Bætt kennsla - betri árangur og minni kostnaður við sérkennslu Hermundur Sigmundsson og Einar Gunnarsson skrifa 17. september 2023 10:31 Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun