„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2023 12:31 Matthías er vanari því að spila í hvítu í Kaplakrika og mætir sem leikmaður gestaliðs á völlinn í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld. „Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira