Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 14:34 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, vill opinn nefndarfund um málefni hælisleitenda. Vísir/Arnar Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Óvissa ríkir um hver eigi að koma hælisleitendum sem hafa verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfar endanlegrar synjunar um alþjóðlega vernd til aðstoðar á grundvelli nýrra útlendingalaga ríkisstjórnarinnar. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið svipt þjónustu sé á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur viðrað möguleikann á að koma upp búsetuúrræði fyrir þennan hóp fólks þar sem ferðafrelsi þess væri skert. Á þriðja tug félagasamtaka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu hælisleitenda og sökuðu ráðamenn um villandi og óljósan málflutning. Arndís Anna Kristínadóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dögunum og vikunum þar sem fórnalömb vændismansal og annað fólk í gríðarlega viðkvæmri stöðu sé allslaust úti á götu án möguleika á því að bjarga sér sjálft og án lágmarksaðstoðar í færslu á Facebook-síðu sinni. „Dómsmálaráðherra fabúlerar um opin fangelsi sem enn hafa ekki verið byggð en engar aðrar lausnir verið lagðar til, hvorki tímabundið né til langtíma,“ skrifar Arndís Anna. Ástandið fari stöðugt versnandi Þingmaðurinn segist hafa óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins, sem hann á sæti í, haldi opinn fund með ráðherrum, Lagastofnun Háskóla Íslands og aðilum sem hafi brugðist við stöðunni, eins og Solaris-samtökunum. „Vænti ég þess að boðað verði til fundarsins sem allra fyrst, enda erindið brýnt, ástandið slæmt og fer stöðugt versnandi,“ skrifar Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Óvissa ríkir um hver eigi að koma hælisleitendum sem hafa verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfar endanlegrar synjunar um alþjóðlega vernd til aðstoðar á grundvelli nýrra útlendingalaga ríkisstjórnarinnar. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið svipt þjónustu sé á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur viðrað möguleikann á að koma upp búsetuúrræði fyrir þennan hóp fólks þar sem ferðafrelsi þess væri skert. Á þriðja tug félagasamtaka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu hælisleitenda og sökuðu ráðamenn um villandi og óljósan málflutning. Arndís Anna Kristínadóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dögunum og vikunum þar sem fórnalömb vændismansal og annað fólk í gríðarlega viðkvæmri stöðu sé allslaust úti á götu án möguleika á því að bjarga sér sjálft og án lágmarksaðstoðar í færslu á Facebook-síðu sinni. „Dómsmálaráðherra fabúlerar um opin fangelsi sem enn hafa ekki verið byggð en engar aðrar lausnir verið lagðar til, hvorki tímabundið né til langtíma,“ skrifar Arndís Anna. Ástandið fari stöðugt versnandi Þingmaðurinn segist hafa óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins, sem hann á sæti í, haldi opinn fund með ráðherrum, Lagastofnun Háskóla Íslands og aðilum sem hafi brugðist við stöðunni, eins og Solaris-samtökunum. „Vænti ég þess að boðað verði til fundarsins sem allra fyrst, enda erindið brýnt, ástandið slæmt og fer stöðugt versnandi,“ skrifar Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51
„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54