Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2023 08:27 Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, fékk hugmyndina að verkefninu á haustmánuðum 2022. Hugmyndin var að fá fatahönnuð til til að hanna treyju sem bæri höfundareinkenni hönnuðarins, frekar en að vera bundin af hefðinni og litum félagsins. Hildur Yeoman fór í verkefnið. Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yemon til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Þrjú hundruð treyjur voru framleiddar og settar í sölu á 15.900 krónur stykkið. Opnað var fyrir sölu á heimasíðu Víkings á miðnætti í nótt og var álagið slíkt að kerfið náði ekki að valda eftirspurnininni. Olli það nokkurri gremju meðal heitra stuðningsmanna Víkings sem létu pirring sinn í ljós á Facebook-síðu félagsins. „Við erum orðlaus“ „Mikið álag er á vefþjóni okkar - erum að snúa öllum tökkum og tengja allar snúrur til að halda í við fjölda notenda,“ sagði á Facebook-síðu Víkings á meðan álaginu stóð. Nokkru síðar voru þær 210 treyjur sem voru í boði seldar. „Kæru Víkingar, við erum orðlaus,“ segir á Facebook-síðu Víkings vegna áhugans. „Undanfarið hefur frábær hópur Víkinga starfað sleitulaust að því að gera „Nú! er góður tími“ að veruleika í samstarfi við Hildi Yeoman, fjölskyldu Svavars, Ljósið og Macron. Í kvöld náði sú vinna hápunkti. Á slaginu kl. 00:00 þann 10. ágúst opnuðum við dyrnar að vefversluninni og í okkar villtustu draumum áttum ekki við von á þessum ótrúlegu viðbrögðum. Ásóknin var slík að kerfið okkar gat ekki hleypt öllum inn sem vildu á sama tíma, sem olli svo þeirri keðjuverkun að ítrekaðar tilraunir þurfti til að komast alla leið í ferlinu.“ Um þrjátíu Víkingar hafi verið um hverja treyju sem sé stórkostlegt. Enn séns að næla sér í treyju „Það er alveg ljóst að engin fordæmi eru fyrir slíkum áhuga á treyju íslensks knattspyrnufélags og þykir okkur það afar leitt að upplifun ykkar margra hafi verið erfið.“ Aðeins 300 treyjur voru framleiddar og verður því takmarkað magn til sölu í frumsýningarpartýi hjá Yeoman tískuverslun á Laugavegi milli klukkan 17 og 19 í dag. „Við erum hrærð yfir þessum móttökum og getum öll sem eitt verið stolt af því að styrkja þetta frábæra málefni sem Ljósið er.“ Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yemon til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Þrjú hundruð treyjur voru framleiddar og settar í sölu á 15.900 krónur stykkið. Opnað var fyrir sölu á heimasíðu Víkings á miðnætti í nótt og var álagið slíkt að kerfið náði ekki að valda eftirspurnininni. Olli það nokkurri gremju meðal heitra stuðningsmanna Víkings sem létu pirring sinn í ljós á Facebook-síðu félagsins. „Við erum orðlaus“ „Mikið álag er á vefþjóni okkar - erum að snúa öllum tökkum og tengja allar snúrur til að halda í við fjölda notenda,“ sagði á Facebook-síðu Víkings á meðan álaginu stóð. Nokkru síðar voru þær 210 treyjur sem voru í boði seldar. „Kæru Víkingar, við erum orðlaus,“ segir á Facebook-síðu Víkings vegna áhugans. „Undanfarið hefur frábær hópur Víkinga starfað sleitulaust að því að gera „Nú! er góður tími“ að veruleika í samstarfi við Hildi Yeoman, fjölskyldu Svavars, Ljósið og Macron. Í kvöld náði sú vinna hápunkti. Á slaginu kl. 00:00 þann 10. ágúst opnuðum við dyrnar að vefversluninni og í okkar villtustu draumum áttum ekki við von á þessum ótrúlegu viðbrögðum. Ásóknin var slík að kerfið okkar gat ekki hleypt öllum inn sem vildu á sama tíma, sem olli svo þeirri keðjuverkun að ítrekaðar tilraunir þurfti til að komast alla leið í ferlinu.“ Um þrjátíu Víkingar hafi verið um hverja treyju sem sé stórkostlegt. Enn séns að næla sér í treyju „Það er alveg ljóst að engin fordæmi eru fyrir slíkum áhuga á treyju íslensks knattspyrnufélags og þykir okkur það afar leitt að upplifun ykkar margra hafi verið erfið.“ Aðeins 300 treyjur voru framleiddar og verður því takmarkað magn til sölu í frumsýningarpartýi hjá Yeoman tískuverslun á Laugavegi milli klukkan 17 og 19 í dag. „Við erum hrærð yfir þessum móttökum og getum öll sem eitt verið stolt af því að styrkja þetta frábæra málefni sem Ljósið er.“
Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19