Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 10:13 Frá kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík árið 2021. Vísir/Snorri Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. „78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp. Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
„78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp.
Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
„Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52