Endurskoðun samgöngusáttmálans Ó. Ingi Tómasson skrifar 29. ágúst 2023 11:30 Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hafnarfjörður Borgarlína Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun