Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 08:45 Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar í Níger veifa rússneskum fána. Vangaveltur hafa verið uppi um að stjórnin gæti óskað eftir liðsauka rússneska málaliðahersins Wagner-hópsins. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna. Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna.
Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09