Útlit fyrir hægari uppbyggingu þegar fólksfjölgun nær nýjum hæðum Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2023 12:22 Byggingaframkvæmdir eru víða í fullum gangi. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir hafa risið á landinu þar sem af er ári. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að 2.843 nýjar íbúðir verði fullbúnar á þessu ári, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Jafnframt gerir stofnunin ráð fyrir 2.814 nýjum fullbúnum íbúðum á næsta ári. Samtals eru um að ræða 5.657 íbúðir á tveggja ára tímabili en sú tala er nokkuð undir síðustu spá HMS um 6.375 nýjar fullbúnar íbúðir. Framvinda stendur oftar í stað Velta í byggingariðnaði hefur aukist hratt síðustu mánuði og var hún 17% meiri í mars og apríl en á sama tíma í fyrra, samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Þá hefur starfsfólk í greininni hefur ekki verið fleira frá árinu 2008. Íbúðum á fyrsta byggingarstigi fjölgar þó ekki eins og síðustu ár og vísbendingar eru um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Fram kemur í samantekt Hagfræðideildar Landsbankans að íbúðum í byggingu hafi fjölgað sífellt milli talninga HMS. Voru þær 8% fleiri í mars en í september og 21% fleiri í mars í ár en í mars í fyrra. Fjölgunin virðist þó ekki skýrast af auknum krafti í uppbyggingu heldur sé meira um það en áður að framvinda í uppbyggingu íbúða standi í stað, að því er segir í Hagsjánni. Leggi meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný Líkt og áður segir eru vísbendingar um að hugsanlega fari að hægja á uppbyggingu. HMS spáir því að nýjar íbúðir verði mun færri árið 2025 en nú, eða 1.983 talsins. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að nýjasta talning HMS gefi til kynna að færri ný byggingarverkefni hafi farið af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Í septembertalningunni voru 2.574 nýjar framkvæmdir og í marstalningunni 2022 voru þær 2.687. Íbúðum á síðari byggingarstigum hefur jafnframt fjölgað meira en þeim á fyrri stigum. Þetta er sagt gefa til kynna að verktakar leggi meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin og byrji síður á nýjum. Hagfræðideild Landsbankans segir jafnframt að íbúðum á fjórða byggingarstigi hafi fjölgað mest og óvenjumargar íbúðir haldist á því byggingarstigi frá síðustu talningu HMS sem fram fór í september. Íbúðirnar hafa þá verið gerðar fokheldar og framvindan svo stöðvast. Telur HMS þetta mögulega vera merki um að byggingaverktakar haldi að sér höndunum. Landsbankinn „Ýmsir þættir kunna að hafa áhrif, svo sem verri vaxtakjör til fyrirtækja heldur en fyrir tveimur og þremur árum, verri vaxtakjör til einstaklinga og þar með minni eftirspurn eftir húsnæði til kaupa, óvissa um verðþróun á íbúðamarkaði og vaxtaþróun og einnig hærri launa- og byggingarkostnaður. Þó ber að hafa í huga að á síðustu tíu árum hefur íbúðaverð hækkað langtum hraðar en byggingarkostnaður og laun og þótt verulega hafi hægt á hækkunum íbúðaverðs er langt frá því að laun og byggingarkostnaður hafi náð í skottið á því,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir jafnframt að íbúum á Íslandi fjölgi hratt og hafi verið 3,4% fleiri á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Fjölgunin var 3,1% á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og hafði þá aldrei verið jafnmikil á einu ári. Er nú útlit fyrir að nýtt met í fólksfjölgun verði slegið á þessu ári sem auki jafnframt enn frekar eftirspurn eftir húsnæði. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir hafa risið á landinu þar sem af er ári. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að 2.843 nýjar íbúðir verði fullbúnar á þessu ári, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Jafnframt gerir stofnunin ráð fyrir 2.814 nýjum fullbúnum íbúðum á næsta ári. Samtals eru um að ræða 5.657 íbúðir á tveggja ára tímabili en sú tala er nokkuð undir síðustu spá HMS um 6.375 nýjar fullbúnar íbúðir. Framvinda stendur oftar í stað Velta í byggingariðnaði hefur aukist hratt síðustu mánuði og var hún 17% meiri í mars og apríl en á sama tíma í fyrra, samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Þá hefur starfsfólk í greininni hefur ekki verið fleira frá árinu 2008. Íbúðum á fyrsta byggingarstigi fjölgar þó ekki eins og síðustu ár og vísbendingar eru um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Fram kemur í samantekt Hagfræðideildar Landsbankans að íbúðum í byggingu hafi fjölgað sífellt milli talninga HMS. Voru þær 8% fleiri í mars en í september og 21% fleiri í mars í ár en í mars í fyrra. Fjölgunin virðist þó ekki skýrast af auknum krafti í uppbyggingu heldur sé meira um það en áður að framvinda í uppbyggingu íbúða standi í stað, að því er segir í Hagsjánni. Leggi meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný Líkt og áður segir eru vísbendingar um að hugsanlega fari að hægja á uppbyggingu. HMS spáir því að nýjar íbúðir verði mun færri árið 2025 en nú, eða 1.983 talsins. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að nýjasta talning HMS gefi til kynna að færri ný byggingarverkefni hafi farið af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Í septembertalningunni voru 2.574 nýjar framkvæmdir og í marstalningunni 2022 voru þær 2.687. Íbúðum á síðari byggingarstigum hefur jafnframt fjölgað meira en þeim á fyrri stigum. Þetta er sagt gefa til kynna að verktakar leggi meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin og byrji síður á nýjum. Hagfræðideild Landsbankans segir jafnframt að íbúðum á fjórða byggingarstigi hafi fjölgað mest og óvenjumargar íbúðir haldist á því byggingarstigi frá síðustu talningu HMS sem fram fór í september. Íbúðirnar hafa þá verið gerðar fokheldar og framvindan svo stöðvast. Telur HMS þetta mögulega vera merki um að byggingaverktakar haldi að sér höndunum. Landsbankinn „Ýmsir þættir kunna að hafa áhrif, svo sem verri vaxtakjör til fyrirtækja heldur en fyrir tveimur og þremur árum, verri vaxtakjör til einstaklinga og þar með minni eftirspurn eftir húsnæði til kaupa, óvissa um verðþróun á íbúðamarkaði og vaxtaþróun og einnig hærri launa- og byggingarkostnaður. Þó ber að hafa í huga að á síðustu tíu árum hefur íbúðaverð hækkað langtum hraðar en byggingarkostnaður og laun og þótt verulega hafi hægt á hækkunum íbúðaverðs er langt frá því að laun og byggingarkostnaður hafi náð í skottið á því,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir jafnframt að íbúum á Íslandi fjölgi hratt og hafi verið 3,4% fleiri á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Fjölgunin var 3,1% á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og hafði þá aldrei verið jafnmikil á einu ári. Er nú útlit fyrir að nýtt met í fólksfjölgun verði slegið á þessu ári sem auki jafnframt enn frekar eftirspurn eftir húsnæði.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira