Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 12:28 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar. Vísir/Sigurjón Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill. Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill.
Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira