„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 11:31 Mishu og Hxffi voru að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Elska allt. Skjáskot úr myndbandi „Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Elska allt - Mishu & Hxffi „Með tilkomu láréttra fjölmiðla urðu tónlistarmyndbönd munaðarvara. Z kynslóðin fékk ekkert meira en smjörþefinn af túbusjónvörpum og PoppTV. Það var ákveðinn sjarmi í því að sjá Britney í sjónvarpinu. Litadýrð og glæsibragur var eitthvað sem þú gast bara ekki sleppt. Þú gast jafnvel kortlagt tónlistarmenn út frá litapalletum og tískustefnum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu. Nýir tímar kalla á nýja list „Listræn útrás og expressionismi á sér ekki bara stað í hljóðheimum heldur hefur þetta alltaf verið heildræn upplifun. Jenny hefði aldrei gert blokkina kúl ef það væri ekki fyrir kroppaða toppa og MTV hjálpaði ungdóminum að hefja leitina að sjálfum sér á stílrænan hátt og jafnvel hugmyndafræðilegan líka. Þriðja bylgja íslenskrar rapp tónlistar var ennþá að verða fyrir áhrifum kaliforníkeringu og linnulausrar efnishyggju. Það er ekki að segja að upphafning kapítalískra gilda sé ekki listræn tjáning líka en nýir tímar kalla á nýja list. Tónlistarmyndbönd þurfa ekki að líta út eins og auglýsingar fyrir bílaumboð eða bandaríska stórkjarna lengur. Hyperpop tónlist hefur í eðli sínu alltaf hafnað táknrænum goðum og fagnað hinseginleikanum.“ Mishu og Haffi unnu myndbandið með Vigdísi Howser og Kristjáni Erni en myndbandið er fjöllistaverkefni.Aðsend Endurkoma inn í íslensku tónlistarsenuna Mishu og Haffi segja að það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun að fá Vigdísi Howser til að leikstýra og framleiða þetta svokallaða samstarfs fjöllistaverkefni. Móðir Mishu kenndi Vigdísi Kynjafræði í Háskóla Íslands og við fyrstu kynni Mishu og Vigdísar segja þau að það hafi strax verið borðleggjandi að endurkoma Vigdísar inn í íslensku tónlistarsenuna kæmi með pomp og prakt. „Júlía Grunvalt sem er helmingurinn af Bling and Jewelz kom að stílíseringunni með okkur og það var mjög meðvituð ákvörðun hjá okkur að fara frekar í Spúútnik og styðja við vistvæn hagkerfi en að kaupa bara nýtt, nýtt, nýtt. Þess má líka geta að bómullin undir Berlínarkenndum netabolum sem við klæðumst er handmálaður af Mishu.“ Netabolurinn fullkomnaði lúkkið að sögn teymisins. Skjáskot úr myndbandi „Stærsta lygi samtímans“ Teymið segir að tónlistin og textasmíðin geti skorað á hlustandann sjálfan. „Elska Allt er í sjálfu sér um stærstu vestrænu lygina sem að við lifum stanslaust í, ameríski draumurinn síendurtekinn og mataður ofan í okkur á silfurhúðuðum platta. Kaldhæðnin liggur í sjálfu sér í stærstu lygi samtímans, að við getum sigra að valdaójafnvægi og stéttabaráttuna með tæmandi vinnusemi og dugnaði almúgans. „Heimurinn er þinn en samt ekki“ er hugsun sem hefur bergmálað inn í mér frá barnæsku, ég held að það deili margir sömu upplifun og þess vegna hef ég alltaf heillast af því að vinna með og kynna mér málefni jaðarsettra hópa. Við vildum bara miðla því að það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla.“ Listafólkið vill minna á að það sé ást í loftinu og pláss fyrir alla. Aðsend Hér má sjá Mishu og Hxffa á Youtube. Tónlist Menning Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Elska allt - Mishu & Hxffi „Með tilkomu láréttra fjölmiðla urðu tónlistarmyndbönd munaðarvara. Z kynslóðin fékk ekkert meira en smjörþefinn af túbusjónvörpum og PoppTV. Það var ákveðinn sjarmi í því að sjá Britney í sjónvarpinu. Litadýrð og glæsibragur var eitthvað sem þú gast bara ekki sleppt. Þú gast jafnvel kortlagt tónlistarmenn út frá litapalletum og tískustefnum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu. Nýir tímar kalla á nýja list „Listræn útrás og expressionismi á sér ekki bara stað í hljóðheimum heldur hefur þetta alltaf verið heildræn upplifun. Jenny hefði aldrei gert blokkina kúl ef það væri ekki fyrir kroppaða toppa og MTV hjálpaði ungdóminum að hefja leitina að sjálfum sér á stílrænan hátt og jafnvel hugmyndafræðilegan líka. Þriðja bylgja íslenskrar rapp tónlistar var ennþá að verða fyrir áhrifum kaliforníkeringu og linnulausrar efnishyggju. Það er ekki að segja að upphafning kapítalískra gilda sé ekki listræn tjáning líka en nýir tímar kalla á nýja list. Tónlistarmyndbönd þurfa ekki að líta út eins og auglýsingar fyrir bílaumboð eða bandaríska stórkjarna lengur. Hyperpop tónlist hefur í eðli sínu alltaf hafnað táknrænum goðum og fagnað hinseginleikanum.“ Mishu og Haffi unnu myndbandið með Vigdísi Howser og Kristjáni Erni en myndbandið er fjöllistaverkefni.Aðsend Endurkoma inn í íslensku tónlistarsenuna Mishu og Haffi segja að það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun að fá Vigdísi Howser til að leikstýra og framleiða þetta svokallaða samstarfs fjöllistaverkefni. Móðir Mishu kenndi Vigdísi Kynjafræði í Háskóla Íslands og við fyrstu kynni Mishu og Vigdísar segja þau að það hafi strax verið borðleggjandi að endurkoma Vigdísar inn í íslensku tónlistarsenuna kæmi með pomp og prakt. „Júlía Grunvalt sem er helmingurinn af Bling and Jewelz kom að stílíseringunni með okkur og það var mjög meðvituð ákvörðun hjá okkur að fara frekar í Spúútnik og styðja við vistvæn hagkerfi en að kaupa bara nýtt, nýtt, nýtt. Þess má líka geta að bómullin undir Berlínarkenndum netabolum sem við klæðumst er handmálaður af Mishu.“ Netabolurinn fullkomnaði lúkkið að sögn teymisins. Skjáskot úr myndbandi „Stærsta lygi samtímans“ Teymið segir að tónlistin og textasmíðin geti skorað á hlustandann sjálfan. „Elska Allt er í sjálfu sér um stærstu vestrænu lygina sem að við lifum stanslaust í, ameríski draumurinn síendurtekinn og mataður ofan í okkur á silfurhúðuðum platta. Kaldhæðnin liggur í sjálfu sér í stærstu lygi samtímans, að við getum sigra að valdaójafnvægi og stéttabaráttuna með tæmandi vinnusemi og dugnaði almúgans. „Heimurinn er þinn en samt ekki“ er hugsun sem hefur bergmálað inn í mér frá barnæsku, ég held að það deili margir sömu upplifun og þess vegna hef ég alltaf heillast af því að vinna með og kynna mér málefni jaðarsettra hópa. Við vildum bara miðla því að það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla.“ Listafólkið vill minna á að það sé ást í loftinu og pláss fyrir alla. Aðsend Hér má sjá Mishu og Hxffa á Youtube.
Tónlist Menning Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira