Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 18:47 Stuðningsmenn Trumps segja að þau vilji að hann sjái að hann njóti stuðnings þeirra. AP/Mike Stewart Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38