Gagnrýnir ósmekklegan Onana fyrir að öskra á Maguire Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2023 12:00 Harry Maguire hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. getty/Marco Steinbrenner Jamie Carragher segir að André Onana hafi farið langt yfir strikið þegar hann öskraði á Harry Maguire í æfingaleik Manchester United í sumar. Maguire hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði United og þá var fyrirliðabandið tekið af honum. Maguire nýtur hins vegar stuðnings Gareths Southgate, þjálfara Englands, sem heldur áfram að velja, og verja, hann. Maguire skoraði sjálfsmark þegar England sigraði Skotland í vináttulandsleik í fyrradag, 1-3. Eftir leikinn hnýtti Southgate í þá sem hafa gagnrýnt Maguire og sagði meðferðina sem hann hefur fengið fáránlega. Í pistli sínum fyrir The Telegraph fjallar Jamie Carragher um stöðu Maguires. Hann hvetur Southgate til að hætta að velja hann til verja hann, þar til hann snýr ferli sínum við hjá United, eða öðru félagi. Maguire segir hins vegar alltof auðvelt að gera Maguire að blóraböggli og tók dæmi úr æfingaleik United gegn Borussia Dortmund í sumar þegar Onana, þá nýkominn til United, lét Englendinginn heyra það eftir að Þjóðverjarnir fengu dauðafæri eftir slaka sendingu hans. „Eitt ósmekklegasta atvikið kom í æfingaleiknum gegn Dortmund í sumar þegar nýi maðurinn Onana byrjaði að öskra á Maguire sem var að mínu mati skammarleg hegðun til að höfða til stuðningsmanna United,“ sagði Maguire. „Ég trúði ekki mínum eigin augum en þetta sagði allt um það sem er að. Maguire var enn fyrirliði United þarna. Hann hefði átt að bregðast illa við, rekið Onana til baka og krafist virðingar. Í staðinn virkaði hann eins og maður sem skortir sjálfstraust og vald.“ Maguire hefur komið við sögu í einum leik með United á tímabilinu. Hann spilaði hins vegar báða leiki enska landsliðsins á dögunum. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira
Maguire hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði United og þá var fyrirliðabandið tekið af honum. Maguire nýtur hins vegar stuðnings Gareths Southgate, þjálfara Englands, sem heldur áfram að velja, og verja, hann. Maguire skoraði sjálfsmark þegar England sigraði Skotland í vináttulandsleik í fyrradag, 1-3. Eftir leikinn hnýtti Southgate í þá sem hafa gagnrýnt Maguire og sagði meðferðina sem hann hefur fengið fáránlega. Í pistli sínum fyrir The Telegraph fjallar Jamie Carragher um stöðu Maguires. Hann hvetur Southgate til að hætta að velja hann til verja hann, þar til hann snýr ferli sínum við hjá United, eða öðru félagi. Maguire segir hins vegar alltof auðvelt að gera Maguire að blóraböggli og tók dæmi úr æfingaleik United gegn Borussia Dortmund í sumar þegar Onana, þá nýkominn til United, lét Englendinginn heyra það eftir að Þjóðverjarnir fengu dauðafæri eftir slaka sendingu hans. „Eitt ósmekklegasta atvikið kom í æfingaleiknum gegn Dortmund í sumar þegar nýi maðurinn Onana byrjaði að öskra á Maguire sem var að mínu mati skammarleg hegðun til að höfða til stuðningsmanna United,“ sagði Maguire. „Ég trúði ekki mínum eigin augum en þetta sagði allt um það sem er að. Maguire var enn fyrirliði United þarna. Hann hefði átt að bregðast illa við, rekið Onana til baka og krafist virðingar. Í staðinn virkaði hann eins og maður sem skortir sjálfstraust og vald.“ Maguire hefur komið við sögu í einum leik með United á tímabilinu. Hann spilaði hins vegar báða leiki enska landsliðsins á dögunum.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira