Stefndi á Herjólfsdal en telur í fjöldasöng á Flúðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Bjössi í Greifunum stýrir brekkusöng á Flúðum næstkomandi sunnudagskvöld. Greifarnir „Það er einstök tilfinning þegar fólk syngur með í brekkunni. Það er dásamlegt og svo mikil ást í loftinu,“ segir tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Grétarsson, þekktur sem Bjössi í Greifunum. Hann mun leiða brekkusönginn í Torfadal á Flúðum næstkomandi sunnudagskvöld. Óhætt er að segja að Bjössi sé atvinnumaður í faginu en hann hefur leitt brekkusönginn fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi síðastliðin þrettán ár við góðar undirtektir. „Fyrsta árið mættu um tuttugu manns sem hefur síðan haldist í kringum tvöþúsund síðastliðin ár,“ segir Bjössi. Skemmtistaðnum Spot var lokað í fyrrahaust. Bjössi stefndi á Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í ár en svo var búið að skipuleggja skemmtun á Flúðum. Hann ætlar að búa til stemmningu á Flúðum í anda Herjólfsdals. „Stemmningin á sunnudagskvöldinu í Dalnum er hápunktur helgarinnar,“ segir Bjössi sem ætlar að gera sitt besta að framlengja hana á Flúðir um helgina. Aðspurður segir hann lagavalið byggjast á sígildum slögurum sem gestir hátíðarinnar ættu að geta tekið undir. „Lög á borð við Þórsmerkurljóð, Ég er kominn heim og annað sem allir ættu að kunna,“ segir Bjössi sem vonast til að sjá sem flesta. „Það hefur aldrei rignt dropi í brekkunni þessi þrettán ár í Kópavogi. Ég trúi ekki öðru en góða veðrið elti okkur á Flúðir í þetta skiptið,“ segir Bjössi. Brekkusöngnum verður streymt á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone og 8 hjá Símanum) og hér á Vísi á sunnudaginn klukkan 21:30. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vefsíðunni Flúðir um Versló. Þá má nálgast söngtexta viðburðarins á www.greifarnir.is/brekkan fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í gleðinni. Brekkusöngur á Flúðum Hrunamannahreppur Tónleikar á Íslandi Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjössi sé atvinnumaður í faginu en hann hefur leitt brekkusönginn fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi síðastliðin þrettán ár við góðar undirtektir. „Fyrsta árið mættu um tuttugu manns sem hefur síðan haldist í kringum tvöþúsund síðastliðin ár,“ segir Bjössi. Skemmtistaðnum Spot var lokað í fyrrahaust. Bjössi stefndi á Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í ár en svo var búið að skipuleggja skemmtun á Flúðum. Hann ætlar að búa til stemmningu á Flúðum í anda Herjólfsdals. „Stemmningin á sunnudagskvöldinu í Dalnum er hápunktur helgarinnar,“ segir Bjössi sem ætlar að gera sitt besta að framlengja hana á Flúðir um helgina. Aðspurður segir hann lagavalið byggjast á sígildum slögurum sem gestir hátíðarinnar ættu að geta tekið undir. „Lög á borð við Þórsmerkurljóð, Ég er kominn heim og annað sem allir ættu að kunna,“ segir Bjössi sem vonast til að sjá sem flesta. „Það hefur aldrei rignt dropi í brekkunni þessi þrettán ár í Kópavogi. Ég trúi ekki öðru en góða veðrið elti okkur á Flúðir í þetta skiptið,“ segir Bjössi. Brekkusöngnum verður streymt á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone og 8 hjá Símanum) og hér á Vísi á sunnudaginn klukkan 21:30. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vefsíðunni Flúðir um Versló. Þá má nálgast söngtexta viðburðarins á www.greifarnir.is/brekkan fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í gleðinni.
Brekkusöngur á Flúðum Hrunamannahreppur Tónleikar á Íslandi Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira