„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 22:00 Selenskí segir úkraínsku þjóðina hvorki munu gleyma öllu því sem Rússar hafa gert, né heldur muni hún fyrirgefa það. Skrifstofa forseta Úkraínu Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira