Fyrsta skóflustungan að íbúðum VR í Úlfarsárdal Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 14:25 Ragnar Þór skellti sér í gröfuna til að taka væna skóflustungu. Vísir/Helena Rós Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR en þar segir að með skóflustungunni hefjist langþráð uppbygging að leiguhúsnæði fyrir félagsfólk. Reykjavíkurborg úthlutaði VR lóð við Silfratjörn í Úlfarsárdal árið 2021. Í byrjun þessa árs var skrifað undir samstarfssamning við Íslenska aðalverktaka um þróun svæðisins og í dag var skrifað undir framkvæmdasamning um verkið og fyrsta skóflustungan tekin. Auk borgarstjóra og forseta VR tóku fulltrúar Íslenskra aðalverktaka og stjórnarfólk VR sér einnig skóflu í hönd og komu verkefninu formlega af stað.Vísir/Helena Rós Verkið er unnið undir formerkjum Blævar íbúðafélags, systurfélags íbúðarfélagsins Bjargs, sem er samstarfsverkefni ASÍ og BSRB. Bjarg mun annast umsjón með framkvæmdum og rekstri Blævar. Byggðar verða 36 íbúðir, sem verða tveggja til fjögurra herbergja, í tveimur fjölbýlishúsum og verða þær leigðar til félagsfólks VR. Stefnt er að því að íbúðirnar verði afhentar um áramótin 2024-2025. „Dagurinn í dag markar tímamót en mikil vinna hefur átt sér stað síðustu ár til að koma okkur á þennan stað,“ sagði Ragnar Þór við tilefnið. Ragnar sagði Blæ ekki óhagnaðardrifið félag en það legði höfuðáherslu á hagkvæma leigu, gæði og búsetuöryggi þeirra sem leigja. Hann sagðist vonast til þess að íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir sambærilegir langtímafjárfestar kæmu að framtíðaruppbyggingu Blævar. Byggingariðnaður Stéttarfélög Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR en þar segir að með skóflustungunni hefjist langþráð uppbygging að leiguhúsnæði fyrir félagsfólk. Reykjavíkurborg úthlutaði VR lóð við Silfratjörn í Úlfarsárdal árið 2021. Í byrjun þessa árs var skrifað undir samstarfssamning við Íslenska aðalverktaka um þróun svæðisins og í dag var skrifað undir framkvæmdasamning um verkið og fyrsta skóflustungan tekin. Auk borgarstjóra og forseta VR tóku fulltrúar Íslenskra aðalverktaka og stjórnarfólk VR sér einnig skóflu í hönd og komu verkefninu formlega af stað.Vísir/Helena Rós Verkið er unnið undir formerkjum Blævar íbúðafélags, systurfélags íbúðarfélagsins Bjargs, sem er samstarfsverkefni ASÍ og BSRB. Bjarg mun annast umsjón með framkvæmdum og rekstri Blævar. Byggðar verða 36 íbúðir, sem verða tveggja til fjögurra herbergja, í tveimur fjölbýlishúsum og verða þær leigðar til félagsfólks VR. Stefnt er að því að íbúðirnar verði afhentar um áramótin 2024-2025. „Dagurinn í dag markar tímamót en mikil vinna hefur átt sér stað síðustu ár til að koma okkur á þennan stað,“ sagði Ragnar Þór við tilefnið. Ragnar sagði Blæ ekki óhagnaðardrifið félag en það legði höfuðáherslu á hagkvæma leigu, gæði og búsetuöryggi þeirra sem leigja. Hann sagðist vonast til þess að íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir sambærilegir langtímafjárfestar kæmu að framtíðaruppbyggingu Blævar.
Byggingariðnaður Stéttarfélög Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira