Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 23:19 Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“ Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira