Spáir stjórnarslitum á aðventunni Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 14:36 Oddný Harðardóttir telur Samfylkinguna græða á ríkisstjórnarsamstarfinu. Stöð 2/Egill Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu. Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
„Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39
Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32
Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57