Heilinn á konum er helmingi minni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. september 2023 09:01 Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mótmælaalda í Íran Íran Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar