Taktu skrefið María Rún Bjarnadóttir skrifar 30. ágúst 2023 12:30 Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun