Onana snýr aftur í landsliðið eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í fyrra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 13:30 Andre Onana, markvörður Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið. James Gill - Danehouse/Getty Images Andre Onana, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið þrátt fyrir að hafa lagt landsliðshanskana á hilluna á síðasta ári. Hinn 27 ára Onana var í kamerúnska landsliðinu sem vann sér inn þátttökurétt á HM í Katar á síðasta ári. Hann lék fyrsta leikinn á mótinu, en var settur í agabann stuttu síðar og kom ekki meira við sögu á HM. Onana hafði lent í deilum við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og eftir mótið greindi hann frá því að hann væri búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, þá aðeins 26 ára gamall. Markvörðurinn er þó mættur aftur í landsliðið og verður í hópnum þegar Kamerún mætir Búrúndí í hreinum úrslitaleik um sæti á Afríkumótinu næstkomandi þriðjudag. Onana birti færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að endurkoman í landsliðið sé meðal annars til að heiðra draum sinn. „Í fótboltaheiminum, rétt eins og í lífinu sjálfu, koma augnablik sem ákvarða framtíðina og þarfnast mikilvægra ákvarðana,“ ritaði Onana. „Seinustu mánuði hef ég þurft að glíma við aðstæður sem einkennast af óréttlæti og ráðsemi.“ „Ég svara þó kalli þjóðar minnar af algjörri vissu og veit að endurkoman er ekki bara til að heiðra persónulegan draum, heldur einnig til að koma til móts við væntingar og stuðning kamerúnsku þjóðarinnar sem á skilið að fylgjast með landsliði sem er staðráðið í að skína.“ André Onana confirms he has come out of international retirement to rejoin Cameroon’s squad for their upcoming Africa Cup of Nations qualifier against Burundi 🇨🇲 pic.twitter.com/jCiiCw6Rwy— B/R Football (@brfootball) September 4, 2023 Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hinn 27 ára Onana var í kamerúnska landsliðinu sem vann sér inn þátttökurétt á HM í Katar á síðasta ári. Hann lék fyrsta leikinn á mótinu, en var settur í agabann stuttu síðar og kom ekki meira við sögu á HM. Onana hafði lent í deilum við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og eftir mótið greindi hann frá því að hann væri búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, þá aðeins 26 ára gamall. Markvörðurinn er þó mættur aftur í landsliðið og verður í hópnum þegar Kamerún mætir Búrúndí í hreinum úrslitaleik um sæti á Afríkumótinu næstkomandi þriðjudag. Onana birti færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að endurkoman í landsliðið sé meðal annars til að heiðra draum sinn. „Í fótboltaheiminum, rétt eins og í lífinu sjálfu, koma augnablik sem ákvarða framtíðina og þarfnast mikilvægra ákvarðana,“ ritaði Onana. „Seinustu mánuði hef ég þurft að glíma við aðstæður sem einkennast af óréttlæti og ráðsemi.“ „Ég svara þó kalli þjóðar minnar af algjörri vissu og veit að endurkoman er ekki bara til að heiðra persónulegan draum, heldur einnig til að koma til móts við væntingar og stuðning kamerúnsku þjóðarinnar sem á skilið að fylgjast með landsliði sem er staðráðið í að skína.“ André Onana confirms he has come out of international retirement to rejoin Cameroon’s squad for their upcoming Africa Cup of Nations qualifier against Burundi 🇨🇲 pic.twitter.com/jCiiCw6Rwy— B/R Football (@brfootball) September 4, 2023
Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira