„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. september 2023 08:00 Ofbeldi í nánum samböndum er ólíkt öðru ofbeldi segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Því þarna erum við að tala um makann sem þú elskaðir og miklar tilfinningar innan fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Sem fyrir okkur er oftast staðfesting á því að þessi kona þarf einmitt að vera hjá okkur.“ Mikil aukning hefur verið á fjölda viðtölum hjá Kvennaathvarfinu. „Viðtölunum fjölgaði úr 500 í 1200 á skömmum tíma, sem er mikið fagnaðarefni fyrir okkur því að þetta þýðir að það er vitundavakning um það hversu mikið ofbeldi á sér stað í nánum samböndum,“ segir Linda. Af þessum 1200 viðtölum, teljast líka konar sem koma í fleiri en eitt viðtal. „Konur eru að taka mjög stórt og erfitt skref þegar þær leita til okkar,“ segir Linda. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um ofbeldi í nánum samböndum. Er ég í ofbeldissambandi? Það sem hefur breyst í umræðu síðustu ára er að almennt er umræðan orðin víðtækari um það hversu ólíkar birtingarmyndir ofbeldissamband hefur. Líkamlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi Fjárhagslegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi Stafrænt ofbeldi Og eins og margar konur þekkja, búa þær oftar en ekki við ofbeldi sem birtist í fleiru en aðeins einum þessara flokka. „Ofbeldi í nánum samböndum er hins vegar mjög ólíkt öðru ofbeldi. Því þarna erum við að tala um makann sem þú elskaðir. Hófst samband með og þá var allt svo gott og bjart. Þetta er oftar en ekki sú manneskja sem þú hefur treyst hvað mest, trúað fyrir hlutum sem þú hefur engum öðrum sagt,“ segir Linda og tekur dæmi: Niðurbrotið er síðan svo mikið. Segjum til dæmis kona sem hefur trúað maka sínum fyrir því eftir barnsburð að hún einhverra hluta vegna nái ekki tilfinningalegu tengingunni við nýfædda barnið og líði mjög illa. Þetta getur ofbeldismaðurinn notað gegn konunni mörgum árum síðar og vísað þar í að hún hafi verið svo slæm mamma að hún hafi ekki einu sinni getað elskað barnið sitt þegar það fæddist.“ Þegar ofbeldi er ekki líkamlegt, er algengt að fyrsta spurningin sé sú hvort um ofbeldi sé að ræða. „Andlegt ofbeldi getur verið svo lúmsk en viðtölin okkar sýna að í 92% tilvika er andlegt ofbeldi í grunninn og því geta fylgt mjög alvarlegar afleiðingar. Birtingarmyndir ofbeldis geta verið mjög ólíkar og því getur ofbeldi oft varað í mjög langan tíma áður en kona leitar sér aðstoðar.“ Það sem gerir ofbeldi í nánum samböndum líka svo flókið er að ofbeldi þarf ekki að vera viðvarandi ástand. Þar sé líka ást og gleðistundir fjölskyldurnar geta verið margar inn á milli. „Ég man alltaf eftir konu sem lýsti þessu vel þegar hún sagði „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki,““ nefnir Linda sem dæmi. Linda segir andlegt ofbeldi mjög lúmskt og í viðtölum við konur sem leita til Kvennaathvarfsins má sjá að andlegt ofbeldi er í grunninn í 92% tilvika. Stundum leita vinir og vandamenn til Kvennaathvarfsins til að skilja betur hvernig birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum geta verið.Vísir/Vilhelm Heimilið hættulegri staður en útihátíð Linda segir það afar stóran og erfiðan þröskuld að stíga yfir að leita til Kvennaathvarfsins. Þess vegna sé fræðsla og hvatning til kvenna um að hafa samband svo mikilvæg. Þótt fréttum um dóma fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum hafi fjölgað í fjölmiðlum, segir Linda Ísland langt frá því að vera til fyrirmyndar í því hvernig tekist er á við ofbeldi innan veggja heimilisins. „Við stöndum okkur mjög vel í því að til dæmis vara við nauðgunarhættu og fleiru á útihátíðum um verslunarmannahelgina. Þá fer allt í gang. Hættulegasti staðurinn til að vera á er hins vegar heima hjá okkur. Því það er innan veggja heimilisins sem ofbeldi þrífst oft mest. Þetta er heimsfaraldur sem allar tölur staðfesta en samt erum við ekki að vara við því,“ segir Linda og bætir við: „Það er líka staðreynd að það er mjög erfitt fyrir konur að sækja sín mál fyrir dóm þegar um ofbeldi er að ræða. Og líkurnar á því að makarnir fái dóm eru mjög litlar. Eitt helsta verkfærið er að fá nálgunarbann en afleiðingarnar af því að gerandi brjóti það bann eru ekki nægilega alvarlegar . Sem er háalvarlegt mál því að nálgunarbann getur verið helsta vörn konu sem upplifir líf sitt í hættu.“ Almennt segir Linda það líka mjög alvarlegt að á Íslandi eins og víðast hvar í heiminum, virðist vera bakslag. „Þetta erum við að sjá alls staðar. Í tölum, í orðræðunni gagnvart konum, í réttindabaráttu kvenna og svo framvegis.“ En hvað geta til dæmis vinir og vandamenn gert sem hafa áhyggjur af því að kona búi við ofbeldi? „Það sem vinir og vandamenn geta gert er að hvetja konuna til að hafa samband við okkur. Eða aðila eins og Bjarkahlíð því sumum finnst að leita til Kvennathvarfs of stórt skref að taka, að minnsta kosti til að byrja með. Oft taka konur því ekki vel þegar aðstandendur eru að hvetja þær til að koma í viðtal eða hringja í okkur. En þetta geta þó verið skilaboð sem sá fræjum og þótt það verði ekki strax, þá er það stundum sem þessar konur stíga þá það skref að leita aðstoðar síðar.“ Linda segir það líka gerast að aðstandendur komi í viðtal. „Það kemur alveg fyrir því alveg eins og með þolendur ofbeldis, vantar oft upp á að fólk skilji hverjar aðstæðurnar eða birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum geta verið. Og þá er það rætt í viðtali hjá okkur.“ Flest börn fylgja mæðrum sínum í Kvennaathvarfið en foreldraréttur maka er jafn mikill og móðurinnar og oft geta málin verið flókin. Linda segir daglegt líf í Kvennaathvarfinu einkennast af hlýleika og jákvæðni og að þar sé gott að vera. Viðtalstímum hefur fjölgað mjög mikið undanfarið.Vísir/Vilhelm Börnin kjósa stundum að vera áfram hjá pabba Linda segir tólf konur og tíu börn að meðaltali dvelja í Kvennathvarfinu. Fjöldinn geti þó alveg sveiflast og verið frá átta konum einn mánuðinn í tuttugu konur þann næsta. Allar konur sem leita til Kvennaathvarfsins geta treyst því að þar ríkir hundrað prósent trúnaður. Almennt sé heimilislífið gott dag frá degi, hlýlegt og gefandi. Ekki sé verið að ræða persónuleg mál í almennum rýmum, en það sé hins vegar gert í viðtölum. Barnavernd sé látin vita þegar börn dvelja í athvarfinu en annars er það almennt þannig að konan stýrir ferðinni. Í Kvennathvarfinu er það þó alltaf konan sem stýrir ferðinni. „Við dæmum aldrei neinar aðstæður. Enda sýna tölur okkur að það tekur konu sex skipti að meðaltali að komast út úr ofbeldissambandi.“ Þá segir Linda líka mikilvægt að fólk skilji betur hversu flóknar aðstæður geta verið. Foreldrar hafi til dæmis jafnan rétt hvað varðar börnin og það eitt og sér geti verið flókin staða. Ofbeldi í nánum samböndum er líka frábrugðið öðru ofbeldi að því leytinu til að í nánum samböndum eru tilfinningar svo miklar. Þarna sé líka ást, þótt um ofbeldissamband sé að ræða Ekki síst ást barna til foreldra sinna. „Stundum vilja eldri börnin til dæmis ekki koma með mæðrum sínum í athvarfið og eru því áfram hjá föður sínum. Þetta er eitt af því sem er mikilvægt að fólk skilji og dæmi ekki. Það er líka staðreynd að eftir skilnað, kjósi börn oft að vera líka hjá föður sínum eða hjá foreldrum sínum til skiptis viku og viku.“ Linda segir yngri börnin þó í langflestum tilvikum koma með mæðrum sínum í Kvennathvarfið. Þá segir Linda skilnaðarferlið oft gera það að verkum, að konan endar einfaldlega með að velja að fara frekar aftur heim í ofbeldissambandið. Þegar sótt er um skilnað hjá sýslumanni er þó hægt að upplýsa um að ástæða umsóknar um skilnað er ofbeldi. Er það ekkert að hjálpa konum? „Jú, auðvitað hjálpar það en því miður getur maki auðveldlega tafið það ferli með því að mæta ekki til að skrifa undir, samþykkja ekki kauptilboð í íbúðina þannig að húsið selst ekki og svo framvegis. Allt er þetta markvisst ofbeldi til þess að tefja ferlið og á endanum getur það orðið nánast illmögulegt fyrir konuna að komast út úr ofbeldissambandinu.“ Og Linda nefnir dæmi. Það er til dæmis ekkert óalgengt að í ofbeldissamböndum sé konan skrifuð fyrir hinu og þessu, bæði húsnæði og fjárhagsskuldbindingar. Allt þetta getur flækt ferlið og það er ákveðið tangarhald sem makinn getur haft á þeim ef þær eru skrifaðar fyrir því að eiga að borga hitt og þetta.“ Háskólamenntaður viðbjóður Á vefsíðu Kvennathvarfsins er að finna mikinn fróðleik og í einu og öllu má sjá þar að konur eru hvattar til að hringja og hafa samband, koma eða bóka viðtal. Linda segir markmiðið vera að Kvennathvarfið geti sinnt sinni þjónustu jafnmikið á Akureyri og í Reykjavík og allt kapp er lagt á að mæta þeirri þörf sem sívaxandi eftirspurn í viðtalstíma kallar á. „Ofbeldi fer ekki í manngreinarálit. Hingað koma til okkar konur sem eru þverskurður af þjóðfélaginu,“ segir Linda. Sem dæmi um að svo sé, grípum við hér niður í eina af þeim reynslusögum sem lesa má á vefsíðu Kvennaathvarfsins en viðtalið birtist undir nafnleynd í Morgunblaðinu árið 2013. Umrædd kona er háskólamenntuð og var á miðjum aldri þegar hún giftist umræddum manni. „Hann sagði þá að ég væri „viðbjóður og ógeð“ vegna þess að ég væri að grafa eitthvað í fortíð hans. Eftir að við höfðum talað um þetta lét hann líka eins og þetta væri allt ósatt, þó ég hefði þetta allt staðfest.“ Hvernig leið þér þegar þú áttaðir þig á hvernig maðurinn var og að þú hefðir verið að gera mistök með því að giftast honum? „Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi. Mér fannst ég vera að klúðra hlutunum. Ég hafði í mínu starfi unnið með þolendum ofbeldis og hafði þá mynd af þeim að þetta væru ungar konur, sem hefðu kannski búið við ofbeldi í æsku, að þetta væru einstaklingar í neyslu eða konur sem hefðu orðið undir í lífinu. Ég var haldin fordómum og mér fannst að þetta ætti ekki að koma fyrir manneskju eins og mig. Svo taldi ég mér trú um að þetta væri ekki eins slæmt og það var.“ Að meðaltali tekur það konu sex skipti að komast út úr ofbeldissambandi við maka og því miður geta skilnaðir oft dregist á langinn. Þá segir Linda það ekki óalgengt að í ofbeldissamböndum sé konan skrifuð fyrir hinu og þessu, hvort heldur sem er eignum eða skuldbindingum sem standa þarf skil á.Vísir/Vilhelm Linda segir margt á döfinni hjá Kvennathvarfinu. Nú þegar hefur Kvennaathvarfið byggt áfangaheimili með átján íbúðir fyrir konur sem hafa dvalið í athvarfinu. Næst sé að byggja nýtt neyðarathvarf til að hýsa neyðarathvarf og viðtalsþjónustu. Einnig er verið að vinna að því að efla þjónustuna á Akureyri. Markmiðið er að húsnæðið verði tilbúið eftir þrjú ár. „Sumir segja þó raunhæfara að tala um fimm ár,“ segir Linda og hlær. Linda segir að þótt málefnið sé alvarlegt, sé starfið í Kvennaathvarfinu afar gefandi. „Hér er ofboðslega þægilegt andrúmsloft, jákvætt og gefandi. Langoftast er töluvert af börnum í athvarfinu og er lagt upp með að gera heimilislífið eins eðlilegt og kostur er. Við vinnum markvisst að því að hlúa að og koma á móts við börnin í athvarfinu. Linda segist fagna því að umræðan um heimilisofbeldi er að aukast og verða opnari. „Sem dæmi má nefna að það er ekkert langt síðan konur fóru að átta sig á því að það er auðvitað ekkert í lagi að maki nauðgi þeim eða beiti þær ofbeldi kynferðislega.“ Linda segir ákveðnar mýtur enn við lýði. Bæði hvað varðar þann hóp sem býr við ofbeldi og þá birtingarmynd sem ofbeldið hefur. „Það eru enn vissar hugmyndir um að heimilisofbeldi sé eins og við sjáum það í bíómyndunum. Þar sem konan liggur alblóðug á eldhúsgólfinu eftir barsmíðar. Og að kynbundið ofbeldi nái aðeins til ákveðins hóps kvenna eða einnar tegundar gerenda. Sannleikurinn er hins vegar sá að birtingarmynd ofbeldis er svo margvíslegur.“ Ekki síst hvað varðar andlegt ofbeldi. Við getum komið í veg fyrir margt með því að ræða meira um ofbeldi. En þar þurfum við líka á því að halda að karlmenn komi betur að samtalinu. Það gengur ekki að ofbeldi sé bara rætt af konum á einhverjum kvennafundum. Við þurfum líka að horfast í augu við allar birtingarmyndir ofbeldis og skilja afleiðingar þess. Allt frá því að skilja hvernig fjárhagslegt ofbeldi lýsir sér yfir í hvernig afleiðingar af andlegu ofbeldi getur verið alvarlegast. Því það grær jafnan hraðar yfir marbletti en sár sálarinnar. Stafrænt ofbeldi Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Fjármál heimilisins Góðu ráðin Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
„Sem fyrir okkur er oftast staðfesting á því að þessi kona þarf einmitt að vera hjá okkur.“ Mikil aukning hefur verið á fjölda viðtölum hjá Kvennaathvarfinu. „Viðtölunum fjölgaði úr 500 í 1200 á skömmum tíma, sem er mikið fagnaðarefni fyrir okkur því að þetta þýðir að það er vitundavakning um það hversu mikið ofbeldi á sér stað í nánum samböndum,“ segir Linda. Af þessum 1200 viðtölum, teljast líka konar sem koma í fleiri en eitt viðtal. „Konur eru að taka mjög stórt og erfitt skref þegar þær leita til okkar,“ segir Linda. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um ofbeldi í nánum samböndum. Er ég í ofbeldissambandi? Það sem hefur breyst í umræðu síðustu ára er að almennt er umræðan orðin víðtækari um það hversu ólíkar birtingarmyndir ofbeldissamband hefur. Líkamlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi Fjárhagslegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi Stafrænt ofbeldi Og eins og margar konur þekkja, búa þær oftar en ekki við ofbeldi sem birtist í fleiru en aðeins einum þessara flokka. „Ofbeldi í nánum samböndum er hins vegar mjög ólíkt öðru ofbeldi. Því þarna erum við að tala um makann sem þú elskaðir. Hófst samband með og þá var allt svo gott og bjart. Þetta er oftar en ekki sú manneskja sem þú hefur treyst hvað mest, trúað fyrir hlutum sem þú hefur engum öðrum sagt,“ segir Linda og tekur dæmi: Niðurbrotið er síðan svo mikið. Segjum til dæmis kona sem hefur trúað maka sínum fyrir því eftir barnsburð að hún einhverra hluta vegna nái ekki tilfinningalegu tengingunni við nýfædda barnið og líði mjög illa. Þetta getur ofbeldismaðurinn notað gegn konunni mörgum árum síðar og vísað þar í að hún hafi verið svo slæm mamma að hún hafi ekki einu sinni getað elskað barnið sitt þegar það fæddist.“ Þegar ofbeldi er ekki líkamlegt, er algengt að fyrsta spurningin sé sú hvort um ofbeldi sé að ræða. „Andlegt ofbeldi getur verið svo lúmsk en viðtölin okkar sýna að í 92% tilvika er andlegt ofbeldi í grunninn og því geta fylgt mjög alvarlegar afleiðingar. Birtingarmyndir ofbeldis geta verið mjög ólíkar og því getur ofbeldi oft varað í mjög langan tíma áður en kona leitar sér aðstoðar.“ Það sem gerir ofbeldi í nánum samböndum líka svo flókið er að ofbeldi þarf ekki að vera viðvarandi ástand. Þar sé líka ást og gleðistundir fjölskyldurnar geta verið margar inn á milli. „Ég man alltaf eftir konu sem lýsti þessu vel þegar hún sagði „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki,““ nefnir Linda sem dæmi. Linda segir andlegt ofbeldi mjög lúmskt og í viðtölum við konur sem leita til Kvennaathvarfsins má sjá að andlegt ofbeldi er í grunninn í 92% tilvika. Stundum leita vinir og vandamenn til Kvennaathvarfsins til að skilja betur hvernig birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum geta verið.Vísir/Vilhelm Heimilið hættulegri staður en útihátíð Linda segir það afar stóran og erfiðan þröskuld að stíga yfir að leita til Kvennaathvarfsins. Þess vegna sé fræðsla og hvatning til kvenna um að hafa samband svo mikilvæg. Þótt fréttum um dóma fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum hafi fjölgað í fjölmiðlum, segir Linda Ísland langt frá því að vera til fyrirmyndar í því hvernig tekist er á við ofbeldi innan veggja heimilisins. „Við stöndum okkur mjög vel í því að til dæmis vara við nauðgunarhættu og fleiru á útihátíðum um verslunarmannahelgina. Þá fer allt í gang. Hættulegasti staðurinn til að vera á er hins vegar heima hjá okkur. Því það er innan veggja heimilisins sem ofbeldi þrífst oft mest. Þetta er heimsfaraldur sem allar tölur staðfesta en samt erum við ekki að vara við því,“ segir Linda og bætir við: „Það er líka staðreynd að það er mjög erfitt fyrir konur að sækja sín mál fyrir dóm þegar um ofbeldi er að ræða. Og líkurnar á því að makarnir fái dóm eru mjög litlar. Eitt helsta verkfærið er að fá nálgunarbann en afleiðingarnar af því að gerandi brjóti það bann eru ekki nægilega alvarlegar . Sem er háalvarlegt mál því að nálgunarbann getur verið helsta vörn konu sem upplifir líf sitt í hættu.“ Almennt segir Linda það líka mjög alvarlegt að á Íslandi eins og víðast hvar í heiminum, virðist vera bakslag. „Þetta erum við að sjá alls staðar. Í tölum, í orðræðunni gagnvart konum, í réttindabaráttu kvenna og svo framvegis.“ En hvað geta til dæmis vinir og vandamenn gert sem hafa áhyggjur af því að kona búi við ofbeldi? „Það sem vinir og vandamenn geta gert er að hvetja konuna til að hafa samband við okkur. Eða aðila eins og Bjarkahlíð því sumum finnst að leita til Kvennathvarfs of stórt skref að taka, að minnsta kosti til að byrja með. Oft taka konur því ekki vel þegar aðstandendur eru að hvetja þær til að koma í viðtal eða hringja í okkur. En þetta geta þó verið skilaboð sem sá fræjum og þótt það verði ekki strax, þá er það stundum sem þessar konur stíga þá það skref að leita aðstoðar síðar.“ Linda segir það líka gerast að aðstandendur komi í viðtal. „Það kemur alveg fyrir því alveg eins og með þolendur ofbeldis, vantar oft upp á að fólk skilji hverjar aðstæðurnar eða birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum geta verið. Og þá er það rætt í viðtali hjá okkur.“ Flest börn fylgja mæðrum sínum í Kvennaathvarfið en foreldraréttur maka er jafn mikill og móðurinnar og oft geta málin verið flókin. Linda segir daglegt líf í Kvennaathvarfinu einkennast af hlýleika og jákvæðni og að þar sé gott að vera. Viðtalstímum hefur fjölgað mjög mikið undanfarið.Vísir/Vilhelm Börnin kjósa stundum að vera áfram hjá pabba Linda segir tólf konur og tíu börn að meðaltali dvelja í Kvennathvarfinu. Fjöldinn geti þó alveg sveiflast og verið frá átta konum einn mánuðinn í tuttugu konur þann næsta. Allar konur sem leita til Kvennaathvarfsins geta treyst því að þar ríkir hundrað prósent trúnaður. Almennt sé heimilislífið gott dag frá degi, hlýlegt og gefandi. Ekki sé verið að ræða persónuleg mál í almennum rýmum, en það sé hins vegar gert í viðtölum. Barnavernd sé látin vita þegar börn dvelja í athvarfinu en annars er það almennt þannig að konan stýrir ferðinni. Í Kvennathvarfinu er það þó alltaf konan sem stýrir ferðinni. „Við dæmum aldrei neinar aðstæður. Enda sýna tölur okkur að það tekur konu sex skipti að meðaltali að komast út úr ofbeldissambandi.“ Þá segir Linda líka mikilvægt að fólk skilji betur hversu flóknar aðstæður geta verið. Foreldrar hafi til dæmis jafnan rétt hvað varðar börnin og það eitt og sér geti verið flókin staða. Ofbeldi í nánum samböndum er líka frábrugðið öðru ofbeldi að því leytinu til að í nánum samböndum eru tilfinningar svo miklar. Þarna sé líka ást, þótt um ofbeldissamband sé að ræða Ekki síst ást barna til foreldra sinna. „Stundum vilja eldri börnin til dæmis ekki koma með mæðrum sínum í athvarfið og eru því áfram hjá föður sínum. Þetta er eitt af því sem er mikilvægt að fólk skilji og dæmi ekki. Það er líka staðreynd að eftir skilnað, kjósi börn oft að vera líka hjá föður sínum eða hjá foreldrum sínum til skiptis viku og viku.“ Linda segir yngri börnin þó í langflestum tilvikum koma með mæðrum sínum í Kvennathvarfið. Þá segir Linda skilnaðarferlið oft gera það að verkum, að konan endar einfaldlega með að velja að fara frekar aftur heim í ofbeldissambandið. Þegar sótt er um skilnað hjá sýslumanni er þó hægt að upplýsa um að ástæða umsóknar um skilnað er ofbeldi. Er það ekkert að hjálpa konum? „Jú, auðvitað hjálpar það en því miður getur maki auðveldlega tafið það ferli með því að mæta ekki til að skrifa undir, samþykkja ekki kauptilboð í íbúðina þannig að húsið selst ekki og svo framvegis. Allt er þetta markvisst ofbeldi til þess að tefja ferlið og á endanum getur það orðið nánast illmögulegt fyrir konuna að komast út úr ofbeldissambandinu.“ Og Linda nefnir dæmi. Það er til dæmis ekkert óalgengt að í ofbeldissamböndum sé konan skrifuð fyrir hinu og þessu, bæði húsnæði og fjárhagsskuldbindingar. Allt þetta getur flækt ferlið og það er ákveðið tangarhald sem makinn getur haft á þeim ef þær eru skrifaðar fyrir því að eiga að borga hitt og þetta.“ Háskólamenntaður viðbjóður Á vefsíðu Kvennathvarfsins er að finna mikinn fróðleik og í einu og öllu má sjá þar að konur eru hvattar til að hringja og hafa samband, koma eða bóka viðtal. Linda segir markmiðið vera að Kvennathvarfið geti sinnt sinni þjónustu jafnmikið á Akureyri og í Reykjavík og allt kapp er lagt á að mæta þeirri þörf sem sívaxandi eftirspurn í viðtalstíma kallar á. „Ofbeldi fer ekki í manngreinarálit. Hingað koma til okkar konur sem eru þverskurður af þjóðfélaginu,“ segir Linda. Sem dæmi um að svo sé, grípum við hér niður í eina af þeim reynslusögum sem lesa má á vefsíðu Kvennaathvarfsins en viðtalið birtist undir nafnleynd í Morgunblaðinu árið 2013. Umrædd kona er háskólamenntuð og var á miðjum aldri þegar hún giftist umræddum manni. „Hann sagði þá að ég væri „viðbjóður og ógeð“ vegna þess að ég væri að grafa eitthvað í fortíð hans. Eftir að við höfðum talað um þetta lét hann líka eins og þetta væri allt ósatt, þó ég hefði þetta allt staðfest.“ Hvernig leið þér þegar þú áttaðir þig á hvernig maðurinn var og að þú hefðir verið að gera mistök með því að giftast honum? „Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi. Mér fannst ég vera að klúðra hlutunum. Ég hafði í mínu starfi unnið með þolendum ofbeldis og hafði þá mynd af þeim að þetta væru ungar konur, sem hefðu kannski búið við ofbeldi í æsku, að þetta væru einstaklingar í neyslu eða konur sem hefðu orðið undir í lífinu. Ég var haldin fordómum og mér fannst að þetta ætti ekki að koma fyrir manneskju eins og mig. Svo taldi ég mér trú um að þetta væri ekki eins slæmt og það var.“ Að meðaltali tekur það konu sex skipti að komast út úr ofbeldissambandi við maka og því miður geta skilnaðir oft dregist á langinn. Þá segir Linda það ekki óalgengt að í ofbeldissamböndum sé konan skrifuð fyrir hinu og þessu, hvort heldur sem er eignum eða skuldbindingum sem standa þarf skil á.Vísir/Vilhelm Linda segir margt á döfinni hjá Kvennathvarfinu. Nú þegar hefur Kvennaathvarfið byggt áfangaheimili með átján íbúðir fyrir konur sem hafa dvalið í athvarfinu. Næst sé að byggja nýtt neyðarathvarf til að hýsa neyðarathvarf og viðtalsþjónustu. Einnig er verið að vinna að því að efla þjónustuna á Akureyri. Markmiðið er að húsnæðið verði tilbúið eftir þrjú ár. „Sumir segja þó raunhæfara að tala um fimm ár,“ segir Linda og hlær. Linda segir að þótt málefnið sé alvarlegt, sé starfið í Kvennaathvarfinu afar gefandi. „Hér er ofboðslega þægilegt andrúmsloft, jákvætt og gefandi. Langoftast er töluvert af börnum í athvarfinu og er lagt upp með að gera heimilislífið eins eðlilegt og kostur er. Við vinnum markvisst að því að hlúa að og koma á móts við börnin í athvarfinu. Linda segist fagna því að umræðan um heimilisofbeldi er að aukast og verða opnari. „Sem dæmi má nefna að það er ekkert langt síðan konur fóru að átta sig á því að það er auðvitað ekkert í lagi að maki nauðgi þeim eða beiti þær ofbeldi kynferðislega.“ Linda segir ákveðnar mýtur enn við lýði. Bæði hvað varðar þann hóp sem býr við ofbeldi og þá birtingarmynd sem ofbeldið hefur. „Það eru enn vissar hugmyndir um að heimilisofbeldi sé eins og við sjáum það í bíómyndunum. Þar sem konan liggur alblóðug á eldhúsgólfinu eftir barsmíðar. Og að kynbundið ofbeldi nái aðeins til ákveðins hóps kvenna eða einnar tegundar gerenda. Sannleikurinn er hins vegar sá að birtingarmynd ofbeldis er svo margvíslegur.“ Ekki síst hvað varðar andlegt ofbeldi. Við getum komið í veg fyrir margt með því að ræða meira um ofbeldi. En þar þurfum við líka á því að halda að karlmenn komi betur að samtalinu. Það gengur ekki að ofbeldi sé bara rætt af konum á einhverjum kvennafundum. Við þurfum líka að horfast í augu við allar birtingarmyndir ofbeldis og skilja afleiðingar þess. Allt frá því að skilja hvernig fjárhagslegt ofbeldi lýsir sér yfir í hvernig afleiðingar af andlegu ofbeldi getur verið alvarlegast. Því það grær jafnan hraðar yfir marbletti en sár sálarinnar.
Stafrænt ofbeldi Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Fjármál heimilisins Góðu ráðin Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01