Hamborgarakeðjur í hremmingum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2023 14:31 Burger King hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum er sökuð um að auglýsa miklu stærri hamborgara heldur en viðskiptavinir fá í hendurnar. Dómsmál hefst í New York á næstunni. Wikimedia Commons Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang. Matur Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang.
Matur Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira