136 tonn af svifryki svífa um borgina árlega Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2023 14:01 Við sem þjóð erum stolt af landinu okkar, stolt af landsins gæðum; vatninu sem við drekkum ferskt úr ám og lækjum, ósnortinni náttúru - sem er úfin og ófyrirséð og blessuðu loftinu sem við öndum að okkur. Vaxandi borg - fleiri bílar - meiri umferð Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Í upphafi var Reykjavík bær við sundin sem þróaðist í þorp og endaði sem borg. Fólk sækir í þéttbýli og þjónustu, vill búa í borgum og eltir atvinnutækifæri. Samhliða fólksfjölgun og aukinni velmegun hefur bílum fjölgað og úr tölum Vegagerðarinnar má lesa að rúmlega 7% aukning hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu á milli ára í júlímánuði. Loftmengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk of oft á liðnu ári og við munum væntanlega finna fyrir aukinni umferð næstu vikur þegar skólar og vinnustaðir fara af stað eftir sumarfrí. Fleiri bílar en fólk Síðustu fimm árin hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæplega 28 þúsund, þar af Reykvíkingum um tæplega 16 þúsund. Þegar sveitafélögin á Reykjanesi eru tekin með þá er heildarfjöldi íbúa um 255 þúsund; fjölgun íbúa á svæðinu um 12%. Á vef Samgöngustofu kemur fram að heildarfjöldi ökutækja í Reykjavík er 125.798. Þegar höfuðborgarsvæðið og sveitarfélögin á Reykjanesi eru tekin saman er heildarfjöldi ökutækja 261 þúsund. Fleiri bílar en fólk. Áætlanir gera ráð fyrir svipaðri fjölgun íbúa næstu fjögur árin en með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili bætast við 12.000 bílar á götur höfuðborgarsvæðisins. Hver eru áhrif svifryks á líkamann? Í loftinu sem við öndum að okkur er að finna efni, litlar síbreytilegar agnir, geta verið á föstu form eða vökva. Þessar agnir falla aftur niður úr andrúmsloftinu nálægt uppruna mengunarinnar og þær agnir þekkjum við undir heitinu svifryk. Svifryk má flokka í gróft og fínt, þar sem gróft svifryk miðast við 2,5-10 míkrómetra en fínt undir 2,5 míkrómetra. Til viðmiðunar er eitt korn af fínum fjörusandi 90 míkrómetrar, þannig að þessar agnir eru einmitt agnarsmáar. Svifrykið sem er undir 10 míkrómetrum kemst inn í öndunarfæri manna, læðist niður berkjur og þær allra smæstu setjast að í lungnablöðrunum og frásogast út í blóðrásina. Þannig er svifrykið ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Áhrif nagladekkja á svifryk Í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis og auðlindafræði sem var unnin fyrir Vegagerðina árið 2021, og nefnist Áhrif hraða á mengun vegna umferðar, koma fram sláandi niðurstöður um hversu víðtæk og afgerandi hlutdeild nagladekk er í svifryki. Þar kemur fram að bíll á nagladekkjum eys um 2 kg af svifryki á ári hverju miðað við meðalakstur á meðan bíll sem ekur án nagladekkja eys um 300 grömmum af svifryki. Í þessum niðurstöðum er búið að taka tillit til annara þátta í mengun bílsins eins og dekkjaslits og bremsuryks. Einn bíll sem ekur um á nagladekkjum á veturna mengar á við 6 bíla sem keyra um á annars konar vetrardekkjum. 136 tonn af svifryki árlega Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar heldur utan um talningu nagladekkja og skv. þeim tölum er um 44% bíla síðustu árin á negldum dekkjum. Ef hlutfall nagladekkja er 44% á ári er reiknað upp með núverandi fjölda bíla í borginni í meðalakstri skila bílar Reykvíkinga um 136 tonnum af svifryki út í andrúmsloftið á ári hverju. Talan kann að virðast ótrúleg, einn stór vörubíll tekur 40 tonna hlass og því má sjá fyrir sér rúmlega þrjá stóra vörubíla hlaðna svifryki. Ef við næðum hlutfalli bíla á nagladekkjum úr 44% í 20% myndi sami fjöldi bíla skila 84 tonnum af svifryki út í andrúmsloftið, eða 38% minna. Ef hlutfall nagladekkja næðist niður í 10% yrði samdrátturinn í svifryksmengun 54%. Léleg loftgæði ein mesta ógn mannkyns? Svifryk er ekkert smámál í borgarsamfélagi dagsins í dag, þessar smáu agnir sem í tonnum þyrlast út í andrúmsloftið í kringum íbúa okkar, börnin okkar. Slæm loftgæði hafa áhrif á heilsu fólks, sérstaklega viðkvæma hópa og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur léleg loftgæði eina mestu ógn mannkyns. Borgalína í forgang - stýra umferð með gjaldtöku - færri nagladekk Það er til mikils að vinna að draga úr notkun nagladekkja, minnka umferð, lækka hraðann og stýra umferð með gjaldtöku. Á meðan ríkisstjórnin niðurgreiðir bílaleigubíla um milljarð króna, kaupir kolefnisaflátsbréf frá Slóvakíu fyrir 350 m.kr. og niðurgreiðir flugferðir með Loftbrúnni gat hún ekki stutt við strætó vegna tekjutaps í Covid, komið í gegn lögum sem draga úr nagladekkjanotkun eða aukin gjöld á umferð allra bíla, stórra sem smáa. Það er ekki sýnileg samstaða um neitt á ríkisstjórnar heimilinu sem getur dregið úr umferð til að bæta loftgæði á fjölmennasta stað landsins. Það er kominn tími á tiltekt, nema þau hafi hugrekki til að standa með almenningssamgöngum. Sýna í verki stuðning við endurnýjun vagnaflota Strætó, tryggja Borgarlínunni brautargengi umfram stofnvegaframkvæmdir, því þær auka umferð en draga ekki úr henni, setja uppbyggingu Borgalínu í algeran forgang og hvetja til fjölbreyttra ferðamáta í enn ríkari mæli en nú er gert. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með umhverfinu, íbúunum og rétta forgangsröðun fjármuna. Við viljum ekki vera kynslóðin sem kæfir komandi kynslóðir í slæmum loftgæðum og taka þannig af þeim gæði sem okkar kynslóð og þær á undan ólust upp við; hreint land, hreint vatn, hreint loft. Við viljum borg fyrir fólk en ekki bíla - fleira fólk - færri bíla - hreinna loft! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem þjóð erum stolt af landinu okkar, stolt af landsins gæðum; vatninu sem við drekkum ferskt úr ám og lækjum, ósnortinni náttúru - sem er úfin og ófyrirséð og blessuðu loftinu sem við öndum að okkur. Vaxandi borg - fleiri bílar - meiri umferð Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Í upphafi var Reykjavík bær við sundin sem þróaðist í þorp og endaði sem borg. Fólk sækir í þéttbýli og þjónustu, vill búa í borgum og eltir atvinnutækifæri. Samhliða fólksfjölgun og aukinni velmegun hefur bílum fjölgað og úr tölum Vegagerðarinnar má lesa að rúmlega 7% aukning hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu á milli ára í júlímánuði. Loftmengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk of oft á liðnu ári og við munum væntanlega finna fyrir aukinni umferð næstu vikur þegar skólar og vinnustaðir fara af stað eftir sumarfrí. Fleiri bílar en fólk Síðustu fimm árin hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæplega 28 þúsund, þar af Reykvíkingum um tæplega 16 þúsund. Þegar sveitafélögin á Reykjanesi eru tekin með þá er heildarfjöldi íbúa um 255 þúsund; fjölgun íbúa á svæðinu um 12%. Á vef Samgöngustofu kemur fram að heildarfjöldi ökutækja í Reykjavík er 125.798. Þegar höfuðborgarsvæðið og sveitarfélögin á Reykjanesi eru tekin saman er heildarfjöldi ökutækja 261 þúsund. Fleiri bílar en fólk. Áætlanir gera ráð fyrir svipaðri fjölgun íbúa næstu fjögur árin en með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili bætast við 12.000 bílar á götur höfuðborgarsvæðisins. Hver eru áhrif svifryks á líkamann? Í loftinu sem við öndum að okkur er að finna efni, litlar síbreytilegar agnir, geta verið á föstu form eða vökva. Þessar agnir falla aftur niður úr andrúmsloftinu nálægt uppruna mengunarinnar og þær agnir þekkjum við undir heitinu svifryk. Svifryk má flokka í gróft og fínt, þar sem gróft svifryk miðast við 2,5-10 míkrómetra en fínt undir 2,5 míkrómetra. Til viðmiðunar er eitt korn af fínum fjörusandi 90 míkrómetrar, þannig að þessar agnir eru einmitt agnarsmáar. Svifrykið sem er undir 10 míkrómetrum kemst inn í öndunarfæri manna, læðist niður berkjur og þær allra smæstu setjast að í lungnablöðrunum og frásogast út í blóðrásina. Þannig er svifrykið ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Áhrif nagladekkja á svifryk Í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis og auðlindafræði sem var unnin fyrir Vegagerðina árið 2021, og nefnist Áhrif hraða á mengun vegna umferðar, koma fram sláandi niðurstöður um hversu víðtæk og afgerandi hlutdeild nagladekk er í svifryki. Þar kemur fram að bíll á nagladekkjum eys um 2 kg af svifryki á ári hverju miðað við meðalakstur á meðan bíll sem ekur án nagladekkja eys um 300 grömmum af svifryki. Í þessum niðurstöðum er búið að taka tillit til annara þátta í mengun bílsins eins og dekkjaslits og bremsuryks. Einn bíll sem ekur um á nagladekkjum á veturna mengar á við 6 bíla sem keyra um á annars konar vetrardekkjum. 136 tonn af svifryki árlega Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar heldur utan um talningu nagladekkja og skv. þeim tölum er um 44% bíla síðustu árin á negldum dekkjum. Ef hlutfall nagladekkja er 44% á ári er reiknað upp með núverandi fjölda bíla í borginni í meðalakstri skila bílar Reykvíkinga um 136 tonnum af svifryki út í andrúmsloftið á ári hverju. Talan kann að virðast ótrúleg, einn stór vörubíll tekur 40 tonna hlass og því má sjá fyrir sér rúmlega þrjá stóra vörubíla hlaðna svifryki. Ef við næðum hlutfalli bíla á nagladekkjum úr 44% í 20% myndi sami fjöldi bíla skila 84 tonnum af svifryki út í andrúmsloftið, eða 38% minna. Ef hlutfall nagladekkja næðist niður í 10% yrði samdrátturinn í svifryksmengun 54%. Léleg loftgæði ein mesta ógn mannkyns? Svifryk er ekkert smámál í borgarsamfélagi dagsins í dag, þessar smáu agnir sem í tonnum þyrlast út í andrúmsloftið í kringum íbúa okkar, börnin okkar. Slæm loftgæði hafa áhrif á heilsu fólks, sérstaklega viðkvæma hópa og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur léleg loftgæði eina mestu ógn mannkyns. Borgalína í forgang - stýra umferð með gjaldtöku - færri nagladekk Það er til mikils að vinna að draga úr notkun nagladekkja, minnka umferð, lækka hraðann og stýra umferð með gjaldtöku. Á meðan ríkisstjórnin niðurgreiðir bílaleigubíla um milljarð króna, kaupir kolefnisaflátsbréf frá Slóvakíu fyrir 350 m.kr. og niðurgreiðir flugferðir með Loftbrúnni gat hún ekki stutt við strætó vegna tekjutaps í Covid, komið í gegn lögum sem draga úr nagladekkjanotkun eða aukin gjöld á umferð allra bíla, stórra sem smáa. Það er ekki sýnileg samstaða um neitt á ríkisstjórnar heimilinu sem getur dregið úr umferð til að bæta loftgæði á fjölmennasta stað landsins. Það er kominn tími á tiltekt, nema þau hafi hugrekki til að standa með almenningssamgöngum. Sýna í verki stuðning við endurnýjun vagnaflota Strætó, tryggja Borgarlínunni brautargengi umfram stofnvegaframkvæmdir, því þær auka umferð en draga ekki úr henni, setja uppbyggingu Borgalínu í algeran forgang og hvetja til fjölbreyttra ferðamáta í enn ríkari mæli en nú er gert. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með umhverfinu, íbúunum og rétta forgangsröðun fjármuna. Við viljum ekki vera kynslóðin sem kæfir komandi kynslóðir í slæmum loftgæðum og taka þannig af þeim gæði sem okkar kynslóð og þær á undan ólust upp við; hreint land, hreint vatn, hreint loft. Við viljum borg fyrir fólk en ekki bíla - fleira fólk - færri bíla - hreinna loft! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun