Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 15:25 Óvíst hefur verið hvers konar starfsemi verður í Faktorshúsi í langan tíma. Múlaþing Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt. Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann. Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann.
Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira