Gott kvöld fyrir Jamaíku í Búdapest og dramatíkin allsráðandi Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:56 Danielle Williams var sátt í lok 100 metra grindahlaupsins. Vísir/Getty Nokkuð óvænt úrslit urðu í 100 metra grindahlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Jamaíka nældi í fern verðlaun í keppnum kvöldsins. Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira