Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. ágúst 2023 14:00 Fangelsi í höfuðborginni Port-au-Prince. Getty/Niels Salomonsen Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára. Haítí Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára.
Haítí Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira