Einhleypan: „Mamma bannar mér að fara út í pólitík og fá mér húðflúr“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2023 21:22 Óli Már Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn, þekktur sem Gústi B, lýsir sjálfum sér sem duglegum, metnaðarfullum og kolrugluðum ungum manni. Hann heillast að sjálfsöryggi þegar það kemur að samskiptum kynjanna og segir kokteilar og píla í miðbænum uppskrift að hinu fullkomna stefnumóti. Starfsferill Gústa hófst í kjölfar vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok sem hefur leitt hann að draumastarfinu á útvarpsstöðinni FM957. „Þetta var gamall draumur. Það eru til gömul viðtöl við mig þar sem ég tala um það og þegar ég var yngri lék ég mér með kasettur og þóttist vera Brynjar Már á FM957,“ segir Gústi sem hann heldur úti þættinum Veislan ásamt Páli Orra. Að sögn Gústa er sumarið hjá honum rétt að byrja á næstu dögum. „Ég fór ekki til útlanda í sumar en er að fara í þrjár á í þessum mánuði með Prettyboitjokko til Ibiza, Mallorca og Bratislava. „Sumarið er rétt að byrja,“ segir Gústi sem starfar sem plötusnúður fyrir Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko. Hér að neðan svarar Gústi spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? Ég er 21 árs og það er mjög misjafnt hvort fólk heldur að ég sé eldri eða yngri. Svo er fólk líka alltaf jafn hissa á að ég sé ekki lágvaxinn. Ég veit ekki hvað það mál snýst um. Starf? Útvarpsmaður og plötusnúður. Svo tala ég inn á teiknimyndir, framleiði efni fyrir samfélagsmiðla og geri milljón aðra hluti eins og til dæmis að reka skemmtistað. Ég reyni að hafa alltaf nóg að gera. Annars líður mér skringilega. Nýjasta verkefnið mitt var að tala inn á nýju Ninja Turtles myndina. Þar var ég að kljást við Herra Hnetusmjör í hlutverki illmennisins. Áhugamál? Mér finnst geðveikt gaman að fara í pílu. Ég er samt alls ekki góður. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gústi B er hliðarsjálfið mitt. Góðir vinir mínir kalla mig bara Ágúst. Mér finnst mikilvægt að halda í það. Svo hatar líka níræða amma mín Þórunn Sigríður Beinteinsdóttir þegar ég er kallaður Gústi. Aldur í anda? Ég er alls ekki fullorðinslegur. Er til dæmis alltaf gagnrýndur fyrir Hagkaups-nammipokann minn og svona. Við getum sagt að ég hagi mér kannski eins og 18 ára strákur myndi haga sér. Menntun? Ég var í MR, eins og öll systkini mín, það var drepleiðinlegt að læra latínu en maður tók þetta á kassann. Ég hætti svo í viðskiptafræðinni í Háskólanum þegar ég sá í hvað stefndi á samfélagsmiðlunum og útvarpinu. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Beinteinn. Það er nefnilega millinafnið mitt. Guilty pleasure kvikmynd? Van Wilder. Ég elska svona háskóla-myndir. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, í Sonju Story úr Áttunni. Þau Egill Ploder voru alltaf í miklu uppáhaldi. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Einstaka sinnum þegar ég er að aðskilja Gústa B frá Ágústi Beinteini. Annars ekki. Það er hallærislegt. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Syng aðallega bara lög eftir Prettyboitjokko. Það er mikið sjúklega gott efni á leiðinni frá honum. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Verð ég ekki að segja TikTok? Ferillinn hófst á því. Ertu á stefnumótaforritum? Ég er reyndar með aðgang á Raya. Stefnumótaforritinu fyrir fræga og ríka fólkið. Ég er samt lítið að skrolla á því. Kannski verð ég að rífa mig í gang þar. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Duglegur, metnaðarfullur og ruglaður. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Duglegur, metnaðarfullur og kolruglaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Mér finnst heillandi þegar aðilar eru sjálfsöryggir. En óheillandi? Það er alltaf óheillandi þegar fólk reynir að vera eitthvað sem það er ekki. Þegar maður skynjar að einhver er að setja upp leikrit reynir maður bara að forða sér. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Refur. Alltaf refur. Ég er oft spurður af fullorðnu fólki hvort refurinn sé á lífi. Ég má ekki tjá mig um refinn en ef þetta er bara á milli okkar þá get ég staðfest að hann er í fullu fjöri. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Bieberinn, Zac Efron og Drake. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er gríðarlega fljótur að synda. Fyrir tveimur árum var ég að keppa á Íslandsmeistaramótinu í sundi. Það er bringusundið sem ég er bestur í. Óli Már Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er alltaf skemmtilegast að prufa eitthvað nýtt. Ég verð mjög fljótt þreyttur á hlutunum og þarf eitthvað nýtt til að örva mig. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég þoli ekki að taka til. Kann varla að setja í þvottavél. Það er hræðilegt - ég veit. Ertu A eða B týpa? Ég er B týpa. Ég hef ekki vaknað fyrir hádegi í þrjú ár. Nema þegar ég þarf að sjá um takkaborðið fyrir Brennsluna á FM þegar þau eru úti á landi. Það er óþolandi. Hvernig viltu eggin þín? Ég borða ekki egg. Mér finnst það frekar steikt dæmi. Hvernig viltu kaffið þitt? Drekk ekki kaffi. Ég er af nýja skólanum. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er mikið á American Bar og B5. Ingvar Svendsen sem er einn eigenda American Bar er sérstakur vinur minn. Ertu með einhvern bucket lista? Já, en ég á erfitt með að deila því hvaða hlutir eru á honum. Mig langar ekki að rugla í orku heimsins sem er að græja þetta allt fyrir mig. Úff, þetta var djúpt. Ég myndi segja tattú en mamma er bara með tvær reglur og ég geri henni til geðs að fylgja þeim. Mamma bannar mér að fara út í pólitík og að fá mér húðflúr. Mér finnst nú alveg sanngjarnt að ég reyni að virða það. Einhvern tímann langar mig að verða umboðsmaður - þótt ég sé reyndar sjálfur með eigin umboðsmann. Ég yrði líklega fyrsti umboðsmaðurinn með umboðsmann. Draumastefnumótið? Bara eitthvað þægilegt. Kokteilar á þægilegum stað niðri í bæ. Eða píla. Ég er ekki týpan til að vilja klifra upp á eitthvert fjall með einhverjum sem ég þekki lítið. Það er meira svona eitthvað sem ég myndi gera eftir þriggja mánaða samband. Óli Már Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég syng aldrei vitlausa söngtexta. Ég man heilu lögin bara eftir að hafa heyrt þau einu sinni. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er lítið í því að horfa á sjónvarp. Örugglega bara Idolið þegar það var í gangi. Ég er mjög spenntur fyrir komandi seríu. Hvaða bók lastu síðast? Bók? Ég les ekki bækur. Jú, reyndar las ég ævisöguna hans Bjögga yngri. Hún heitir Billions to Bust and Back. Hvað er Ást? Ást er ákveðin stemning. Væntumþykja og svona en mér finnst samt traust langmikilvægast. Hægt er að fylgjast með Gústa á Instagram hér. Ástin og lífið Samkvæmislífið Einhleypan Tengdar fréttir Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. 24. júlí 2023 14:58 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Starfsferill Gústa hófst í kjölfar vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok sem hefur leitt hann að draumastarfinu á útvarpsstöðinni FM957. „Þetta var gamall draumur. Það eru til gömul viðtöl við mig þar sem ég tala um það og þegar ég var yngri lék ég mér með kasettur og þóttist vera Brynjar Már á FM957,“ segir Gústi sem hann heldur úti þættinum Veislan ásamt Páli Orra. Að sögn Gústa er sumarið hjá honum rétt að byrja á næstu dögum. „Ég fór ekki til útlanda í sumar en er að fara í þrjár á í þessum mánuði með Prettyboitjokko til Ibiza, Mallorca og Bratislava. „Sumarið er rétt að byrja,“ segir Gústi sem starfar sem plötusnúður fyrir Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko. Hér að neðan svarar Gústi spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? Ég er 21 árs og það er mjög misjafnt hvort fólk heldur að ég sé eldri eða yngri. Svo er fólk líka alltaf jafn hissa á að ég sé ekki lágvaxinn. Ég veit ekki hvað það mál snýst um. Starf? Útvarpsmaður og plötusnúður. Svo tala ég inn á teiknimyndir, framleiði efni fyrir samfélagsmiðla og geri milljón aðra hluti eins og til dæmis að reka skemmtistað. Ég reyni að hafa alltaf nóg að gera. Annars líður mér skringilega. Nýjasta verkefnið mitt var að tala inn á nýju Ninja Turtles myndina. Þar var ég að kljást við Herra Hnetusmjör í hlutverki illmennisins. Áhugamál? Mér finnst geðveikt gaman að fara í pílu. Ég er samt alls ekki góður. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gústi B er hliðarsjálfið mitt. Góðir vinir mínir kalla mig bara Ágúst. Mér finnst mikilvægt að halda í það. Svo hatar líka níræða amma mín Þórunn Sigríður Beinteinsdóttir þegar ég er kallaður Gústi. Aldur í anda? Ég er alls ekki fullorðinslegur. Er til dæmis alltaf gagnrýndur fyrir Hagkaups-nammipokann minn og svona. Við getum sagt að ég hagi mér kannski eins og 18 ára strákur myndi haga sér. Menntun? Ég var í MR, eins og öll systkini mín, það var drepleiðinlegt að læra latínu en maður tók þetta á kassann. Ég hætti svo í viðskiptafræðinni í Háskólanum þegar ég sá í hvað stefndi á samfélagsmiðlunum og útvarpinu. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Beinteinn. Það er nefnilega millinafnið mitt. Guilty pleasure kvikmynd? Van Wilder. Ég elska svona háskóla-myndir. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, í Sonju Story úr Áttunni. Þau Egill Ploder voru alltaf í miklu uppáhaldi. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Einstaka sinnum þegar ég er að aðskilja Gústa B frá Ágústi Beinteini. Annars ekki. Það er hallærislegt. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Syng aðallega bara lög eftir Prettyboitjokko. Það er mikið sjúklega gott efni á leiðinni frá honum. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Verð ég ekki að segja TikTok? Ferillinn hófst á því. Ertu á stefnumótaforritum? Ég er reyndar með aðgang á Raya. Stefnumótaforritinu fyrir fræga og ríka fólkið. Ég er samt lítið að skrolla á því. Kannski verð ég að rífa mig í gang þar. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Duglegur, metnaðarfullur og ruglaður. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Duglegur, metnaðarfullur og kolruglaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Mér finnst heillandi þegar aðilar eru sjálfsöryggir. En óheillandi? Það er alltaf óheillandi þegar fólk reynir að vera eitthvað sem það er ekki. Þegar maður skynjar að einhver er að setja upp leikrit reynir maður bara að forða sér. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Refur. Alltaf refur. Ég er oft spurður af fullorðnu fólki hvort refurinn sé á lífi. Ég má ekki tjá mig um refinn en ef þetta er bara á milli okkar þá get ég staðfest að hann er í fullu fjöri. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Bieberinn, Zac Efron og Drake. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er gríðarlega fljótur að synda. Fyrir tveimur árum var ég að keppa á Íslandsmeistaramótinu í sundi. Það er bringusundið sem ég er bestur í. Óli Már Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er alltaf skemmtilegast að prufa eitthvað nýtt. Ég verð mjög fljótt þreyttur á hlutunum og þarf eitthvað nýtt til að örva mig. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég þoli ekki að taka til. Kann varla að setja í þvottavél. Það er hræðilegt - ég veit. Ertu A eða B týpa? Ég er B týpa. Ég hef ekki vaknað fyrir hádegi í þrjú ár. Nema þegar ég þarf að sjá um takkaborðið fyrir Brennsluna á FM þegar þau eru úti á landi. Það er óþolandi. Hvernig viltu eggin þín? Ég borða ekki egg. Mér finnst það frekar steikt dæmi. Hvernig viltu kaffið þitt? Drekk ekki kaffi. Ég er af nýja skólanum. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er mikið á American Bar og B5. Ingvar Svendsen sem er einn eigenda American Bar er sérstakur vinur minn. Ertu með einhvern bucket lista? Já, en ég á erfitt með að deila því hvaða hlutir eru á honum. Mig langar ekki að rugla í orku heimsins sem er að græja þetta allt fyrir mig. Úff, þetta var djúpt. Ég myndi segja tattú en mamma er bara með tvær reglur og ég geri henni til geðs að fylgja þeim. Mamma bannar mér að fara út í pólitík og að fá mér húðflúr. Mér finnst nú alveg sanngjarnt að ég reyni að virða það. Einhvern tímann langar mig að verða umboðsmaður - þótt ég sé reyndar sjálfur með eigin umboðsmann. Ég yrði líklega fyrsti umboðsmaðurinn með umboðsmann. Draumastefnumótið? Bara eitthvað þægilegt. Kokteilar á þægilegum stað niðri í bæ. Eða píla. Ég er ekki týpan til að vilja klifra upp á eitthvert fjall með einhverjum sem ég þekki lítið. Það er meira svona eitthvað sem ég myndi gera eftir þriggja mánaða samband. Óli Már Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég syng aldrei vitlausa söngtexta. Ég man heilu lögin bara eftir að hafa heyrt þau einu sinni. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er lítið í því að horfa á sjónvarp. Örugglega bara Idolið þegar það var í gangi. Ég er mjög spenntur fyrir komandi seríu. Hvaða bók lastu síðast? Bók? Ég les ekki bækur. Jú, reyndar las ég ævisöguna hans Bjögga yngri. Hún heitir Billions to Bust and Back. Hvað er Ást? Ást er ákveðin stemning. Væntumþykja og svona en mér finnst samt traust langmikilvægast. Hægt er að fylgjast með Gústa á Instagram hér.
Ástin og lífið Samkvæmislífið Einhleypan Tengdar fréttir Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. 24. júlí 2023 14:58 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. 24. júlí 2023 14:58