Gögn þurfi að vera skiljanleg á erlendri grundu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 11:44 Anna Hrefna Ingimundardóttir er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um enskunotkun samtakanna sem Eiríkur Rögnvaldsson vakti athygli á. vísir Samtök atvinnulífsins þakka Eiríki Rögnvaldssyni íslenskufræðiprófessor fyrir að minna samtökin á að láta íslenska frumútgáfu fylgja skjölum samtakanna á ensku. Er það gert í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins vegna umfjöllunar um bréfaskrif nokkurra íslenskra samtaka innan atvinnulífsins til ráðherra á ensku. Eiríkur furðaði sig á enskunotkuninni og sagði samtökin gefa skít í íslensku með bréfinu. Í yfirlýsingunni segir að samtökin hafi Samtökin hafi alla tíð staðið vörð um íslenska tungu og unnið að verkefnum sem sé ætlað að styrkja íslenska máltækni. Samtökin séu stoltur stofnaðili Almannaróms miðstöðvar máltækni, sem ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Draga lærdóm af umræðunni „Á sama tíma og ein af sérstöðum Íslands felst óneitanlega í arfleifð hins ástkæra ylhýra, þá kemur eðlilega fyrir að gögn þurfi að vera skiljanleg frá okkur á erlendri grundu. Þetta er gert til hagræðis og stundum að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið sem er beinlínis í þeirri kjarnastarfsemi að vera í alþjóðasamskiptum fyrir hönd Íslands.“ Varðandi bréfaskrifin segja samtökin: „Í þessu tilviki skrifum við bréfið á ensku, vitandi að fyrir dyrum stæðu samskipti á alþjóðlegum samstarfsvettvangi á grundvelli EES-samningsins. Innihald þess snýst um að brýna ráðherra og veita upplýsingar svo hún gæti að hagsmunum Íslands við upptöku tilskipunar sem Evrópusambandið hefur samþykkt í EES samninginn, en þær reglur sem um ræðir fela í sér kostnað upp á milljarða króna sem mun falla á íslensk fyrirtæki að óbreyttu. Af umræðunni má þó draga þann lærdóm að ganga úr skugga um að í þeim tilfellum sem enskan er notuð þá fylgi hún alltaf íslenskri frumútgáfu, við þökkum Eiríki fyrir að minna okkur á það.“ Íslensk tunga Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Er það gert í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins vegna umfjöllunar um bréfaskrif nokkurra íslenskra samtaka innan atvinnulífsins til ráðherra á ensku. Eiríkur furðaði sig á enskunotkuninni og sagði samtökin gefa skít í íslensku með bréfinu. Í yfirlýsingunni segir að samtökin hafi Samtökin hafi alla tíð staðið vörð um íslenska tungu og unnið að verkefnum sem sé ætlað að styrkja íslenska máltækni. Samtökin séu stoltur stofnaðili Almannaróms miðstöðvar máltækni, sem ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Draga lærdóm af umræðunni „Á sama tíma og ein af sérstöðum Íslands felst óneitanlega í arfleifð hins ástkæra ylhýra, þá kemur eðlilega fyrir að gögn þurfi að vera skiljanleg frá okkur á erlendri grundu. Þetta er gert til hagræðis og stundum að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið sem er beinlínis í þeirri kjarnastarfsemi að vera í alþjóðasamskiptum fyrir hönd Íslands.“ Varðandi bréfaskrifin segja samtökin: „Í þessu tilviki skrifum við bréfið á ensku, vitandi að fyrir dyrum stæðu samskipti á alþjóðlegum samstarfsvettvangi á grundvelli EES-samningsins. Innihald þess snýst um að brýna ráðherra og veita upplýsingar svo hún gæti að hagsmunum Íslands við upptöku tilskipunar sem Evrópusambandið hefur samþykkt í EES samninginn, en þær reglur sem um ræðir fela í sér kostnað upp á milljarða króna sem mun falla á íslensk fyrirtæki að óbreyttu. Af umræðunni má þó draga þann lærdóm að ganga úr skugga um að í þeim tilfellum sem enskan er notuð þá fylgi hún alltaf íslenskri frumútgáfu, við þökkum Eiríki fyrir að minna okkur á það.“
Íslensk tunga Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira