Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 06:30 Tripical Travel var stofnað árið 2017. Nafni þess var breytt í TT ferðir í síðasta mánuði og nú hefur ferðaskrifstofuleyfi þess verið fellt úr gildi Stöð 2 Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku. Á miðvikudag birtist í Lögbirtingablaðinu tilkynning um að ferðaskrifstofuleyfi TT ferða ehf. (áður Tripical Travel ehf.), til húsa við Fiskislóð 31, hafi verið fellt úr gildi frá og með 2. ágúst af hálfu Ferðamálastofu. Í tilkynningunni skoraði Ferðamálastofa á viðskiptavini sem telja sig eiga kröfur á hendur félaginu að leggja fram skriflega kröfulýsingu fyrir 2. október. Málsmeðferðin sé rafræn og hægt sé að senda kröfur í gegnum Island.is. Mögulegar ástæður niðurfellingar Þá segir í tilkynningunni að leyfið sé fellt úr gildi samkvæmt fyrstu málsgrein fjórtándu greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og 27. grein laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Fjórtánda grein laga um Ferðamálastofu segir að leyfi skuli fellt úr gildi komi til „gjaldþrots leyfishafa eða forsvarsmanns leyfishafa eða ef hann er sviptur fjárræði.“ Ekkert bendir þó til þess að TT ferðir hafi farið í gjaldþrot. Þá segir í lögum um pakkaferðir að Ferðamálastofu sé heimilt að fella niður leyfi aðila að Ferðatryggingasjóði vanræki þeir greiðslu iðgjalds eða stofngjalds á gjalddaga, leggi ekki fram tryggingu eða veiti ekki þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að meta fjárhæð iðgjalds og tryggingar. Fækka ferðaskrifstofum úr tveimur í eina Á miðvikudag reyndi Vísir að ná í Elísabetu Agnarsdóttur, annan eiganda Tripical, í síma en hafði ekki erindi sem erfiði. Aftur á móti tók starfsmaður Tripical þó við fyrirspurn þar sem spurt var hvers vegna leyfi félagsins hefði verið fellt niður. Viktor Hagalín Magnason, sonur Elísabetar og hinn eigandi Tripical, svaraði fyrirspurninni í skriflegu bréfi síðar um daginn. Þar sagði „Í morgun var ferðaskrifstofuleyfi TT ferða ehf. fellt niður í samstarfi við Ferðamálastofu.“ Einnig sagði Viktor að TT ferðir hefði ekki verið með neina starfsemi undanfarið ár og að það væru engar fyrirhugaðar eða bókaðar ferðir á vegum félagsins. Því hafi verið „ákveðið af stjórnendum TT ferða að ekki væri ástæða að halda leyfinu virku lengur,“ sagði Viktor í svarinu. Niðurfelling leyfisins hefði þó engin áhrif á starfsemi Tripical Ísland sem stofnendur TT ferða reka einnig. Ferðaskrifstofuleyfi þess væri gilt og það væri í fullum rekstri. Tripical reglulega ratað í fjölmiðla Félagið Tripical Travel ehf. var stofnað 31. janúar árið 2017 af Styrmi Elí Ingólfssyni og mæðginunum Elísabetu Agnarsdóttur og Viktori Hagalín Magnasyni. Tilgangur félagsins var rekstur ferðaskrifstofu, húsnæðis og lánastarfsemi. Styrmir Elí sem var markaðsstjóri Tripical hætti hins vegar hjá félaginu 2018, sagði sig úr stjórn þess og seldi þrjátíu prósenta hlut sinn. Eftir það fóru Elísabet og Viktor hvort um sig með helmingshlut í félaginu. Tripical var töluvert í fréttum árið 2020 í upphafi Covid-heimsfaraldursins eftir að það neitaði að endurgreiða nemendum MA fyrir útskriftarferð til Ítalíu. Félagið hafði þá gefið nemendum sólarhring til að ákveða hvort þeir vildu fara í útskriftarferðina eða ekki. Nemendurnir höfðu gert ráð fyrir að hætt hefði verið við ferðina vegna faraldursins. Tripical sagðist í fjölmiðlum einungis bjóða upp á inneign, ekki endurgreiðslu. Forsvarsmenn félagsins segjast nú hafa endurgreitt öllum að fullu leyti. Þá komst Tripical Travel aftur í fréttir í fyrra eftir að félagið hafði, með tuttugu daga fyrirvara, reynt að hækka verð á pakkaferð útskriftarhópa til Krítar vegna eldsneytishækkana. Félagið ætlaði að rukka hvern viðskiptavin aukalega um fimmtán þúsund krónur og barst Neytendastofu fjöldi kvartana vegna vinnubragða ferðaskrifstofunnar. Að lokum höfðu útskriftarnemarnir betur þar sem Neytendastofa úrskurðaði að Tripical Travel hefði verið óheimilt að hækka verðið. Stofnuðu annað félag Á þeim tímapunkti höfðu mæðginin Viktor Hagalín og Elísabet Agnarsdóttir stofnað annað einkahlutafélag, ferðaskrifstofuna Tripical ehf. árið 2021. Nafn þess félags breyttist síðan í Tripical hópaferðir ehf. samkvæmt samþykktum félagsins frá 2. mars 2022. Það var þó ekki endanlegt nafn félagsins af því 24. október 2022 var nafninu breytt í Tripical Ísland ehf. sem er núverandi nafn félagsins. Vísir sendi einnig fyrirspurn á Viktor til að spyrja út í hvers vegna seinna félagið var stofnað. „Það kom til vegna skipulagsbreytinga þar sem planið var að aðgreina einstaklingsferðir, hópaferðir og inbound ferðir,“ skrifaði Viktor í svari. Eftir stofnun seinna félagsins urðu einnig nafnabreytingar á fyrsta félaginu. Á hluthafafundi félagsins 2. júlí 2023 var samþykkt nafnabreyting á félaginu og fór það úr því að heita Tripical Travel ehf. í TT Ferdir ehf. Hvaða ferðir áttu TT ferðir að sjá um og hvenær var síðasta ferðin á vegum þeirra farin? „TT ferðir átti að sjá um ferðir fyrir einstaklinga á Íslandi og fór síðasta ferðin síðastliðið haust 2022,“ skrifaði Viktor. Ákvörðun væri ekki sameiginleg Vísir hafði samband við Ferðamálastofu til að spyrjast fyrir um niðurfellingu ferðaskrifstofuleyfisins. Lögfræðingur Ferðamálastofu segir að niðurfelling þess hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun líkt og Viktor fullyrðir. „Leyfið er fellt niður af hálfu Ferðamálastofu af því þau uppfylla ekki skilyrði laga um pakkaferðir,“ sagði Sara Halldórsdóttir, lögfræðingur sem fer með leyfismál- og stjórnsýsluleg málefni hjá stofnuninni, í samtali við Vísi. Þið gefið ekki upp nákvæmlega hvaða skilyrði félagið uppfyllir ekki? „Nei, við myndum ekki gera það,“ sagði Sara. Á vef Ferðamálastofa segir að niðurfelling ferðaskrifstofuleyfis geti verið af tvennum toga. Að beiðni leyfishafa eða að frumkvæði Ferðamálastofu. Er rétt að forsvarsmenn hafi fellt leyfið niður í samstarfi við Ferðamálastofu? „Þetta er ekki sameiginleg ákvörðun, þetta er ákvörðun Ferðamálastofu,“ sagði hún. Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem fer með stjórnsýslu ferðamála.Ferðamálastofa Ferðamálastofa veitir tvenns konar ferðaskrifstofuleyfi, það eru annars vegar dagsferðaleyfi og ferðaskrifstofuleyfi. Að sögn Söru eru þau seinni um 385 talsins. Gerist það reglulega að svona leyfi eru felld úr gildi? „Það gerist alveg. Þetta er í rauninni þannig að þegar þú ert með ferðaskrifstofuleyfi þarftu að sækja um endurnýjun ár hvert, fyrir 1. apríl,“ sagði Sara. „Ef þú skilar ekki inn gögnum þá getum við ekki gefið út ákvörðun um það hvað þú þarft að borga í tryggingu. Þú þarft alltaf að leggja fram tryggingu til að geta starfað og verið með leyfið.“ „Sumir aðilar eru ekkert lengur í neinum rekstri og þá getur fólk óskað eftir því að fella niður leyfi sjálft. Þá erum við ekki auglýsa í Lögbirtingi eftir kröfum. Þegar Ferðamálastofa fellir niður leyfið sendum við áskorun um innkallanir á leyfum,“ sagði Sara. Ákvörðunin víst sameiginleg Þegar blaðamaður innti Viktor eftir viðbrögðum við þeirri staðhæfingu að ákvörðunin hefði ekki verið sameiginleg hafði hann aðra sögu að segja af samskiptum Tripical og Ferðamálastofu. „Fulltrúi frá TT ferðum fór á fund með fulltrúum ferðamálastofu og var þar ákveðið að fella leyfið niður,“ sagði Viktor í skriflefu svari. „TT ferðir ehf hafa afhent Ferðamálastofu öll gögn sem óskað var eftir, stofngjald í ferðatryggingasjóð var greitt þegar sjóðurinn var stofnaður árið 2021, iðgjald í sjóðinn fyrir þetta ár var greitt 12. maí sl. og iðgjöld vegna fyrri ára voru einnig greidd,“ skrifaði hann einnig. Þá vildi hann ítreka það að engar ferðir væru bókaðar eða fyrirhugaðar á vegum félagsins. Viktor hefur ekki svarað því hvers vegna tilkynningin um niðurfellingu leyfisins sé skilgreind þannig í Lögbirtingablaðinu að hún sé af hálfu Ferðamálastofu en ekki af því rekstri félagsins var hætt að beiðni leyfishafa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna sem birtist í Lögbirtingablaðinu: Áskorun - Ferðaskrifstofuleyfi fellt úr gildi Leyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.) fellt niður. Ferðaskrifstofuleyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.), kt. 460217-1050, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi frá og með 2. ágúst af hálfu Ferðamálastofu skv. 1. mgr. 14. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og 27. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga um pakkaferðir nr. 95/2018. Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna þess að leyfi félagsins var fellt niður af hálfu Ferðamálastofu. Með vísan til 27. gr. laga um pakkaferðir er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar fyrir 2. október n.k. Málsmeðferð er rafræn og kröfur ber að senda í gegnum island.is. á þar til gerðu eyðublaði og skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem pakkaferðasamning, ferðalýsingu ferðaskrifstofu, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Sjá nánar á vef Ferðamálastofu, https://www.ferdamalastofa.is/is/leyfi/ferdaskrifstofur/leidbeiningar-til-ferdamanna-um-krofur-i-tryggingarfe. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500 eða á netfanginu [email protected]. Ferðamálastofa. Neytendur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á miðvikudag birtist í Lögbirtingablaðinu tilkynning um að ferðaskrifstofuleyfi TT ferða ehf. (áður Tripical Travel ehf.), til húsa við Fiskislóð 31, hafi verið fellt úr gildi frá og með 2. ágúst af hálfu Ferðamálastofu. Í tilkynningunni skoraði Ferðamálastofa á viðskiptavini sem telja sig eiga kröfur á hendur félaginu að leggja fram skriflega kröfulýsingu fyrir 2. október. Málsmeðferðin sé rafræn og hægt sé að senda kröfur í gegnum Island.is. Mögulegar ástæður niðurfellingar Þá segir í tilkynningunni að leyfið sé fellt úr gildi samkvæmt fyrstu málsgrein fjórtándu greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og 27. grein laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Fjórtánda grein laga um Ferðamálastofu segir að leyfi skuli fellt úr gildi komi til „gjaldþrots leyfishafa eða forsvarsmanns leyfishafa eða ef hann er sviptur fjárræði.“ Ekkert bendir þó til þess að TT ferðir hafi farið í gjaldþrot. Þá segir í lögum um pakkaferðir að Ferðamálastofu sé heimilt að fella niður leyfi aðila að Ferðatryggingasjóði vanræki þeir greiðslu iðgjalds eða stofngjalds á gjalddaga, leggi ekki fram tryggingu eða veiti ekki þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að meta fjárhæð iðgjalds og tryggingar. Fækka ferðaskrifstofum úr tveimur í eina Á miðvikudag reyndi Vísir að ná í Elísabetu Agnarsdóttur, annan eiganda Tripical, í síma en hafði ekki erindi sem erfiði. Aftur á móti tók starfsmaður Tripical þó við fyrirspurn þar sem spurt var hvers vegna leyfi félagsins hefði verið fellt niður. Viktor Hagalín Magnason, sonur Elísabetar og hinn eigandi Tripical, svaraði fyrirspurninni í skriflegu bréfi síðar um daginn. Þar sagði „Í morgun var ferðaskrifstofuleyfi TT ferða ehf. fellt niður í samstarfi við Ferðamálastofu.“ Einnig sagði Viktor að TT ferðir hefði ekki verið með neina starfsemi undanfarið ár og að það væru engar fyrirhugaðar eða bókaðar ferðir á vegum félagsins. Því hafi verið „ákveðið af stjórnendum TT ferða að ekki væri ástæða að halda leyfinu virku lengur,“ sagði Viktor í svarinu. Niðurfelling leyfisins hefði þó engin áhrif á starfsemi Tripical Ísland sem stofnendur TT ferða reka einnig. Ferðaskrifstofuleyfi þess væri gilt og það væri í fullum rekstri. Tripical reglulega ratað í fjölmiðla Félagið Tripical Travel ehf. var stofnað 31. janúar árið 2017 af Styrmi Elí Ingólfssyni og mæðginunum Elísabetu Agnarsdóttur og Viktori Hagalín Magnasyni. Tilgangur félagsins var rekstur ferðaskrifstofu, húsnæðis og lánastarfsemi. Styrmir Elí sem var markaðsstjóri Tripical hætti hins vegar hjá félaginu 2018, sagði sig úr stjórn þess og seldi þrjátíu prósenta hlut sinn. Eftir það fóru Elísabet og Viktor hvort um sig með helmingshlut í félaginu. Tripical var töluvert í fréttum árið 2020 í upphafi Covid-heimsfaraldursins eftir að það neitaði að endurgreiða nemendum MA fyrir útskriftarferð til Ítalíu. Félagið hafði þá gefið nemendum sólarhring til að ákveða hvort þeir vildu fara í útskriftarferðina eða ekki. Nemendurnir höfðu gert ráð fyrir að hætt hefði verið við ferðina vegna faraldursins. Tripical sagðist í fjölmiðlum einungis bjóða upp á inneign, ekki endurgreiðslu. Forsvarsmenn félagsins segjast nú hafa endurgreitt öllum að fullu leyti. Þá komst Tripical Travel aftur í fréttir í fyrra eftir að félagið hafði, með tuttugu daga fyrirvara, reynt að hækka verð á pakkaferð útskriftarhópa til Krítar vegna eldsneytishækkana. Félagið ætlaði að rukka hvern viðskiptavin aukalega um fimmtán þúsund krónur og barst Neytendastofu fjöldi kvartana vegna vinnubragða ferðaskrifstofunnar. Að lokum höfðu útskriftarnemarnir betur þar sem Neytendastofa úrskurðaði að Tripical Travel hefði verið óheimilt að hækka verðið. Stofnuðu annað félag Á þeim tímapunkti höfðu mæðginin Viktor Hagalín og Elísabet Agnarsdóttir stofnað annað einkahlutafélag, ferðaskrifstofuna Tripical ehf. árið 2021. Nafn þess félags breyttist síðan í Tripical hópaferðir ehf. samkvæmt samþykktum félagsins frá 2. mars 2022. Það var þó ekki endanlegt nafn félagsins af því 24. október 2022 var nafninu breytt í Tripical Ísland ehf. sem er núverandi nafn félagsins. Vísir sendi einnig fyrirspurn á Viktor til að spyrja út í hvers vegna seinna félagið var stofnað. „Það kom til vegna skipulagsbreytinga þar sem planið var að aðgreina einstaklingsferðir, hópaferðir og inbound ferðir,“ skrifaði Viktor í svari. Eftir stofnun seinna félagsins urðu einnig nafnabreytingar á fyrsta félaginu. Á hluthafafundi félagsins 2. júlí 2023 var samþykkt nafnabreyting á félaginu og fór það úr því að heita Tripical Travel ehf. í TT Ferdir ehf. Hvaða ferðir áttu TT ferðir að sjá um og hvenær var síðasta ferðin á vegum þeirra farin? „TT ferðir átti að sjá um ferðir fyrir einstaklinga á Íslandi og fór síðasta ferðin síðastliðið haust 2022,“ skrifaði Viktor. Ákvörðun væri ekki sameiginleg Vísir hafði samband við Ferðamálastofu til að spyrjast fyrir um niðurfellingu ferðaskrifstofuleyfisins. Lögfræðingur Ferðamálastofu segir að niðurfelling þess hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun líkt og Viktor fullyrðir. „Leyfið er fellt niður af hálfu Ferðamálastofu af því þau uppfylla ekki skilyrði laga um pakkaferðir,“ sagði Sara Halldórsdóttir, lögfræðingur sem fer með leyfismál- og stjórnsýsluleg málefni hjá stofnuninni, í samtali við Vísi. Þið gefið ekki upp nákvæmlega hvaða skilyrði félagið uppfyllir ekki? „Nei, við myndum ekki gera það,“ sagði Sara. Á vef Ferðamálastofa segir að niðurfelling ferðaskrifstofuleyfis geti verið af tvennum toga. Að beiðni leyfishafa eða að frumkvæði Ferðamálastofu. Er rétt að forsvarsmenn hafi fellt leyfið niður í samstarfi við Ferðamálastofu? „Þetta er ekki sameiginleg ákvörðun, þetta er ákvörðun Ferðamálastofu,“ sagði hún. Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem fer með stjórnsýslu ferðamála.Ferðamálastofa Ferðamálastofa veitir tvenns konar ferðaskrifstofuleyfi, það eru annars vegar dagsferðaleyfi og ferðaskrifstofuleyfi. Að sögn Söru eru þau seinni um 385 talsins. Gerist það reglulega að svona leyfi eru felld úr gildi? „Það gerist alveg. Þetta er í rauninni þannig að þegar þú ert með ferðaskrifstofuleyfi þarftu að sækja um endurnýjun ár hvert, fyrir 1. apríl,“ sagði Sara. „Ef þú skilar ekki inn gögnum þá getum við ekki gefið út ákvörðun um það hvað þú þarft að borga í tryggingu. Þú þarft alltaf að leggja fram tryggingu til að geta starfað og verið með leyfið.“ „Sumir aðilar eru ekkert lengur í neinum rekstri og þá getur fólk óskað eftir því að fella niður leyfi sjálft. Þá erum við ekki auglýsa í Lögbirtingi eftir kröfum. Þegar Ferðamálastofa fellir niður leyfið sendum við áskorun um innkallanir á leyfum,“ sagði Sara. Ákvörðunin víst sameiginleg Þegar blaðamaður innti Viktor eftir viðbrögðum við þeirri staðhæfingu að ákvörðunin hefði ekki verið sameiginleg hafði hann aðra sögu að segja af samskiptum Tripical og Ferðamálastofu. „Fulltrúi frá TT ferðum fór á fund með fulltrúum ferðamálastofu og var þar ákveðið að fella leyfið niður,“ sagði Viktor í skriflefu svari. „TT ferðir ehf hafa afhent Ferðamálastofu öll gögn sem óskað var eftir, stofngjald í ferðatryggingasjóð var greitt þegar sjóðurinn var stofnaður árið 2021, iðgjald í sjóðinn fyrir þetta ár var greitt 12. maí sl. og iðgjöld vegna fyrri ára voru einnig greidd,“ skrifaði hann einnig. Þá vildi hann ítreka það að engar ferðir væru bókaðar eða fyrirhugaðar á vegum félagsins. Viktor hefur ekki svarað því hvers vegna tilkynningin um niðurfellingu leyfisins sé skilgreind þannig í Lögbirtingablaðinu að hún sé af hálfu Ferðamálastofu en ekki af því rekstri félagsins var hætt að beiðni leyfishafa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna sem birtist í Lögbirtingablaðinu: Áskorun - Ferðaskrifstofuleyfi fellt úr gildi Leyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.) fellt niður. Ferðaskrifstofuleyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.), kt. 460217-1050, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi frá og með 2. ágúst af hálfu Ferðamálastofu skv. 1. mgr. 14. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og 27. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga um pakkaferðir nr. 95/2018. Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna þess að leyfi félagsins var fellt niður af hálfu Ferðamálastofu. Með vísan til 27. gr. laga um pakkaferðir er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar fyrir 2. október n.k. Málsmeðferð er rafræn og kröfur ber að senda í gegnum island.is. á þar til gerðu eyðublaði og skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem pakkaferðasamning, ferðalýsingu ferðaskrifstofu, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Sjá nánar á vef Ferðamálastofu, https://www.ferdamalastofa.is/is/leyfi/ferdaskrifstofur/leidbeiningar-til-ferdamanna-um-krofur-i-tryggingarfe. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500 eða á netfanginu [email protected]. Ferðamálastofa.
Áskorun - Ferðaskrifstofuleyfi fellt úr gildi Leyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.) fellt niður. Ferðaskrifstofuleyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.), kt. 460217-1050, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi frá og með 2. ágúst af hálfu Ferðamálastofu skv. 1. mgr. 14. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018 og 27. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga um pakkaferðir nr. 95/2018. Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna þess að leyfi félagsins var fellt niður af hálfu Ferðamálastofu. Með vísan til 27. gr. laga um pakkaferðir er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar fyrir 2. október n.k. Málsmeðferð er rafræn og kröfur ber að senda í gegnum island.is. á þar til gerðu eyðublaði og skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem pakkaferðasamning, ferðalýsingu ferðaskrifstofu, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Sjá nánar á vef Ferðamálastofu, https://www.ferdamalastofa.is/is/leyfi/ferdaskrifstofur/leidbeiningar-til-ferdamanna-um-krofur-i-tryggingarfe. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500 eða á netfanginu [email protected]. Ferðamálastofa.
Neytendur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57