntingar um framhaldið. Því miður ná næstu fjórir þættir ekki sömu hæðum. Þetta er sökum þess að efniviðurinn inniheldur ekki nægar vendingar og sögufléttur til að viðhalda drifkrafi upphafsþáttarins. Það er í raun ekki fyrr en í lokaþættinum sem nægilega grípandi vendingar koma upp á yfirborðið. Það sem hélt mér þó við efnið var Paul sjálfur, hann er í raun það óvenjulegur karakter að ég gat ekki hætt að horfa. Hann er það sem flest fólk myndi kalla lúða og afskrifa. Ég held það segi þó meira um samfélagið heldur en hann sjálfan. Það er illa komið fram við kauða, sem vill bara að allir séu glaðir. Hann er í raun stöðugt niðurlægður, m.a. af réttarkerfinu sem kallar hann trúgjarnan einfeldning í dómsorði. Einnig er hann kallaður kjáni, óheillandi, ómyndarlegur, ófyndinn og án persónutöfra af konu einni í úrtakshópi sem fenginn er til að horfa á þættina - og það í hans eyru (hann er hinum megin við gler og er að fylgjast með viðbrögðum áhorfenda). Það er áhugavert hversu mikið fólk í úrtakshópnum vildi fjarlægja sig frá því sem Paul stendur fyrir. Fyrir þeim eru þau heilbrigð en Paul á einhvern hátt óheilbrigður. Hvers vegna er þetta? Paul skortir bara hæfnina til að ritskoða sig til að tryggja að fólki þyki hann „kúl,“ það er líkt og þetta fólk hræðist ekkert jafn mikið og að þykja ekki töff. Ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra tár Utangarðsmenn sungu eitt sinn: Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál. Ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá? Undir hælinn verður troðinn, líkt og laufblöðin smá. Við hræðumst hjarta hans og augun blá. Sennilega eru viðbrögð þeirra í úrtakshópnum við Paul að einhverju leyti byggð á óttanum við að vera sett í sama hóp og hann, þau vilja ekki vera undir hælinn troðinn líkt og Paul. Þau vilja ekki verða utangarðsfólk. Þetta er sama sjálfsbjargarviðleitni og t.d. þegar barn er lagt í einelti og vinir þess fjarlægjast það af því þeir vilja sjálfir ekki lenda í hakkavélinni. Mér hryllir enn við þessu atriði þar sem úrtakshópurinn tjáir sig. Þau reyna að aðgreina sig frá því sem samfélagið er búið að ákveða að Paul standi fyrir, gera lítið úr honum og taka með því þátt í eineltinu og kúguninni. Afstaða þeirra er: Paul getur bara sjálfum sér um kennt að fólk notfæri sér hann og er því minna virði sem manneskja. Barney Stinson úr How I Met Your Mother lét sérhanna þessa veggmynd fyrir sig. Paul býr hins vegar yfir ótrúlega mörgum aðdáunarverðum og eftirsóttum mannkostum. Hann er ávallt í góðu skapi og kemur fram við fólk af jákvæðni og virðingu. Hann er samt sem áður jaðarsettur, utangarðsmaður sem getur vart fundið sér konu nema að panta hana á netinu frá Rússlandi - hann var áður giftur rússneskri „mail order bride“ og á með henni soninn Johnny. Hann er hins vegar ekkert annað en yndislegur náungi. Það er nefnilega merkilegt hve oft samfélag okkar hampar eitraðri hegðun frekar en uppbyggilegri. Það sést best á því að Audrey elskar ekki Paul, heldur er hún haldin þráhyggju gagnvart drullusokknum Royce Rocco sem vill ekki giftast henni. Er ég fíflið? Mér finnst grínistinn Pete Holmes kjarna þetta nokkuð vel um daginn. Ég rakst á Instagram-myndband þar sem hann segir fólk gera lítið úr honum af því hann er trúgjarn. Hann endaði á því að setja það forviða í þetta samhengi: You lie to me. I believe you, and I'm the asshole? Ég fann myndbandið því miður ekki en fann þó annað svipað myndband þar sem hann talar um að vera „an easy laugh.“ Hann kjarnar þarna þann yfirborðskennda karlmennsku kúltúr sem víðsvegar er í hávegum hafður, að það sé á einhvern hátt eftirsóknarverðara að vera svalur, kaldur, fjarlægur og gefa ekkert af sér. Það er víst ekki svalt að hlæja of mikið. Paul er opinn, mjúkur, hlýr; og líkt og Pete Holmes spurði: Er hann því fíflið? Gæti verið að eitthvað sé að samfélagi sem hampar mönnum á borð Royce Rocco og fretar á menn eins og Paul og Pete. Böggull fylgir skammrifi Það er ekki þar með sagt að Paul særi ekki annað fólk, því hann gerir það. Það er þó ávallt viðbragð við því að góðmennska hans er undir hælinn troðin og er það einmitt vegna þess sem hegðun Pauls verður á endanum eitruð. Hann fær ekkert út úr því að vera almennilegur náungi annað en svik eiginkonu sinnar, og viðskiptafélagi hans rænir hann aleigunni. Sálfræðingurinn Robert A. Glover hefur skrifað töluvert um hugtakið „nice guy syndrome“ sem Paul er einmitt haldinn. Öllu má ofgera. Hér er að finna dæmi um skrif hans og passar Paul inn í ansi mörg dæmi sem hann tekur. Eftirfarandi tvær klausur fannst mér passa best við Paul: „Nice Guys are secretive. Because they are so driven to seek approval, Nice Guys will hide anything that they believe might upset anyone. The Nice Guy motto is, “If at first you don’t succeed, hide the evidence.““ Og svo: „Nice Guys are manipulative. Nice Guys tend to have a hard time making their needs a priority and have difficulty asking for what they want in clear and direct ways. This creates a sense of powerlessness. Therefore, they frequently resort to manipulation when trying to get their needs met.“ Það er ekki hægt að segja annað en að Paul sé „manipulative“ og reyni að spila með fólk. Ég er þó með þá tilgátu að mjög margt af því sem Robert A. Glover skrifar um megi heimfæra á taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og einhverfu. Paul er svo sannarlega á því rófi. Undirritaður er ekki sálfræðimenntaðar en telur Paul þó 100% vera með Aspergers og sennilega ofvirkni í bland. Slíkt gerir lífið eilítið flóknara fyrir fólk eins og hetjuna okkar. Hann passar ekki inn í þann þversagnakennda heim sem við búum í, alinn upp við að góðmennska sé dyggð, kemur svo út í heiminn og er sagt að bros hans og hýrleiki geri hann að undirmálsmanni. Paul ætti að vera hampað en þess í stað er hann kallaður óheillandi kjáni, sem færir mig aftur að orðum Pete Holmes um þá sem taka niður fólk eins og Paul: Let some sunlight onto your god damn soul. Ég væri a.m.k. ánægðari með heiminn ef hann innhéldi fleira fólk eins og Paul og Pete Holmes, þá helst á kostnað Royce Rocco-a þessa heims. Og fyrst við erum að tala um Pete Holmes mæli ég með þáttum hans Crashing, sem HBO framleiddi á árunum 2017-2019. Þeir flugu því miður ekki nægilega hátt og áttu skilið fleiri en þær tvær þáttaraðir sem voru framleiddar. Kannski var Pete ekki nægilega mikill Royce Rocco til að fá þriðju þáttaröðina framleidda. Niðurstaða: Paul T. Goldman er líkt og viðfangsefnið gölluð en þó ekki án góðra kosta.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira