FIMAK stefnir í gjaldþrot og bærinn reynir að þvinga sameiningu Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 12:20 Fimleikafélag Akureyrar er með aðstöðu í íþróttamiðstöð Giljaskóla á Akureyri. Já.is Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september. Akureyri Fimleikar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september.
Akureyri Fimleikar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira