Sárnar fréttirnar og segir ágóðann renna til góðgerðarmála Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 14:01 John Terry er ekki sáttur við að fjölmiðlar hafi ekki greint frá því að hann sé að safna peningum til góðgerðarmála með því að rukka fyrir eiginhandaráritanir. Naomi Baker - The FA/The FA via Getty Images John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segir að allur ágóði af „Kvöld með John Terry,“ nýjum viðburði þar sem aðdáendum gefst tækifæri á að hitta Chelsea-goðið, renni til góðgerðarstarfsemi. Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation) Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation)
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira