Nýttu símenntun til að styrkja stöðu þína Símennt HA 1. ágúst 2023 08:51 Stefna Símenntunar Háskólans á Akureyri er að vera leiðandi í sveigjanlegri símenntun með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og náms í fjarnámi, staðarnámi og blönduðu námi. Símenntun Háskólans á Akureyri hefur verið starfrækt eining innan skólans í fjölda mörg ár en er í dag með sérfræðikunnáttu í fjarnámslausnum. „Við byggjum á traustum grunni í gegnum áralanga reynslu en leitum einnig sífellt nýrra leiða til þess að mæta þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Freydís Heba Konráðsdóttir, verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun HA. Stefna Símenntunar HA er að vera leiðandi í sveigjanlegri símenntun með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og náms í fjarnámi, staðarnámi og blönduðu námi. „Þannig komum við til móts við þarfir samfélagsins með námi sem hentar öllum óháð búsetu. Með því viljum við efla færni einstaklinga á vinnumarkaði og stuðla að stöðugri uppfærslu þekkingar til framtíðar.“ Freydís segir Símenntun HA hafa sett sér þau markmið að verða fyrsti kostur kennara og námskeiðishaldara þegar kemur að því að miðla fræðslu, sem og fyrsta val nemenda. Freydís Heba Konráðsdótti er verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun HA. „Við vinnum af algerum heilindum og leggjum okkur alltaf fram við að mæta þörfum okkar hagsmunaaðila, hvort sem það eru nemendur, kennarar eða fyrirtæki. Þar að auki erum við framsækin og verðum áfram leiðandi í sveigjanlegu námi og er því mikil áhersla lögð á fjarnám og fjarnámskeið hjá Símenntun. Við getum með sanni sagt að við séum með sérfræðikunnáttu í fjarnámi sem við erum stolt af.“ Hafa myndað mikilvægt tengslanet í Evrópu Símenntun HA hefur stóraukið þekkingu sína á fjarnámslausnum og myndað mikilvægt tengslanet á meginlandi Evrópu. „Það er einnig mikilvægt fyrir Símenntun að gera sig gildandi og miðla af reynslu sinni í fjarnámslausnum til annarra stofnanna,“ segir Stefán Guðnason, forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. „Uppsetning fjarnámsins er á þá leið að okkur hefur tekist að búa til virkt námssamfélag í gegnum netið. Því að við vitum að gott og vandað fjarnám er ekki bara að koma upptökum á netið. Gott og vandað fjarnám snýst að öllu leiti um nálgun og þjónustu við viðskiptavini.“ Og þar hefur Símenntun HA markað sér sérstöðu. „Við erum alltaf til taks fyrir okkar viðskiptavini og búum til grundvöll fyrir bekkjaranda innan nemendahópsins, jafnvel þó þau hittast aldrei í eigin persónu. Enda hefur það sýnt sig að nemendur okkar eru hæst ánægðir með hvernig til hefur tekist.“ Fjölbreytileiki og sveigjanleiki í MBA náminu Eitt af markmiðum Símenntunar HA er að bjóða upp á hagnýt námskeið og nám í fjarnámi sem fólk getur stundað á sínum forsendum og hraða segir Freydís. „Sem stofnun á landsbyggðinni skiljum við þarfirnar fyrir fjarlausnum betur. Við sáum að það vantaði möguleikann á MBA gráðu í fjarnámi en hingað til hefur fólk þurft að minnka vinnu töluvert til að fara í MBA nám auk þess sem þau sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu þurfa að ferðast oft til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði og fjarveru frá heimili og vinnu.“ Með samstarfinu við University of the Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi getur Símenntun HA boðið upp á mjög vandað nám í 100% fjarnámi, með sveigjanleika og fjölbreytileika, á verði sem hefur ekki áður sést á Íslandi. „Námið kostar um einn fjórða af því sem algengt var hérlendis og gefur fólki alls staðar af landinu kost á því að læra. Einn stóri kosturinn við fjarnámið við UHI er að þar ert þú ekki einn í fjarnámi og allir hinir eru að hittast í stofunni, heldur er allt námið sett upp með fjarnám í huga. Móttökurnar við MBA náminu voru slíkar að við vildum halda áfram að þróa samstarfið með UHI.“ Þann 6. október 2022 útskrifaðist fyrsti hópurinn frá Símenntun HA úr náminu, alls 8 kandídatar, og fóru þau flest til Perth í Skotlandi til að vera viðstödd útskriftarathöfnina. Með þeim í för var Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Símenntunar HA. Umsagnir frá nemendum: „MBA Environment er krefjandi nám sem hefur skilað sér í aukinni færni í mínu starfi. Námið hefur bæði gefið mér betri leiðtogahæfni en á sama tíma gefið mér innsýn inn í sjálfbærnimál sem tengjast mínu starfi og áhugasviði. Námið hefur gefið mér fleiri verkfæri til að takast á við auknar áskoranir. Námið er allt í fjarnámi og utan vinnutíma sem gefur manni þann kost að taka námið samhliða vinnu.“ Helgi Jóhann Björgvinsson – Lánastjóri hjá Íslandsbanka Meiri sveigjanleiki og aðgengi í námi í mannauðsstjórnun Eftir að hafa verið í samstarfi við UHI með MBA námið í þrjú ár vildu stjórnendur Símenntunar HA útvíkka námsframboðið enda sáu þeir á umsögnum nemenda og eftirspurn að mikil ánægja var með skólann og námið. „Í haust förum við því af stað í fyrsta sinn með mannauðsstjórnun á meistarastigi en hægt er að skrá sig í MSc (meistaragráðu) sem og staka áfanga innan námsins hjá UHI.“ Að sama skapi verður MSc í mannauðsstjórnun einnig alfarið kennd í fjarnámi, sem veitir nemendum meiri sveigjanleika og aðgengi. „Námið mun fjalla um margvísleg efni, þar á meðal skipulagshegðun, samskipti starfsmanna og hæfileikastjórnun. Þetta nám er gríðarlega spennandi og gefur þar að auki alþjóðleg réttindi. Skráning í námið fór ótrúlega vel af stað sem sýnir hversu mikil þörf var fyrir sveigjanlegt nám í fjarkennslu á þessu stigi.“ Hágæða menntun óháð staðsetningu eða aðstæðum nemenda Að sögn Freydísar leggur UHI mikinn metnað í að bjóða upp á námskeið og námsleiðir sem eru nútímaleg og fanga tíðarandann, ásamt því að mæta þörfum alþjóðlega viðskiptalandslagsins. „Með því að bjóða upp á MBA námið og MSc í mannauðsstjórnun á netinu er verið að tryggja að nemendur hafi aðgang að hágæða menntun, óháð staðsetningu þeirra eða aðstæðum.“ Sveigjanleikinn er mikill en nemendur velja hversu hratt þau fara í gegnum námið, allt frá því að vera í fullu námi og til þess að taka einn áfanga á önn. „Þetta gerir nemendum kleift að læra á sínum hraða og hvar sem er í heiminum, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ferða- eða gistikostnaði.“ Breytingin í átt að fjarnámi er ekki aðeins gagnleg fyrir nemendur heldur einnig fyrir UHI þar sem hún mun gera háskólanum kleift að auka umfang sitt og laða að breiðari hóp nemenda víðs vegar að úr heiminum. „Þessi ráðstöfun er til vitnis um skuldbindingu UHI til nýsköpunar og afburða í menntun. Allt nám sem UHI býður upp á er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi sem er stór gæðastimpill.“ Einstakt og hagnýtt stjórnendanám Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar ein besta sönnun þess hve vel hefur tekist upp með fjarnám hjá Símenntun HA. „Stjórnendanámið er fjarnám, sérstaklega sett upp fyrir stjórnendur og millistjórnendur. Það hjálpar auðvitað að inntakið í náminu er afskaplega vandað og vel unnið af starfsmenntasjóði Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins en sú þróun sem hefur átt sér stað í fjarnáminu okkar í kringum Stjórnendanámið gerir það einstakt. Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar er byggt upp fyrir fólk í vinnu. Þar af leiðandi aðlögum við okkar verkefni að þér og þínum vinnustað. Með því færðu strax innsýn í hvernig hægt er að nýta inntak námsins á þínum vinnustað.“ Kennarar í náminu eru valdir af kostgæfni en þeir eruum 20 talsins og starfa allir í háskólum og hjá virtum ráðgjafafyrirtækjum. Þeir hafa víðtæka þekkingu og reynslu í stjórnun í atvinnulífi ásamt reynslu í kennslu og ráðgjöf. Umsagnir um stjórnendanámið: „Starfsfólk sem tekið hefur Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar er skipulagðara og á auðveldara með að gera og fylgja áætlunum. Það á líka auðveldara með að takast á við krefjandi aðstæður.“ Inga Jóna Þórisdóttir, fræðslustjóri hjá Vegagerðinni. Metnaðarfull þjónusta við atvinnulífið Freydís segir Símenntun HA leggja mikinn metnað í að þjónusta fyrirtæki og stofnanir í að setja upp fræðslu og námskeið sem sérsniðin eru að þeirra þörfum. Tvö nýleg dæmi um vel heppnaða samvinnu við atvinnulífið eru samningar við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og SÁÁ. „Í fyrri samningnum veitum við Brunamálaskólanum sérfræðiráðgjöf og tökum jafnframt við tæknilegri umsýslu skólans. Þessu samstarfi er ætlað að straumlínulaga grunn- og framhaldsnám slökkviliðs- og eldvarnareftirlitsmanna og styðja við uppsetningu nýrra námsleiða fyrir stjórnendur. Samningurinn við SÁÁ hefur í för með sér við tökum við umsjón náms í áfengis-og vímuefnaráðgjöf með sveigjanlegu formi frá og með haustinu 2023.“ Fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar eru hvött til að hafa samband við Símenntun HA varðandi ábendingar og óskir um nám eða námskeið á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar á smha.is. Skóla - og menntamál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Við byggjum á traustum grunni í gegnum áralanga reynslu en leitum einnig sífellt nýrra leiða til þess að mæta þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Freydís Heba Konráðsdóttir, verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun HA. Stefna Símenntunar HA er að vera leiðandi í sveigjanlegri símenntun með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og náms í fjarnámi, staðarnámi og blönduðu námi. „Þannig komum við til móts við þarfir samfélagsins með námi sem hentar öllum óháð búsetu. Með því viljum við efla færni einstaklinga á vinnumarkaði og stuðla að stöðugri uppfærslu þekkingar til framtíðar.“ Freydís segir Símenntun HA hafa sett sér þau markmið að verða fyrsti kostur kennara og námskeiðishaldara þegar kemur að því að miðla fræðslu, sem og fyrsta val nemenda. Freydís Heba Konráðsdótti er verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun HA. „Við vinnum af algerum heilindum og leggjum okkur alltaf fram við að mæta þörfum okkar hagsmunaaðila, hvort sem það eru nemendur, kennarar eða fyrirtæki. Þar að auki erum við framsækin og verðum áfram leiðandi í sveigjanlegu námi og er því mikil áhersla lögð á fjarnám og fjarnámskeið hjá Símenntun. Við getum með sanni sagt að við séum með sérfræðikunnáttu í fjarnámi sem við erum stolt af.“ Hafa myndað mikilvægt tengslanet í Evrópu Símenntun HA hefur stóraukið þekkingu sína á fjarnámslausnum og myndað mikilvægt tengslanet á meginlandi Evrópu. „Það er einnig mikilvægt fyrir Símenntun að gera sig gildandi og miðla af reynslu sinni í fjarnámslausnum til annarra stofnanna,“ segir Stefán Guðnason, forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. „Uppsetning fjarnámsins er á þá leið að okkur hefur tekist að búa til virkt námssamfélag í gegnum netið. Því að við vitum að gott og vandað fjarnám er ekki bara að koma upptökum á netið. Gott og vandað fjarnám snýst að öllu leiti um nálgun og þjónustu við viðskiptavini.“ Og þar hefur Símenntun HA markað sér sérstöðu. „Við erum alltaf til taks fyrir okkar viðskiptavini og búum til grundvöll fyrir bekkjaranda innan nemendahópsins, jafnvel þó þau hittast aldrei í eigin persónu. Enda hefur það sýnt sig að nemendur okkar eru hæst ánægðir með hvernig til hefur tekist.“ Fjölbreytileiki og sveigjanleiki í MBA náminu Eitt af markmiðum Símenntunar HA er að bjóða upp á hagnýt námskeið og nám í fjarnámi sem fólk getur stundað á sínum forsendum og hraða segir Freydís. „Sem stofnun á landsbyggðinni skiljum við þarfirnar fyrir fjarlausnum betur. Við sáum að það vantaði möguleikann á MBA gráðu í fjarnámi en hingað til hefur fólk þurft að minnka vinnu töluvert til að fara í MBA nám auk þess sem þau sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu þurfa að ferðast oft til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði og fjarveru frá heimili og vinnu.“ Með samstarfinu við University of the Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi getur Símenntun HA boðið upp á mjög vandað nám í 100% fjarnámi, með sveigjanleika og fjölbreytileika, á verði sem hefur ekki áður sést á Íslandi. „Námið kostar um einn fjórða af því sem algengt var hérlendis og gefur fólki alls staðar af landinu kost á því að læra. Einn stóri kosturinn við fjarnámið við UHI er að þar ert þú ekki einn í fjarnámi og allir hinir eru að hittast í stofunni, heldur er allt námið sett upp með fjarnám í huga. Móttökurnar við MBA náminu voru slíkar að við vildum halda áfram að þróa samstarfið með UHI.“ Þann 6. október 2022 útskrifaðist fyrsti hópurinn frá Símenntun HA úr náminu, alls 8 kandídatar, og fóru þau flest til Perth í Skotlandi til að vera viðstödd útskriftarathöfnina. Með þeim í för var Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Símenntunar HA. Umsagnir frá nemendum: „MBA Environment er krefjandi nám sem hefur skilað sér í aukinni færni í mínu starfi. Námið hefur bæði gefið mér betri leiðtogahæfni en á sama tíma gefið mér innsýn inn í sjálfbærnimál sem tengjast mínu starfi og áhugasviði. Námið hefur gefið mér fleiri verkfæri til að takast á við auknar áskoranir. Námið er allt í fjarnámi og utan vinnutíma sem gefur manni þann kost að taka námið samhliða vinnu.“ Helgi Jóhann Björgvinsson – Lánastjóri hjá Íslandsbanka Meiri sveigjanleiki og aðgengi í námi í mannauðsstjórnun Eftir að hafa verið í samstarfi við UHI með MBA námið í þrjú ár vildu stjórnendur Símenntunar HA útvíkka námsframboðið enda sáu þeir á umsögnum nemenda og eftirspurn að mikil ánægja var með skólann og námið. „Í haust förum við því af stað í fyrsta sinn með mannauðsstjórnun á meistarastigi en hægt er að skrá sig í MSc (meistaragráðu) sem og staka áfanga innan námsins hjá UHI.“ Að sama skapi verður MSc í mannauðsstjórnun einnig alfarið kennd í fjarnámi, sem veitir nemendum meiri sveigjanleika og aðgengi. „Námið mun fjalla um margvísleg efni, þar á meðal skipulagshegðun, samskipti starfsmanna og hæfileikastjórnun. Þetta nám er gríðarlega spennandi og gefur þar að auki alþjóðleg réttindi. Skráning í námið fór ótrúlega vel af stað sem sýnir hversu mikil þörf var fyrir sveigjanlegt nám í fjarkennslu á þessu stigi.“ Hágæða menntun óháð staðsetningu eða aðstæðum nemenda Að sögn Freydísar leggur UHI mikinn metnað í að bjóða upp á námskeið og námsleiðir sem eru nútímaleg og fanga tíðarandann, ásamt því að mæta þörfum alþjóðlega viðskiptalandslagsins. „Með því að bjóða upp á MBA námið og MSc í mannauðsstjórnun á netinu er verið að tryggja að nemendur hafi aðgang að hágæða menntun, óháð staðsetningu þeirra eða aðstæðum.“ Sveigjanleikinn er mikill en nemendur velja hversu hratt þau fara í gegnum námið, allt frá því að vera í fullu námi og til þess að taka einn áfanga á önn. „Þetta gerir nemendum kleift að læra á sínum hraða og hvar sem er í heiminum, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ferða- eða gistikostnaði.“ Breytingin í átt að fjarnámi er ekki aðeins gagnleg fyrir nemendur heldur einnig fyrir UHI þar sem hún mun gera háskólanum kleift að auka umfang sitt og laða að breiðari hóp nemenda víðs vegar að úr heiminum. „Þessi ráðstöfun er til vitnis um skuldbindingu UHI til nýsköpunar og afburða í menntun. Allt nám sem UHI býður upp á er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi sem er stór gæðastimpill.“ Einstakt og hagnýtt stjórnendanám Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar ein besta sönnun þess hve vel hefur tekist upp með fjarnám hjá Símenntun HA. „Stjórnendanámið er fjarnám, sérstaklega sett upp fyrir stjórnendur og millistjórnendur. Það hjálpar auðvitað að inntakið í náminu er afskaplega vandað og vel unnið af starfsmenntasjóði Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins en sú þróun sem hefur átt sér stað í fjarnáminu okkar í kringum Stjórnendanámið gerir það einstakt. Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar er byggt upp fyrir fólk í vinnu. Þar af leiðandi aðlögum við okkar verkefni að þér og þínum vinnustað. Með því færðu strax innsýn í hvernig hægt er að nýta inntak námsins á þínum vinnustað.“ Kennarar í náminu eru valdir af kostgæfni en þeir eruum 20 talsins og starfa allir í háskólum og hjá virtum ráðgjafafyrirtækjum. Þeir hafa víðtæka þekkingu og reynslu í stjórnun í atvinnulífi ásamt reynslu í kennslu og ráðgjöf. Umsagnir um stjórnendanámið: „Starfsfólk sem tekið hefur Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar er skipulagðara og á auðveldara með að gera og fylgja áætlunum. Það á líka auðveldara með að takast á við krefjandi aðstæður.“ Inga Jóna Þórisdóttir, fræðslustjóri hjá Vegagerðinni. Metnaðarfull þjónusta við atvinnulífið Freydís segir Símenntun HA leggja mikinn metnað í að þjónusta fyrirtæki og stofnanir í að setja upp fræðslu og námskeið sem sérsniðin eru að þeirra þörfum. Tvö nýleg dæmi um vel heppnaða samvinnu við atvinnulífið eru samningar við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og SÁÁ. „Í fyrri samningnum veitum við Brunamálaskólanum sérfræðiráðgjöf og tökum jafnframt við tæknilegri umsýslu skólans. Þessu samstarfi er ætlað að straumlínulaga grunn- og framhaldsnám slökkviliðs- og eldvarnareftirlitsmanna og styðja við uppsetningu nýrra námsleiða fyrir stjórnendur. Samningurinn við SÁÁ hefur í för með sér við tökum við umsjón náms í áfengis-og vímuefnaráðgjöf með sveigjanlegu formi frá og með haustinu 2023.“ Fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar eru hvött til að hafa samband við Símenntun HA varðandi ábendingar og óskir um nám eða námskeið á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar á smha.is.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira