Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 11:42 Hörður Felix Harðarson segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti byggðar. Vísir/Vilhelm Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira