„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júlí 2023 11:31 Fatahönnunarneminn og fótboltamaðurinn Birnir Ingason er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Birni þykir skemmtilegt að sjá hversu margir hafa sterka skoðun á tískunni.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er margt mjög skemmtilegt við tísku en það sem ég hef einstaklega gaman af er að allir hafa einhvern veginn skoðun á því hverju maður er klæddur. Bóndi frá Súðavík getur gelt jafn mikið yfir því í hverju maður er eins og kannski einhver tvítugur strákur sem er djúpur í tísku. Birnir segir stílinn sinn hafa breyst í gegnum tíðina og sækir í dag meira í einfaldleikann. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín allra tíma er líklega Our legacy jakki sem ég keypti fyrir nokkrum árum síðan. Ég nota hann ekki mikið í dag en ég hef alltaf elskað hann. Þetta er svona ein af fyrstu flíkunum sem ég keypti sem kostaði sitt. Uppáhalds flíkin mín í dag er svo líklega blazer sem ég fann á tvö þúsund kall á nytjamarkaði, þetta hefur aðeins breyst síðan þá. Birnir í jakkanum sem hann talar um ásamt Ísaki Óla vini sínum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég myndi ekki segja það, stundum kemur það fyrir að maður taki smá tíma að velja sér föt en yfirleitt fer það bara eftir því hvernig skapi ég vakna í. Oftast er einhver ákveðin ein flík sem mig langar að vera í og vinn mig síðan út frá því. Birnir er almennt ekki að flækja hlutina fyrir sér þegar hann setur saman föt dagsins og er að sama skapi óhræddur við að fara eigin leiðir. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem frekar afslöppuðum. Mér finnst gaman að setja andstæður saman en fyrst og fremst verð ég að vera þægilegur í þessu. Ef ég er ekki í outfitti sem ég fíla ekki þá er ég ekki ég sjálfur. Það skiptir Birni höfuðmáli að líða þægilega í fötunum sem hann klæðist.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn hjá mér hefur aðeins breyst. Það voru meiri læti í gamla daga myndi ég segja, aðeins meira í gangi, en núna er ég aðeins þægilegri og meira clean. Birnir lærir fatahönnun í LHÍ og má því segja að tískan sé stór hluti af lífi hans.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur út um allt en myndi þó aðallega segja á netinu, mikið á Instagram og Youtube. Einnig á götunum bara þegar maður er á röltinu. Birnir fær gjarnan tískuinnblástur frá Instagram og Youtube. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ég er hættur að setja einhver bönn. Maður fær það einhvern veginn alltaf í bakið. Eins og ég myndi ekki fara í skinny jeans núna en svo verður maður sennilega mættur í þær eftir einhvern tíma. Þannig að ég set enginn bönn. Birnir segir að það komi oft í bakið á manni að ætla að setja sér bönn í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það eru margar flíkur sem maður hefur mætt í til dæmis á æfingu og allur klefinn byrjar að gelta á mann yfir því í hverju andskotanum maður er. En ég hef bara gaman að því þegar fólk skýtur á mann fyrir það í hverju maður er. Þá er það staðfesting að fólk taki eftir outfittinu. Ég hef aldrei nennt að fitta inn. Það er þessi skoðun sem ég talaði áðan um að allir hefðu. En nei, það er held ég ekki nein flík sem kemur í hausinn á mér núna sem er svakalega eftirminnileg. Birnir hefur gaman að því að fólk myndi sér skoðanir á klæðaburði hans.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Bara gerðu það sem þú vilt. Ef þú ert kominn í eitthvað og ert að hugsa um hvort þetta sé of mikið og þorir ekki í því út, farðu þá í því út. DO YO TING! Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fann ekki draumakjólinn svo hún saumaði hann sjálf Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 22. júlí 2023 11:31 Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 „Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júlí 2023 11:30 „Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. apríl 2023 11:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Birni þykir skemmtilegt að sjá hversu margir hafa sterka skoðun á tískunni.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er margt mjög skemmtilegt við tísku en það sem ég hef einstaklega gaman af er að allir hafa einhvern veginn skoðun á því hverju maður er klæddur. Bóndi frá Súðavík getur gelt jafn mikið yfir því í hverju maður er eins og kannski einhver tvítugur strákur sem er djúpur í tísku. Birnir segir stílinn sinn hafa breyst í gegnum tíðina og sækir í dag meira í einfaldleikann. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín allra tíma er líklega Our legacy jakki sem ég keypti fyrir nokkrum árum síðan. Ég nota hann ekki mikið í dag en ég hef alltaf elskað hann. Þetta er svona ein af fyrstu flíkunum sem ég keypti sem kostaði sitt. Uppáhalds flíkin mín í dag er svo líklega blazer sem ég fann á tvö þúsund kall á nytjamarkaði, þetta hefur aðeins breyst síðan þá. Birnir í jakkanum sem hann talar um ásamt Ísaki Óla vini sínum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég myndi ekki segja það, stundum kemur það fyrir að maður taki smá tíma að velja sér föt en yfirleitt fer það bara eftir því hvernig skapi ég vakna í. Oftast er einhver ákveðin ein flík sem mig langar að vera í og vinn mig síðan út frá því. Birnir er almennt ekki að flækja hlutina fyrir sér þegar hann setur saman föt dagsins og er að sama skapi óhræddur við að fara eigin leiðir. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem frekar afslöppuðum. Mér finnst gaman að setja andstæður saman en fyrst og fremst verð ég að vera þægilegur í þessu. Ef ég er ekki í outfitti sem ég fíla ekki þá er ég ekki ég sjálfur. Það skiptir Birni höfuðmáli að líða þægilega í fötunum sem hann klæðist.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn hjá mér hefur aðeins breyst. Það voru meiri læti í gamla daga myndi ég segja, aðeins meira í gangi, en núna er ég aðeins þægilegri og meira clean. Birnir lærir fatahönnun í LHÍ og má því segja að tískan sé stór hluti af lífi hans.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur út um allt en myndi þó aðallega segja á netinu, mikið á Instagram og Youtube. Einnig á götunum bara þegar maður er á röltinu. Birnir fær gjarnan tískuinnblástur frá Instagram og Youtube. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ég er hættur að setja einhver bönn. Maður fær það einhvern veginn alltaf í bakið. Eins og ég myndi ekki fara í skinny jeans núna en svo verður maður sennilega mættur í þær eftir einhvern tíma. Þannig að ég set enginn bönn. Birnir segir að það komi oft í bakið á manni að ætla að setja sér bönn í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það eru margar flíkur sem maður hefur mætt í til dæmis á æfingu og allur klefinn byrjar að gelta á mann yfir því í hverju andskotanum maður er. En ég hef bara gaman að því þegar fólk skýtur á mann fyrir það í hverju maður er. Þá er það staðfesting að fólk taki eftir outfittinu. Ég hef aldrei nennt að fitta inn. Það er þessi skoðun sem ég talaði áðan um að allir hefðu. En nei, það er held ég ekki nein flík sem kemur í hausinn á mér núna sem er svakalega eftirminnileg. Birnir hefur gaman að því að fólk myndi sér skoðanir á klæðaburði hans.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Bara gerðu það sem þú vilt. Ef þú ert kominn í eitthvað og ert að hugsa um hvort þetta sé of mikið og þorir ekki í því út, farðu þá í því út. DO YO TING!
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fann ekki draumakjólinn svo hún saumaði hann sjálf Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 22. júlí 2023 11:31 Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 „Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júlí 2023 11:30 „Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. apríl 2023 11:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fann ekki draumakjólinn svo hún saumaði hann sjálf Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 22. júlí 2023 11:31
Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30
„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31
„Karlmenn voru með særandi athugasemdir og reyndu við mig á niðrandi hátt“ Dansarinn Bjartey Elín elskar að leika sér með ólíkar týpur þegar það kemur að klæðaburði og rugla aðeins í norminu. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og rannsaka hvernig framkoma annarra getur breyst eftir því hverju hún klæðist. Bjartey Elín er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júlí 2023 11:30
„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31
Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. apríl 2023 11:30