Nítján ára heimakona fagnaði sigri á opna bandaríska Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 09:40 Gauff með bikarinn. Hún vann sinn fyrsta risatitil í nótt. EPA Draumur hinnar 19 ára Coco Gauff rættist í nótt þegar hún tryggði sér sigur á opna bandaríska mótinu í tennis. Gauff vann sigur á Aryna Sabalenka frá Belarús í þremur settum sem þrátt fyrir tapið lyftir sér upp í efsta sæti heimslistans. Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty
Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira