Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2023 16:01 Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun