Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 08:11 Ein bygginging sem sögð er hafa skemmst vegna dróna í Moskvu í morgun. Rússar lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás, eins og þeir segja oft um meintar árásir Úkraínumanna. AP Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00
Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10
Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54